Erlent Umferð um Panamaskurðinn takmörkuð vegna fordæmalauss þurrks Yfirvöld í Panama hafa tilkynnt að minnka þurfi umferð í gegnum Panamaskurðinn vegna mesta þurrks á svæðinu frá því að mælingar hófust árið 1950. Veðurbrigðið El niño er talið hafa spilað inn í samkvæmt yfirvöldum þar í landi. Erlent 1.11.2023 11:33 Hótar að draga Grænland úr Norðurlandaráði Forsætisráðherra Grænlands, Múte B. Egede, hótaði í ræðu sinni á Norðurlandaráði í gær að draga Grænland úr ráðinu. Hann hélt því fram að tækifæri sjálfstæðra landa og heimastjórnarlanda séu ekki jöfn og að samskipti fari ekki fram á jöfnum grundvelli. Erlent 1.11.2023 10:28 Landamærin opnuð og erlendum ríkisborgurum hleypt út Landamærin í Rafha, sem skilja að Egyptaland og Gasa, hafa verið opnuð tímabundið í fyrsta sinn í þrjár vikur. Egyptar hafa samþykkt að hleypa erlendum ríkisborgurum yfir landamærin og hafa sagst munu taka við um 80 afar særðum Palestínumönnum. Erlent 1.11.2023 10:07 Vill að unga fólkið vinni 70 klukkustundir á viku fyrir landið sitt Umræður fara nú fram á Indlandi um lengd vinnuvikunnar eftir að milljarðamæringurinn NR Narayana Murthy, tengdafaðir forsætisráðherra Bretlands, sagði að ungt fólk ætti að vera reiðubúið til að vinna 70 tíma til að leggja sitt af mörkum fyrir landið sitt. Erlent 1.11.2023 08:46 Heita því að berjast gegn hatri og hefja rannsókn á skemmdarverkum Yfirvöld í Frakklandi hafa hafið rannsókn á Davíðsstjörnum sem hafa verið að birtast á byggingum í París síðustu daga. Talið er að um hatursherferð gegn gyðingum sé að ræða, sem tengist átökum Ísraela og Hamas á Gasa. Erlent 1.11.2023 08:08 Árásin á Jabalia-flóttamannabúðirnar vekur mikla reiði Stjórnvöld í Egyptalandi, Pakistan og Sádi Arabíu eru meðal þeirra sem hafa fordæmt árásir Ísraela á Jabalia-flóttamannabúðirnar, fjölmennustu flóttamannabúðir Gasa. Erlent 1.11.2023 06:53 Hrópaði „þið munuð öll deyja“ og var skotin átta sinnum Lögreglumenn í París skutu konu klædda hijab svo hún hlaut lífshættulega áverka eftir að hún hrópaði orðin „Allahu Akbar“ eða „Guð er máttugastur“ og „þið munuð öll deyja“ í lestarstöð í borginni í morgun. Erlent 31.10.2023 22:22 Sex danskir lögregluþjónar handteknir vegna fíkniefnamáls Sex lögregluþjónar hjá lögreglunni í Kaupmannahöfn voru handteknir í dag. Þeir eru grunaðir um þjófnaðar- og fíkniefnabrot í opinberu starfi í félagi hver við annan. Erlent 31.10.2023 21:25 Egyptar hyggjast opna landamærin fyrir særða Palestínumenn Egyptar hyggjast opna fyrir landamæri Egyptalands og Gasastrandarinnar á morgun til þess að hægt verði að flytja Palestínumenn sem særst hafa í árásum Ísraela til aðhlynningar í Egyptalandi. Erlent 31.10.2023 20:43 Ísraelsher gengst við árásinni á flóttamannabúðirnar Ísraelsher hefur gengist við loftárásunum á flóttamannabúðirnar Jabaliya í norðurhluta Gasastrandarinnar í dag. Minnst fimmtíu manns eru sagðir hafa látist í árásinni. Erlent 31.10.2023 19:12 Segja tugi fallna eftir árásir á flóttamannabúðir Tugir fólks er sagt hafa fallið í loftárásum Ísraela á flóttamannabúðirnar Jabaliya í norðurhluta Gasastrandarinnar. Ísraelski herinn hefur gert innrás á svæðið og segir um átta hundruð þúsund manns hafa flúið til suðurs. Erlent 31.10.2023 16:06 „Hvert land verður að bera ábyrgð á atkvæði sínu“ Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, segir aldrei hafa komið til greina að sitja hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun Jórdaníu