Stal gögnum frá Google og varð forstjóri í Kína Samúel Karl Ólason skrifar 7. mars 2024 10:40 Google hefur lengi unnið að þróun gervigreindar. AP/Eric Risberg Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í gær að fyrrverandi starfsmaður Google hefði verið ákærður fyrir að stela iðnaðarleyndarmálum um þróun gervigreindar frá fyrirtækinu. Það er hann sagður hafa gert fyrir hönd tveggja fyrirtækja í Kína. Maðurinn, sem heitir Linwei Ding, er 38 ára gamall og kínverskur ríkisborgari, var handtekinn í Kaliforníu á dögunum á kærður í fjórum liðum. Hann stendur frammi fyrir allt að fjörutíu ára fangelsisvist, verði hann sakfelldur. Hann er sagður hafa stolið fleiri en fimm hundruð leynilegum skjölum úr tölvukerfi Google. Þau sneru að miklu leyti að þróun ofurtölva Google, sem starfsmenn fyrirtækisins nota til að hýsa og þjálfa gervigreind og mállíkan hennar. Skjölin sneru bæði að hugbúnaði og tæknibúnaði sem þarf til að gera slíkar ofurtölvur. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa á undanförnum árum ítrekað varað við njósnastarfsemi Kína í Bandaríkjunum og því að hún beinist að miklu leyti gegn Bandarískum fyrirtækjum, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Sjá einnig: Sjóliðar seldu leynilegar upplýsingar til Kína Nýlega láku gögn frá kínversku fyrirtæki á netið, sem varpa ljósi á það hvernig yfirvöld í Kína nota einkafyrirtæki til tölvuárása og þjófnaðar á ýmsum leyndarmálum. Í yfirlýsingu sem birt var á vef ráðuneytisins er haft eftir Christopher Wray, yfirmanni Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) að ákærurnar endurspegli það hve langt kínverskir aðilar séu tilbúnir til að ganga til að stela iðnaðarleyndarmálum í Bandaríkjunum. Hann segir þjófnað af þessu tagi geta kostað störf og haft gífurlega slæmar afleiðingar fyrir bæði bandaríska hagkerfi og fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Vann hjá Google og tveimur fyrirtækjum í Kína Ding var ráðinn af Google árið 2019 og hafði hann aðgang að áðurnefndum skjölum. Hann er sagður hafa byrjað að stela skjölum fyrir um tveimur árum síðan en einungis nokkrum vikum eftir að hann stal skjölunum var honum boðið starf sem yfirmaður hjá nýju gervigreindarfyrirtæki í Kína. Þá kom hann einnig að stofnun annars fyrirtækis sem vinnur að þróun „umfangsmikilla mállíkanna fyrir gervigreind sem keyrð eru með ofurtölvum“. Sjá einnig: Segja Kínverja hafa hreiðrað um sig innan mikilvægra innviða Hann sagði yfirmönnum Google ekki frá nýju störfunum en hann hætti ekki hjá Google fyrr en í lok desember. Þremur dögum eftir það komust yfirmenn hans að því að hann hefði verið í Kína á fjárfestaráðstefnu og þar hefði hann verið kynntur sem forstjóri gervigreindarfyrirtækis. Þá kom í ljós að annar starfsmaður Google hefði skráð Ding til vinnu í Bandaríkjunum, þegar hann var í rauninni í Kína. Við rannsókn kom stuldur Ding á skjölunum í ljós. Bandaríkin Kína Tækni Gervigreind Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Maðurinn, sem heitir Linwei Ding, er 38 ára gamall og kínverskur ríkisborgari, var handtekinn í Kaliforníu á dögunum á kærður í fjórum liðum. Hann stendur frammi fyrir allt að fjörutíu ára fangelsisvist, verði hann sakfelldur. Hann er sagður hafa stolið fleiri en fimm hundruð leynilegum skjölum úr tölvukerfi Google. Þau sneru að miklu leyti að þróun ofurtölva Google, sem starfsmenn fyrirtækisins nota til að hýsa og þjálfa gervigreind og mállíkan hennar. Skjölin sneru bæði að hugbúnaði og tæknibúnaði sem þarf til að gera slíkar ofurtölvur. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa á undanförnum árum ítrekað varað við njósnastarfsemi Kína í Bandaríkjunum og því að hún beinist að miklu leyti gegn Bandarískum fyrirtækjum, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Sjá einnig: Sjóliðar seldu leynilegar upplýsingar til Kína Nýlega láku gögn frá kínversku fyrirtæki á netið, sem varpa ljósi á það hvernig yfirvöld í Kína nota einkafyrirtæki til tölvuárása og þjófnaðar á ýmsum leyndarmálum. Í yfirlýsingu sem birt var á vef ráðuneytisins er haft eftir Christopher Wray, yfirmanni Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) að ákærurnar endurspegli það hve langt kínverskir aðilar séu tilbúnir til að ganga til að stela iðnaðarleyndarmálum í Bandaríkjunum. Hann segir þjófnað af þessu tagi geta kostað störf og haft gífurlega slæmar afleiðingar fyrir bæði bandaríska hagkerfi og fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Vann hjá Google og tveimur fyrirtækjum í Kína Ding var ráðinn af Google árið 2019 og hafði hann aðgang að áðurnefndum skjölum. Hann er sagður hafa byrjað að stela skjölum fyrir um tveimur árum síðan en einungis nokkrum vikum eftir að hann stal skjölunum var honum boðið starf sem yfirmaður hjá nýju gervigreindarfyrirtæki í Kína. Þá kom hann einnig að stofnun annars fyrirtækis sem vinnur að þróun „umfangsmikilla mállíkanna fyrir gervigreind sem keyrð eru með ofurtölvum“. Sjá einnig: Segja Kínverja hafa hreiðrað um sig innan mikilvægra innviða Hann sagði yfirmönnum Google ekki frá nýju störfunum en hann hætti ekki hjá Google fyrr en í lok desember. Þremur dögum eftir það komust yfirmenn hans að því að hann hefði verið í Kína á fjárfestaráðstefnu og þar hefði hann verið kynntur sem forstjóri gervigreindarfyrirtækis. Þá kom í ljós að annar starfsmaður Google hefði skráð Ding til vinnu í Bandaríkjunum, þegar hann var í rauninni í Kína. Við rannsókn kom stuldur Ding á skjölunum í ljós.
Bandaríkin Kína Tækni Gervigreind Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira