Markmaðurinn tryggði liðinu stig með marki frá eigin vallarhelmingi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. apríl 2024 16:32 Gabriel Kobylak skoraði ótrúlegt mark til að tryggja liði sínu stig í pólsku deildinni í gær. Vísir/Getty Gabriel Kobylak, markvörður pólska liðsins Radomiak Radom, reyndist hetja liðsins er hann skoraði ótrúlegt mark frá eigin vallarhelmingi gegn Puszcza í pólsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Það að Puszcza og Radomiak Radom geri 1-1 jafntefli í pólsku deildinni í knattspyrnu ratar alla jafna ekki í íslenska fjölmiðla. Hins vegar fá úrslit gærdagsins að fljóta með, einfaldlega vegna þess að gestirnir tryggðu sér stig á ótrúlegan hátt. Gestirnir í Radomiak Radom lentu í kröppum dansi snemma leiks þegar heimamenn tóku forystuna strax á fjórðu mínútu leiksins. Ekki batnaði útlitið á 63. mínútu þegar Radomiak Radom missti mann af velli með beint rautt spjald og gestirnir þurftu því að leika seinusta hálftíma leiksins manni færri. Þrátt fyrir liðsmuninn tókst gestunum að finna jöfnunarmark aðeins þremur mínútum eftir að liðið missti mann af velli. Markið kom heldur betur úr óvæntri átt, en það var markvörðurinn Gabriel Kobylak sem jafnaði metin með skoti nánast frá eigin vítateig. Eins og gefur að skilja fögnuðu liðsfélagar Kobylak markinu vel og innilega og varð niðurstaðan að lokum 1-1 jafntefli, en markið má sjá hér fyrir neðan. 🇵🇱😯 Radomiak Radon's goalkeeper Gabriel Kobylak scored from just outside his own box yesterday! 💫 pic.twitter.com/tNEwhyFvLe— EuroFoot (@eurofootcom) April 2, 2024 Radomiak Radom situr nú í 11. sæti pólsku deildarinnar með 32 stig eftir 26 leiki, sjö stigum meira en Puszcza sem er einu stigi fyrir ofan fallsvæðið. Fótbolti Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar vilja svara fyrir tapið síðast Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Sjá meira
Það að Puszcza og Radomiak Radom geri 1-1 jafntefli í pólsku deildinni í knattspyrnu ratar alla jafna ekki í íslenska fjölmiðla. Hins vegar fá úrslit gærdagsins að fljóta með, einfaldlega vegna þess að gestirnir tryggðu sér stig á ótrúlegan hátt. Gestirnir í Radomiak Radom lentu í kröppum dansi snemma leiks þegar heimamenn tóku forystuna strax á fjórðu mínútu leiksins. Ekki batnaði útlitið á 63. mínútu þegar Radomiak Radom missti mann af velli með beint rautt spjald og gestirnir þurftu því að leika seinusta hálftíma leiksins manni færri. Þrátt fyrir liðsmuninn tókst gestunum að finna jöfnunarmark aðeins þremur mínútum eftir að liðið missti mann af velli. Markið kom heldur betur úr óvæntri átt, en það var markvörðurinn Gabriel Kobylak sem jafnaði metin með skoti nánast frá eigin vítateig. Eins og gefur að skilja fögnuðu liðsfélagar Kobylak markinu vel og innilega og varð niðurstaðan að lokum 1-1 jafntefli, en markið má sjá hér fyrir neðan. 🇵🇱😯 Radomiak Radon's goalkeeper Gabriel Kobylak scored from just outside his own box yesterday! 💫 pic.twitter.com/tNEwhyFvLe— EuroFoot (@eurofootcom) April 2, 2024 Radomiak Radom situr nú í 11. sæti pólsku deildarinnar með 32 stig eftir 26 leiki, sjö stigum meira en Puszcza sem er einu stigi fyrir ofan fallsvæðið.
Fótbolti Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar vilja svara fyrir tapið síðast Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Sjá meira