Fótbolti Foden kom til baka gegn Brentford og Man City nálgast toppinn Englandsmeistarar Manchester City hafa minnkað forskot Liverpool á toppi ensku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu niður í aðeins tvö stig með góðum útisigri á Brentford. Meistararnir hafa átt erfitt uppdráttar gegn lærisveinum Thomas Frank og ekki var útlitið bjart þegar heimamenn komust yfir. Enski boltinn 5.2.2024 22:10 Gott gengi Rómverja ætlar engan endi að taka Roma vann Cagliari 4-0 í eina leik dagsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Þetta var þriðji sigur liðsins í röð en Daniele De Rossi hefur unnið alla þrjá leiki sína síðan hann tók við stjórn liðsins af José Mourinho. Fótbolti 5.2.2024 21:55 Emma Hayes: Skortur á kvenkyns þjálfurum risastórt vandamál Emma Hayes, fráfarandi þjálfari Englandsmeistara Chelsea í knattspyrnu, segir skort á kvenkyns þjálfurum vera risastórt vandamál. Hvetur hún knattspyrnuhreyfinguna til að finna lausnir. Enski boltinn 5.2.2024 21:30 Bayern á toppinn eftir stórsigur Þýskalandsmeistarar Bayern München unnu 4-0 stórsigur á Freiburg og lyftu sér upp á topp úrvalsdeildar kvenna þar í landi. Fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir var að sjálfsögðu á sínum stað í hjarta varnarinnar. Fótbolti 5.2.2024 20:50 Þróttur sækir leikmann sem hefur áður spilað hér á landi Þróttur Reykjavík hefur samið við Caroline Murray um að spila með liðinu í Bestu deild kvenna í knattspyrnu á næstu leiktíð. Hún þekkir ágætlega til á Íslandi eftir að hafa leikið hér á landi sumarið 2017. Íslenski boltinn 5.2.2024 19:15 Lykilmaður Man United frá í átta vikur hið minnsta Miðvörðurinn Lisandro Martínez var loks að ná fullum styrk eftir að hafa verið lengi frá vegna meiðsla á þessari leiktíð. Nú er ljóst að hann verður frá í átta vikur og munar um minna hjá enska knattspyrnufélaginu Manchester United sem hefur átt afleitt tímabil til þessa. Enski boltinn 5.2.2024 18:31 Valur hafnaði tilboði Breiðabliks í Aron Jó Þrátt fyrir miklar breytingar á þjálfarateymi og leikmannahóp þá er Breiðablik stórhuga fyrir komandi tímabil í Bestu deild karla. Liðið bauð í Aron Jóhannsson, leikmann Vals, en tilboðinu var hafnað. Íslenski boltinn 5.2.2024 17:46 Svarar gagnrýninni: „Hvenær má maður þá fagna?“ Norðmaðurinn Martin Ödegaard, fyrirliði Arsenal, þvertekur fyrir að hafa farið yfir strikið í fagnaðarlátum eftir sigurinn á toppliði Liverpool, 3-1, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. Enski boltinn 5.2.2024 17:00 Carragher gagnrýnir fagnaðarlæti Ødegaards: „Drífðu þig bara inn í klefa“ Jamie Carragher, sparkspekingur á Sky Sports, var ekki hrifinn af því hvernig Martin Ødegaard, fyrirliði Arsenal, fagnaði eftir sigurinn á Liverpool, 3-1, í ensku úrvalsdeildinni í gær. Enski boltinn 5.2.2024 16:00 Ekki fúll þó FCK hafi fyrst viljað annan Íslending Rúnar Alex Rúnarsson, landsliðsmarkvörður í fótbolta, er hugsaður sem varamarkvörður hjá FC Kaupmannahöfn, að minnsta kosti fyrstu mánuðina. FCK reyndi líka að fá annan Íslending á undan honum en Alex lætur það ekki trufla sig. Fótbolti 5.2.2024 14:00 Grípa til aðgerða vegna hálfnakins blaðamanns Allt of margir fjölmiðlamenn hafa misst sig á leikjum Afríkukeppninnar í knattspyrnu í ár þar sem fagmennska og virðing fyrir kollegum sínum hefur oft fokið út um gluggann. Fótbolti 5.2.2024 13:31 Mafían á eftir ítölsku goðsögninni Ítalska knattspyrnugoðsögnin Gennaro Gattuso