Erlent

Trump skorar Biden á hólm í kapp­ræðum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Trump hefur margoft haldið því fram að Biden sé orðinn of gamall og gleyminn til að geta mætt sér í kappræðum.
Trump hefur margoft haldið því fram að Biden sé orðinn of gamall og gleyminn til að geta mætt sér í kappræðum. AP Photo

Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi frambjóðandi hefur skorað á Joe Biden sitjandi forseta í kappræður í sjónvarpi.

Þeir tveir eru langlíklegastir til að verða í framboði fyrir flokkana tvo Repúblikana og Demókrata í kosningunum í nóvember. Trump, sem neitaði að taka þátt í kappræðum þeirra sem buðu sig einnig fram fyrir Repúblikana segist nú vilja hitta Biden í slíkum kappræðum, hvar og hvenær sem er.

Biden hefur ekki tjáð sig um áskorunina en talsmenn kosningabaráttu hans segja að Trump þyrsti einfaldlega í athygli og tækifæri til að reyna að auka vinsældir sínar. Auk þess væri ekki tímabært að ræða slíka mál.

Trump skoraði á Biden skömmu eftir að Nikki Haley mótframbjóðandi hans væri hætt í keppninni um útnefningu og nú getur fátt komið í veg fyrir að Trump verði útnefndur. Trump sem er 77 ára gamall hefur margoft sagt að Biden, sem er orðinn 81, sé of gamall og gleyminn og því muni hann ekki vilja mæta Trump í kappræðum.


Tengdar fréttir

Haley hættir við

Nikki Haley, fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Karólínu og fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, ætlar að hætta við forsetaframboð sitt. Henni hefur ekki gengið vel í forvali Repúblikanaflokksins gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta.

Ríkjum ekki heimilt að útiloka Trump

Hæstiréttur Bandaríkjanna segir einstök ríki ekki geta meinað Donald Trump, fyrrverandi forseta og núverandi forsetaframbjóðanda, að vera á kjörseðlum þar á grundvelli fjórtánda ákvæðis stjórnarskrár ríkisins. Ákvörðunin mun hafa áhrif í Colorado, Maine og Illinois, þar sem Trump hafði verið bannað að bjóða sig fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×