um vopnahlé á Gasa á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Hann segir hverja Norðurlandaþjóð verða að taka ákvörðun fyrir sig. Þjóðirnar séu þegar á heildina er litið sammála. Erlent 31.10.2023 15:05 Trump klikkar meira og gæti misst eitt sitt besta vopn Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, og stuðningsmenn hans gera iðulega grín að háum aldri Joe Biden, núverandi forseta og forsetaframbjóðanda. Trump er þó einungis þremur árum yngri en Biden og gerir sjálfur reglulega mistök. Erlent 31.10.2023 14:30 Fundu beinflís úr höfuðkúpu Shani Móðir ungrar konu sem talið var að væri gísl Hamas-samtakanna hefur verið tilkynnt af yfirvöldum í Ísrael að hún sé látin. Talið var að Shani Louk væri ein af gíslum Hamas á Gasaströndinni en beinflís úr höfuðkúpu hennar hefur fundist. Móðir Shani staðfesti í gær að dóttir hennar væri látin. Erlent 31.10.2023 11:32 Skotárás og gíslataka í Japan Skotárás var gerð í morgun í japönsku borginni Toda í miðhluta landsins. Maður á fimmtugsaldri hóf skothríð inni á spítala í borginni. Erlent 31.10.2023 07:37 „Nú er tíminn fyrir stríð“ Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur hafnað áköllum eftir vopnahléi á Gasa og segir frelsun eins af gíslunum sem Hamas tóku 7. október síðastliðinn sem sönnun þess að hægt sé að uppræta Hamas og endurheimta þá sem voru teknir. Erlent 31.10.2023 06:33 Fatlaður maður þurfti að skríða út úr flugvélinni Maður sem notar hjólastól þurfti að toga sig áfram á höndunum út úr flugvél Air Canada þar sem flugfélagið útvegaði honum ekki hjólastól. Hann var á leið til Las Vegas ásamt konu sinni til að fagna brúðkaupsafmæli. Hjónin héldu að flugþjónar væru að grínast. Erlent 30.10.2023 21:57 Vilja öryggissveitir á vegum Sameinuðu þjóðanna á Gasa Stjórnvöld í Suður-Afríku hafa kallað eftir því að Sameinuðu þjóðirnar sendi öryggissveitir til Gasa til að vernda almenna borgara. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem stjórnað er af Hamas, segja 8.306 látna í árásum Ísraelshers. Erlent 30.10.2023 12:19 Vara við niðurrifi samfélagsins Sameinuðu þjóðirnar vöruðu í gær við ummerkjum um að niðurrif samfélagsins sé að eiga sér stað á Gasasvæðinu. Erlent 30.10.2023 12:04 Grænlendingar skipta um tímabelti Ríkisstjórnin á Grænlandi tilkynnti fyrir helgi að frá og með laugardeginum síðastliðnum tilheyrir Grænland nýju tímabelti. Erlent 30.10.2023 10:24 Fimm látnir eftir að vinnupallar hrundu í Hamborg Fimm iðnaðarmenn létust og einhverra er enn saknað eftir að vinnupallar hrundu á einu af stærstu iðnaðarsvæðum Hamborgar í Þýskalandi í morgun. Erlent 30.10.2023 10:05 Svæðinu umhverfis skakka turninn í Bologna lokað Borgaryfirvöld í Bologna á Ítalíu hafa ákveðið að loka torginu umhverfis Garisenda-turninn í nokkur ár, þar sem áhyggjur eru uppi af því hversu mikið turninn hallar. Erlent 30.10.2023 08:46 Íran hótar að grípa til aðgerða Ebrahim Raisi, forseti Írans, segir Ísrael hafa farið „yfir rauðu línuna“ sem “gæti neytt alla til að grípa til aðgerða.