Fótbolti

Madueke bjargaði jólunum fyrir Chelsea

Lundúnaliðin Chelsea og Crystal Palace mættust á Stamford Bridge í kvöld en gestirnir í Palace höfðu ekki unnið í sjö deildarleikjum í röð og fögnuðu síðast sigri í ensku úrvalsdeildinni 4. nóvember síðastliðinn. Það varð engin breyting á því í kvöld.

Enski boltinn

Há­punktur fót­bolta­jólanna

Jólin eru tími samveru, ljóss og friðar. Margir líta á daginn í dag sem síðasta eiginlega daginn í jólafríinu, Fyrir öðrum er um að ræða hápunkt jólanna. Enski boltinn rúllaði í allan dag, meðal annars á sportbarnum Ölveri.

Fótbolti

Jóhann Berg klúðraði dauða­færi til að jafna gegn Liverpool

Jóhann Berg Guðmundsson klúðraði dauðafæri og mistókst að jafna fyrir Burnley gegn Liverpool í stöðunni 0-1. Diogo Jota skoraði svo í sínum fyrsta leik í rúman mánuð og lokatölur urðu að endingu 0-2. Liverpool kom boltanum þrívegis í netið en eitt markið var dæmt ógilt af VAR dómara leiksins. 

Enski boltinn

Fyrsti svarti dómarinn í fimm­tán ár

Sam Allison varð í dag fyrsti svarti maðurinn til að dæma leik í ensku úrvalsdeildinni síðan 2008, eða allt frá því að Uriah Rennie hætti störfum. Sam var á flautunni í 3-2 sigri Luton gegn Sheffield United. 

Enski boltinn

Tvö sjálfsmörk skoruð í nýliðaslagnum

Einn dramatískasti leikur tímabilsins fór fram milli nýliða ensku úrvalsdeildarinnar, Sheffield United og Luton Town. Allt stefndi í endurkomusigur Sheffield manna en þeir settu boltann óvart í eigið net, tvisvar á skömmum tíma, og gáfu Luton 2-3 sigur. 

Enski boltinn

Gerrard biður um fleiri leik­menn

Steven Gerrard, þjálfari Al-Ettifaq, sagði í viðtali í gær að félagið hans þurfi að sýna metnað í janúaglugganum og í sumar ætli liðið sér stóra hluti.

Fótbolti