Erlent

Á­kæra fjölda fólks vegna ó­eirðanna í Dyflinni

Að minnsta kosti 24 hafa verið færðir fyrir dómara í Dyflinni á Írlandi og ákærðir vegna óeirða sem áttu sér stað í borginni aðfaranótt föstudags. Þrír voru ákærðir fyrir vopnaburð og fjórir fyrir þjófnað, svo eitthvað sé nefnt.

Erlent

Stærsta drónaárásin hingað til

Rússar gerðu í nótt umfangsmestu drónaárásina sem gerð hefur verið á Kænugarð. 75 sjálfsprengidrónum var flogið að höfuðborg Úkraínu en flugher landsins segir 74 þeirra hafa verið skotna niður. Langflestir voru skotnir niður yfir borginni eða úthverfum hennar.

Erlent

Derek Chauvin stunginn í fangelsi

Derek Chauvin, fyrrverandi lögregluþjónn sem dæmdur var fyrir morðið á George Floyd, er sagður í alvarlegu ástandi eftir að hann var stunginn í fangelsi í gær. Árásin var gerð í fangelsi í Tucson í Arisóna, þar sem Chauvin afplánar 21 árs dóm fyrir að svipta Floyd réttindum sínum.

Erlent

Fagnaðar­læti á Vestur­bakkanum

Mikil fagnaðarlæti brutust út á Vesturbakkanum í gærkvöldi þegar 39 konum og börnum var sleppt úr ísraelskum fangelsum. Það var gert í skiptum fyrir þrettán konur og börn sem vígamenn Hamas og Íslamsks jíhads héldu í gíslingu á Gasaströndinni.

Erlent

Á­sökunum gegn frægum rigndi inn á lokametrunum

Undanfarna daga hefur fjöldi frægra Bandaríkjamanna verið sakaðir um fyrir kynferðisbrot. Í gær var greint frá slíkum ásökunum á hendur borgarstjóra New York-borgar Eric Adams, og í dag er greint frá meintum brotum rapparans Sean „Diddy“ Combs.

Erlent

Búið að sleppa tuttugu og fjórum gíslum

Hamas-liðar hafa sleppt fyrstu gíslunum úr haldi í fangaskiptum á Gasaströndinni. Um er að ræða tíu Taílendinga, einn Filippseying og þrettán Ísraela sem sleppt var í skiptum fyrir 39 Palestínumenn í haldi Ísraela. Vopnahléið sem hófst í morgun hefur að mestu haldið og neyðarbirgðir berast íbúa Gasastrandarinnar.

Erlent

Kanadísk „ofursvín“ ógna Banda­ríkjunum

Íbúar nokkurra ríkja í norðanverðum Bandaríkjunum óttast innrás kanadískra „ofursvína“ og eru að grípa til aðgerða gegn þeim. Stofn svínanna hefur stækkað gífurlega í Kanada og óttast sérfræðingar þar að svínin muni valda hamförum á lífríkinu þar.

Erlent

Bær rýmdur eftir enn eitt lestarslysið

Íbúum lítils þorps í Rockcastle-sýslu í Kentucky í Bandaríkjunum hefur verið leyft að snúa aftur til síns heima, eftir að bæirnir voru rýmdir í kjölfar lestarslyss. Minnst sextán lestarvagnar fóru af sporinu nærri Livingston og var þorpið rýmt í kjölfarið.

Erlent

Miklar ó­eirðir í Dublin

Miklar óeirðir hafa verið a götum miðborgar Dublin í kvöld í kjölfar stunguárásar við grunnskóla þar sem að þrjú ung börn særðust.

Erlent

Ó­trú­leg björgun af brennandi þaki

Myndskeið sýnir ótrúlega björgun manns af brennandi húsþaki í Reading á Englandi í dag. Viðbragðsaðilar slökuðu búri til mannsins með krana og hífðu hann svo á brott.

Erlent

Saka Ind­verja um bana­til­ræði í Banda­ríkjunum

Yfirvöld í Bandaríkjunum eru sögð hafa stöðvað banatilræði gegn síka-aðgerðasinna í Bandaríkjunum. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa rætt við ráðamenn í Indlandi um að þeir síðarnefndu hafi komið að tilræðinu. Stutt er síðan ríkisstjórn Kanada sakaði Indverja um að hafa komið að morði á leiðtoga aðskilnaðarsinna síka þar í landi.

Erlent

Hélt fyrst að bíllinn væri flug­vél

Sprenging varð á landamærum Bandaríkjanna og Kanada við Niagarafossa í gærkvöldi. Það gerðist þegar bíll sem ekið var á miklum hraða að landamærunum, Bandaríkjamegin, tókst á loft og sprakk. Hjón létu lífið og einn landamæravörður slasaðist en enn liggur ekki fyrir af hverju bílnum var ekið á svo miklum hraða.

Erlent

Útgönguspár: Geert Wilders sigur­vegari í Hollandi

Frelsisflokkur Geert Wilders er með flest þingsæti eftir þingkosningar í Hollandi í dag miðað við útgönguspár. Flokkurinn er lengst til hægri á pólitísku litrófi hollenskra stjórnmálaflokka og hefur Geert löngum barist gegn „íslamsvæðingu“ landsins.

Erlent

Dæmdur fyrir að af­höfða mann með flug­vél

Franskur flugmaður hefur verið sakfelldur fyrir að afhöfða fallhlífarstökkvara með flugvélarvæng árið 2018. Flugmaðurinn flaug á fallhlífarstökkvarann, sem hafði skömmu áður stokkið úr þessari sömu flugvél, í um fjögur þúsund metra hæð.

Erlent

Fá fyrsta nýja for­sætis­ráð­herrann í þrettán ár

Hollendingar velja sér í dag nýja þingmenn og í kjölfarið tekur nýr forsætisráðherra við völdum í fyrsta sinn í þrettán ár. Alls berjast 1.128 frambjóðendur fyrir 26 stjórnmálaflokka keppast um 150 sæti í neðri deild hollenska þingsins.

Erlent