“ Þetta segir hann í færslu sinni á samfélagsmiðlinum X, sem hét áður Twitter, snemma í morgun. Erlent 30.10.2023 08:28 Portúgölsk lögregluyfirvöld biðja foreldra Madeleine afsökunar Sendinefnd háttsettra lögreglufulltrúa frá Portúgal ferðaðist til Bretlands fyrr á þessu ári til að biðja Kate og Gerry McCann, foreldra Madeleine McCann, afsökunar á því hvernig rannsóknin á hvarfi dóttur þeirra fór fram og hvernig komið var fram við fjölskylduna. Erlent 30.10.2023 07:59 Gerðu árásir á 600 skotmörk á síðustu 24 klukkustundum Ísraelsher segist hafa gert árásir á um 600 skotmörk á síðustu 24 klukkustundum, meðal annars í nágrenni við Al-Azhar háskólanum sem stendur nærri miðborg Gasa borgar. Erlent 30.10.2023 06:48 Hundruð réðust inn á flugvöll í Rússlandi í leit að Ísraelum Hópur fólks í héraðinu Dagestan í Rússlandi réðst inn á flugvöll í leit að ísraelskum flóttamönnum. Flugvél frá Tel Aviv, höfuðborg Ísraels, lenti á flugvellinum í kvöld. Erlent 29.10.2023 23:31 Ísraelar hafi farið yfir línuna Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs skýtur föstum skotum á Ísraela og segir þá hafa gengið of langt. Hann kveðst átta sig á sjálfsvarnarrétti ríkja en telur aðgerðir ekki samræmast meðalhófi. Ísraelar vísa ummælunum á bug. Erlent 29.10.2023 19:01 Fimmtán skotnir í hrekkjavökupartíi Að minnsta kosti fimmtán voru skotnir í hrekkjavökupartíi í borginni Chicago í Bandaríkjunum í nótt. Tveir særðust alvarlega. Árásarmaðurinn reyndi að flýja á tveimur jafnfljótum en var handtekinn skammt frá vettvangi. Erlent 29.10.2023 18:24 Flóttamannastraumur vekur harðar deilur Um 10.000 flóttamenn hafa komið til Kanaríeyja í þessum mánuði og hefur straumur þeirra sjaldan verið eins mikill. Stjórnvöld ráðgera að dreifa fólkinu um Spán við mikla andstöðu hægri flokkanna sem fyrir vikið eru sakaðir um lóðbeint kynþáttahatur. Erlent 29.10.2023 17:01 Bezos sýndi nýtt tunglfar Blue Origin, geimferðafyrirtæki auðjöfursins Jeff Bezos, sýndi á dögunum hvernig nýtt tunglfar fyrirtækisins á að líta út. Geimfar þetta á að geta borið þrjú tonn af farmi til tunglsins og lent þar. Erlent 29.10.2023 14:36 « ‹ 111 112 113 114 115 116 117 118 119 … 334 ›
Umferð um Panamaskurðinn takmörkuð vegna fordæmalauss þurrks Yfirvöld í Panama hafa tilkynnt að minnka þurfi umferð í gegnum Panamaskurðinn vegna mesta þurrks á svæðinu frá því að mælingar hófust árið 1950. Veðurbrigðið El niño er talið hafa spilað inn í samkvæmt yfirvöldum þar í landi. Erlent 1.11.2023 11:33
Hótar að draga Grænland úr Norðurlandaráði Forsætisráðherra Grænlands, Múte B. Egede, hótaði í ræðu sinni á Norðurlandaráði í gær að draga Grænland úr ráðinu. Hann hélt því fram að tækifæri sjálfstæðra landa og heimastjórnarlanda séu ekki jöfn og að samskipti fari ekki fram á jöfnum grundvelli. Erlent 1.11.2023 10:28
Landamærin opnuð og erlendum ríkisborgurum hleypt út Landamærin í Rafha, sem skilja að Egyptaland og Gasa, hafa verið opnuð tímabundið í fyrsta sinn í þrjár vikur. Egyptar hafa samþykkt að hleypa erlendum ríkisborgurum yfir landamærin og hafa sagst munu taka við um 80 afar særðum Palestínumönnum. Erlent 1.11.2023 10:07
Vill að unga fólkið vinni 70 klukkustundir á viku fyrir landið sitt Umræður fara nú fram á Indlandi um lengd vinnuvikunnar eftir að milljarðamæringurinn NR Narayana Murthy, tengdafaðir forsætisráðherra Bretlands, sagði að ungt fólk ætti að vera reiðubúið til að vinna 70 tíma til að leggja sitt af mörkum fyrir landið sitt. Erlent 1.11.2023 08:46
Heita því að berjast gegn hatri og hefja rannsókn á skemmdarverkum Yfirvöld í Frakklandi hafa hafið rannsókn á Davíðsstjörnum sem hafa verið að birtast á byggingum í París síðustu daga. Talið er að um hatursherferð gegn gyðingum sé að ræða, sem tengist átökum Ísraela og Hamas á Gasa. Erlent 1.11.2023 08:08