kom sér í vandræði hjá hópi sem enginn vill koma sér í vandræði hjá á Ítalíu. Fótbolti 5.2.2024 12:00 Íslensku stelpurnar fljótar að finna skotskóna hjá Växjö Íslensku knattspyrnukonurnar Bryndís Arna Níelsdóttir og Þórdís Elva Ágústsdóttir byrja atvinnumannaferil sinn vel hjá sænska félaginu Växjö. Fótbolti 5.2.2024 11:31 Íslensku strákarnir spila á Wembley í júní Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Englendingum í vináttulandsleik rétt fyrir Evrópumótið í Þýskalandi í sumar. Fótbolti 5.2.2024 10:42 Van Dijk tekur fulla ábyrgð á skrípamarkinu í gær Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, tók á sig sökina vegna marksins sem Gabriel Martinelli skoraði fyrir Arsenal á móti Liverpool í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Enski boltinn 5.2.2024 10:31 Tíu bestu liðin (1984-2023): KR 1999 | Þetta er KR, það er enginn einn Á aldarafmæli félagsins braut KR loks ísinn og varð Íslandsmeistari í fótbolta karla eftir 31 árs bið. KR-ingar urðu einnig bikarmeistarar í þriðja sinn á sex árum. Guðmundur Benediktsson fór á kostum en koma tveggja Skagamanna gerði gæfumuninn fyrir KR-inga sem náðu toppsætinu snemma móts og létu það ekki af hendi eftir það. Íslenski boltinn 5.2.2024 10:00 Úrslitaleikur HM 2026 verður spilaður í New Jersey Alþjóða knattspyrnusambandið hefur ákveðið það hvar leikirnir verða spilaðir á næsta heimsmeistaramóti karla í fótbolta sem fer fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada sumarið 2026. Fótbolti 5.2.2024 09:00 Jákvæð áhrif Freys bersýnileg: „Hef aldrei séð svona áður“ Trúin á kraftaverki eflist með hverjum leiknum hjá leikmönnum og stuðningsmönnum belgíska úrvalsdeildarfélagsins KV Kortrijk eftir draumabyrjun Freys Alexanderssonar í starfi þjálfara liðsins. Fótbolti 5.2.2024 08:31 „Liverpool var eins og pöbbalið“ Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United og nú sérfræðingur Sky Sports, sparaði ekki yfirlýsingar sínar þegar hann var að lýsa frammistöðu Liverpool í 3-1 tapi á móti Arsenal í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Enski boltinn 5.2.2024 07:00 Baulað á Beckham í fjarveru Messi 40.000 aðdáendur Lionel Messi voru ósáttir við að sjá sinn mann ekki spila í æfingaleik Inter Miami gegn Hong Kong XI, en Messi er að glíma við meiðsli aftan í læri. Fótbolti 5.2.2024 06:31 „Við erum komnir aftur, það er alveg ljóst“ Arsenal vann gríðarlega mikilvægan sigur á Liverpool í toppbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni í dag og opnaði titilbaráttunni upp á gátt en tvö stig skilja nú Liverpool og Arsenal að. Fótbolti 4.2.2024 22:31 Atletico bjargaði stigi í uppbótartíma Real Madrid fékk nágranna sína úr Atletico Madrid í heimsókn í borgarslag á Bernabeu en Atletico var og er tíu stigum á eftir Real í töflunni. Fótbolti 4.2.2024 22:00 Inter marði toppslaginn Tvö efstu lið ítölsku deildarinnar mættust á San Siro en gestirnir úr liði Juventus gátu tekið toppsætið af Inter með sigri. Fyrir leikinn hafði Juve hefur ekki tapað í sautján leikjum en misstu dampinn í kvöld. Fótbolti 4.2.2024 21:46 Valsmenn fóru létt með Fylki í Lengjubikarnum Valsmenn fóru vel af stað í fyrstu umferð Lengjubikarsins í kvöld þegar þeir völtuðu yfir Fylki, 4-0. Fótbolti 4.2.2024 21:02 Arsenal tók Liverpool í kennslustund Arsenal nældi í mikilvæg þrjú stig gegn toppliði Liverpool á Emirates leikvanginum í dag. Fyrir leikinn hafði Liverpool leikið fimmtán