Erlent

Fimm látnir eftir bíl­slys í Sví­þjóð

Fimm létust þegar vörubíll og fólksbíll rákust saman á vegi milli Falköping og Skara í Svíþjóð í gær. Fólksbíllinn varð alelda eftir áreksturinn en allir fimm sem létust voru í honum.

Erlent

Hleypa geisla­virku vatni út í sjó

Japanir munu byrja að hleypa vatni úr Fukushima-kjarnorkuverinu út í sjó á fimmtudag. Vatnið var notað til þess að kæla kjarnaofna versins þegar þeir bráðnuðu eftir gríðarlegan jarðskjálfta árið 2011.

Erlent

Hilary lék Kaliforníu grátt

Óveðrið Hilary sem skall á Kaliforníu og Mexíkó í morgun lék svæðið grátt. Gífurleg rigning fylgdi óveðrinu sem leiddi til flóða og aurskriða. Hilary stefnir nú til norðurs en þrátt fyrir að óveðið hafi misst mikinn kraft er enn óttast að því geti fylgt hættuleg og mannskæð flóð.

Erlent

Gert að greiða tuttugu og sex milljónir króna í tryggingu

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, mun þurfa að greiða tvö hundruð þúsund dali í tryggingu til að komast hjá því að sitja í fangelsi vegna ákæra gegn honum í Fulton-sýslu í Georgíu. Hann var ákærður í Georgíu í síðustu viku vegna tilrauna hans til að breyta úrslitum forsetakosninganna 2020 í ríkinu en það var í fjórða sinn á þessu ári sem Trump var ákærður.

Erlent

Daníel grunaður um að hafa stungið kærustu sína til bana með ís­­nál

Réttarhöld í máli Daníels Gunnarssonar hófust í Kaliforníu í seinustu viku. Íslendingurinn er ákærður fyrir morð af fyrstu gráðu og limlestingu á líki. Hann er grunaður um að hafa orðið fyrrum bekkjarsystur sinni, hinni 21 árs gömlu Katie Pham, að bana á hrottalegan hátt. Vikurnar fyrir morðið höfðu þau átt í stuttu ástarsambandi.

Erlent

Mun aldrei sleppa úr fangelsi

Dómari í Bretlandi dæmdi í morgun hjúkrunarfræðinginn Lucy Letby í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa banað sjö börnum og reynt að bana sex til viðbótar á barnadeild sjúkahúss í Chester á árunum 2015 og 2016.

Erlent

Herinn sendur til Bresku Kólumbíu vegna gróður­elda

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagðist ætla að senda herinn til þess að aðstoða við baráttuna gegn miklum gróðureldum sem geisa í Bresku Kólumbíu. Neyðarástandi var lýst yfir í fylkinu og fleiri en 35.000 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín.

Erlent

Hilary dynur á Kaliforníu með metúrkomu

Meira en ársúrkoma er þegar fallin á sumum stöðum þar sem hitabeltislægðin Hilary fer yfir í sunnanverðri Kaliforníu í Bandaríkjunum. Neyðarástandi var lýst yfir á svæðinu en mikil hætta er talin á lífshættilegum skyndiflóðum og aurskriðum.

Erlent

Saka Sáda um að skjóta hundruð manna á landa­mærunum

Mannréttindasamtök halda því fram að landamæraverðir í Sádi-Arabíu hafi drepið hundruð óvopnaðra eþíópískra farandverkamanna með vélbyssum og sprengjuvörpum á landamærunum að Jemen undanfarin ár. Sameinuðu þjóðirnar hafa gengið á Sáda vegna frétta af slíkum árásum.

Erlent

Reyna að leggja stein í götu ný­kjörins for­seta Gvate­mala

Bernardo Arévalo, frjálslyndur utangarðsmaður í stjórnmálum, fór með afgerandi sigur af hólmi i forsetakosningum í Gvatemala í gær. Óljóst er þó hvort að Arévalo fái að taka við embættinu þar sem ríkissaksóknari landsins reynir nú að lýsa stjórnmálaflokk hans ólöglegan.

Erlent

Tekur ekki þátt í kapp­ræðum: „Al­menningur veit hver ég er“

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og frambjóðandi í forvali Repúblikana, hefur ákveðið að mæta mótframbjóðendum sínum ekki í kappræðum. „Almenningur veit hver ég er og hversu árangursríka forsetatíð ég átti. Þar af leiðandi mun ég ekki taka þátt í kappræðunum!“ sagði Trump á samfélagsmiðlinum Truth í gær.

Erlent

Há­lendið, pólitíkin og staða flótta­fólks í Sprengi­sandi

Há­lendið og fram­tíð þess, staðan í pólitíkinni og staða fólks sem synjað hefur verið um al­þjóð­lega vernd en hefur lent á götunni verða til um­ræðu í þjóð­mála­þættinum Sprengi­sandi á Bylgjunni klukkan tíu. Í þættinum fær Kristján Kristjáns­son til sín góða gesti og fer yfir þau mál­efni sem efst eru á baugi í sam­fé­laginu hverju sinni.

Erlent

Tíu ára fangelsi vegna dauða leikara úr The Wire

Ir­vin Carta­gena, dóp­sali í New York borg í Banda­ríkjunum, hefur verið dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að hafa út­vegað leikaranum Michael K Willi­ams, sem þekktastur er fyrir hlut­verk sitt í HBO þáttunum The Wire, heróín sem búið var að blanda saman við fentaníl en efnið dró leikarann til dauða.

Erlent

Sat í níu ár í gæsluvarðhaldi

Rúm 80 prósent allra fanga á Haíti eru gæsluvarðhaldsfangar sem enn hafa ekki hlotið dóm. Dæmi eru um að fólk sitji árum saman í gæsluvarðhaldi fyrir litlar sakir.

Erlent

Fyrr­verandi kanslari á­kærður fyrir mein­særi

Sebastian Kurz, fyrrverandi kanslari Austurríkis, var ákærður fyrir að ljúga að þingnefnd sem rannsakaði hneykslismál sem felldi fyrstu ríkisstjórn hans. Fyrrverandi skrifstofustjóri Kurz er einnig ákærður í málinu.

Erlent

Löng bíla­röð þegar allir bæjar­búar flúðu gróður­elda

Allir tuttugu þúsund íbúar bæjarins Yellowknife, höfuðstaðar Norðvesturhéraða Kanada, flýja nú í bílum sínum eða með flugvélum á meðan slökkviliðsmenn reyna að koma í veg fyrir að logarnir teygi sig til bæjarins. Rýmingin er sú langumfangsmesta í gróðureldatíðinni í Kanada í ár.

Erlent

Vilja að réttað verði yfir Trump árið 2026

Lögmenn Donalds Trump krefjast þess að réttarhöld yfir honum vegna ákæru um að hann hafi reynt að snúa við úrslitum forsetakosninganna árið 2020 hefjist ekki fyrr en eftir hátt í þrjú ár. Sérstaki rannsakandi dómsmálaráðuneytisins vill að réttarhöldin hefjist beint eftir áramót.

Erlent