Árásin á Jabalia-flóttamannabúðirnar vekur mikla reiði Stjórnvöld í Egyptalandi, Pakistan og Sádi Arabíu eru meðal þeirra sem hafa fordæmt árásir Ísraela á Jabalia-flóttamannabúðirnar, fjölmennustu flóttamannabúðir Gasa. Erlent 1.11.2023 06:53
Hrópaði „þið munuð öll deyja“ og var skotin átta sinnum Lögreglumenn í París skutu konu klædda hijab svo hún hlaut lífshættulega áverka eftir að hún hrópaði orðin „Allahu Akbar“ eða „Guð er máttugastur“ og „þið munuð öll deyja“ í lestarstöð í borginni í morgun. Erlent 31.10.2023 22:22
Sex danskir lögregluþjónar handteknir vegna fíkniefnamáls Sex lögregluþjónar hjá lögreglunni í Kaupmannahöfn voru handteknir í dag. Þeir eru grunaðir um þjófnaðar- og fíkniefnabrot í opinberu starfi í félagi hver við annan. Erlent 31.10.2023 21:25
Egyptar hyggjast opna landamærin fyrir særða Palestínumenn Egyptar hyggjast opna fyrir landamæri Egyptalands og Gasastrandarinnar á morgun til þess að hægt verði að flytja Palestínumenn sem særst hafa í árásum Ísraela til aðhlynningar í Egyptalandi. Erlent 31.10.2023 20:43
Ísraelsher gengst við árásinni á flóttamannabúðirnar Ísraelsher hefur gengist við loftárásunum á flóttamannabúðirnar Jabaliya í norðurhluta Gasastrandarinnar í dag. Minnst fimmtíu manns eru sagðir hafa látist í árásinni. Erlent 31.10.2023 19:12
Segja tugi fallna eftir árásir á flóttamannabúðir Tugir fólks er sagt hafa fallið í loftárásum Ísraela á flóttamannabúðirnar Jabaliya í norðurhluta Gasastrandarinnar. Ísraelski herinn hefur gert innrás á svæðið og segir um átta hundruð þúsund manns hafa flúið til suðurs. Erlent 31.10.2023 16:06
„Hvert land verður að bera ábyrgð á atkvæði sínu“ Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, segir aldrei hafa komið til greina að sitja hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun Jórdaníu um vopnahlé á Gasa á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Hann segir hverja Norðurlandaþjóð verða að taka ákvörðun fyrir sig. Þjóðirnar séu þegar á heildina er litið sammála. Erlent 31.10.2023 15:05
Trump klikkar meira og gæti misst eitt sitt besta vopn Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, og stuðningsmenn hans gera iðulega grín að háum aldri Joe Biden, núverandi forseta og forsetaframbjóðanda. Trump er þó einungis þremur árum yngri en Biden og gerir sjálfur reglulega mistök. Erlent 31.10.2023 14:30
Fundu beinflís úr höfuðkúpu Shani Móðir ungrar konu sem talið var að væri gísl Hamas-samtakanna hefur verið tilkynnt af yfirvöldum í Ísrael að hún sé látin. Talið var að Shani Louk væri ein af gíslum Hamas á Gasaströndinni en beinflís úr höfuðkúpu hennar hefur fundist. Móðir Shani staðfesti í gær að dóttir hennar væri látin. Erlent 31.10.2023 11:32
Skotárás og gíslataka í Japan Skotárás var gerð í morgun í japönsku borginni Toda í miðhluta landsins. Maður á fimmtugsaldri hóf skothríð inni á spítala í borginni. Erlent 31.10.2023 07:37
„Nú er tíminn fyrir stríð“ Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur hafnað áköllum eftir vopnahléi á Gasa og segir frelsun eins af gíslunum sem Hamas tóku 7. október síðastliðinn sem sönnun þess að hægt sé að uppræta Hamas og endurheimta þá sem voru teknir. Erlent 31.10.2023 06:33
Fatlaður maður þurfti að skríða út úr flugvélinni Maður sem notar hjólastól þurfti að toga sig áfram á höndunum út úr flugvél Air Canada þar sem flugfélagið útvegaði honum ekki hjólastól. Hann var á leið til Las Vegas ásamt konu sinni til að fagna brúðkaupsafmæli. Hjónin héldu að flugþjónar væru að grínast. Erlent 30.10.2023 21:57
Vilja öryggissveitir á vegum Sameinuðu þjóðanna á Gasa Stjórnvöld í Suður-Afríku hafa kallað eftir því að Sameinuðu þjóðirnar sendi öryggissveitir til Gasa til að vernda almenna borgara. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem stjórnað er af Hamas, segja 8.306 látna í árásum Ísraelshers. Erlent 30.10.2023 12:19
Vara við niðurrifi samfélagsins Sameinuðu þjóðirnar vöruðu í gær við ummerkjum um að niðurrif samfélagsins sé að eiga sér stað á Gasasvæðinu. Erlent 30.10.2023 12:04
Grænlendingar skipta um tímabelti Ríkisstjórnin á Grænlandi tilkynnti fyrir helgi að frá og með laugardeginum síðastliðnum tilheyrir Grænland nýju tímabelti. Erlent 30.10.2023 10:24
Fimm látnir eftir að vinnupallar hrundu í Hamborg Fimm iðnaðarmenn létust og einhverra er enn saknað eftir að vinnupallar hrundu á einu af stærstu iðnaðarsvæðum Hamborgar í Þýskalandi í morgun. Erlent 30.10.2023 10:05
Svæðinu umhverfis skakka turninn í Bologna lokað Borgaryfirvöld í Bologna á Ítalíu hafa ákveðið að loka torginu umhverfis Garisenda-turninn í nokkur ár, þar sem áhyggjur eru uppi af því hversu mikið turninn hallar. Erlent 30.10.2023 08:46
Íran hótar að grípa til aðgerða Ebrahim Raisi, forseti Írans, segir Ísrael hafa farið „yfir rauðu línuna“ sem “gæti neytt alla til að grípa til aðgerða.“ Þetta segir hann í færslu sinni á samfélagsmiðlinum X, sem hét áður Twitter, snemma í morgun. Erlent 30.10.2023 08:28
Portúgölsk lögregluyfirvöld biðja foreldra Madeleine afsökunar Sendinefnd háttsettra lögreglufulltrúa frá Portúgal ferðaðist til Bretlands fyrr á þessu ári til að biðja Kate og Gerry McCann, foreldra Madeleine McCann, afsökunar á því hvernig rannsóknin á hvarfi dóttur þeirra fór fram og hvernig komið var fram við fjölskylduna. Erlent 30.10.2023 07:59
Gerðu árásir á 600 skotmörk á síðustu 24 klukkustundum Ísraelsher segist hafa gert árásir á um 600 skotmörk á síðustu 24 klukkustundum, meðal annars í nágrenni við Al-Azhar háskólanum sem stendur nærri miðborg Gasa borgar. Erlent 30.10.2023 06:48
Hundruð réðust inn á flugvöll í Rússlandi í leit að Ísraelum Hópur fólks í héraðinu Dagestan í Rússlandi réðst inn á flugvöll í leit að ísraelskum flóttamönnum. Flugvél frá Tel Aviv, höfuðborg Ísraels, lenti á flugvellinum í kvöld. Erlent 29.10.2023 23:31
Ísraelar hafi farið yfir línuna Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs skýtur föstum skotum á Ísraela og segir þá hafa gengið of langt. Hann kveðst átta sig á sjálfsvarnarrétti ríkja en telur aðgerðir ekki samræmast meðalhófi. Ísraelar vísa ummælunum á bug. Erlent 29.10.2023 19:01
Fimmtán skotnir í hrekkjavökupartíi Að minnsta kosti fimmtán voru skotnir í hrekkjavökupartíi í borginni Chicago í Bandaríkjunum í nótt. Tveir særðust alvarlega. Árásarmaðurinn reyndi að flýja á tveimur jafnfljótum en var handtekinn skammt frá vettvangi. Erlent 29.10.2023 18:24
Flóttamannastraumur vekur harðar deilur Um 10.000 flóttamenn hafa komið til Kanaríeyja í þessum mánuði og hefur straumur þeirra sjaldan verið eins mikill. Stjórnvöld ráðgera að dreifa fólkinu um Spán við mikla andstöðu hægri flokkanna sem fyrir vikið eru sakaðir um lóðbeint kynþáttahatur. Erlent 29.10.2023 17:01
Bezos sýndi nýtt tunglfar Blue Origin, geimferðafyrirtæki auðjöfursins Jeff Bezos, sýndi á dögunum hvernig nýtt tunglfar fyrirtækisins á að líta út. Geimfar þetta á að geta borið þrjú tonn af farmi til tunglsins og lent þar. Erlent 29.10.2023 14:36