leiki í röð án þess að tapa. Enski boltinn 4.2.2024 18:31 Ten Hag: Meiðsli Martinez líta ekki vel út Manchester United fór létt með West Ham á Old Trafford í dag þar sem lokatölur voru 3-0 en meiðsli Lisandro Martinez gætu skyggt aðeins á gleði stuðningsmanna liðsins. Enski boltinn 4.2.2024 17:01 Allt jafnt er Sveindís og Karólína mættust Allt var jafnt er Wolfsburg og Bayer Leverskusen mættust í þýska boltanum í dag en þær Sveindís Jane og Karólína Lea byrjuðu báðar leikinn. Fótbolti 4.2.2024 15:11 Henderson: „Vona að hann hafi verið ánægður“ Jordan Henderson spilaði sinn fyrsta leik fyrir Ajax í gær er liðið gerði 1-1 jafntefli við PSV. Fótbolti 4.2.2024 14:30 Cunha með þrennu á Stamford Bridge Matheus Cunha gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu á Stamford Bridge gegn lánlausu liði Chelsea sem tapaði 4-1 annan leikinn í röð. Enski boltinn 4.2.2024 13:30 Hojlund skoraði þriðja deildarleikinn í röð í sigri Rasmus Hojlund skoraði þriðja deildarleikinn í röð er Manchester United hafði betur gegn West Ham á Old Trafford. Enski boltinn 4.2.2024 13:30 « ‹ 240 241 242 243 244 245 246 247 248 … 334 ›
Foden kom til baka gegn Brentford og Man City nálgast toppinn Englandsmeistarar Manchester City hafa minnkað forskot Liverpool á toppi ensku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu niður í aðeins tvö stig með góðum útisigri á Brentford. Meistararnir hafa átt erfitt uppdráttar gegn lærisveinum Thomas Frank og ekki var útlitið bjart þegar heimamenn komust yfir. Enski boltinn 5.2.2024 22:10
Gott gengi Rómverja ætlar engan endi að taka Roma vann Cagliari 4-0 í eina leik dagsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Þetta var þriðji sigur liðsins í röð en Daniele De Rossi hefur unnið alla þrjá leiki sína síðan hann tók við stjórn liðsins af José Mourinho. Fótbolti 5.2.2024 21:55
Emma Hayes: Skortur á kvenkyns þjálfurum risastórt vandamál Emma Hayes, fráfarandi þjálfari Englandsmeistara Chelsea í knattspyrnu, segir skort á kvenkyns þjálfurum vera risastórt vandamál. Hvetur hún knattspyrnuhreyfinguna til að finna lausnir. Enski boltinn 5.2.2024 21:30
Bayern á toppinn eftir stórsigur Þýskalandsmeistarar Bayern München unnu 4-0 stórsigur á Freiburg og lyftu sér upp á topp úrvalsdeildar kvenna þar í landi. Fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir var að sjálfsögðu á sínum stað í hjarta varnarinnar. Fótbolti 5.2.2024 20:50
Þróttur sækir leikmann sem hefur áður spilað hér á landi Þróttur Reykjavík hefur samið við Caroline Murray um að spila með liðinu í Bestu deild kvenna í knattspyrnu á næstu leiktíð. Hún þekkir ágætlega til á Íslandi eftir að hafa leikið hér á landi sumarið 2017. Íslenski boltinn 5.2.2024 19:15
Lykilmaður Man United frá í átta vikur hið minnsta Miðvörðurinn Lisandro Martínez var loks að ná fullum styrk eftir að hafa verið lengi frá vegna meiðsla á þessari leiktíð. Nú er ljóst að hann verður frá í átta vikur og munar um minna hjá enska knattspyrnufélaginu Manchester United sem hefur átt afleitt tímabil til þessa. Enski boltinn 5.2.2024 18:31
Valur hafnaði tilboði Breiðabliks í Aron Jó Þrátt fyrir miklar breytingar á þjálfarateymi og leikmannahóp þá er Breiðablik stórhuga fyrir komandi tímabil í Bestu deild karla. Liðið bauð í Aron Jóhannsson, leikmann Vals, en tilboðinu var hafnað. Íslenski boltinn 5.2.2024 17:46
Svarar gagnrýninni: „Hvenær má maður þá fagna?“ Norðmaðurinn Martin Ödegaard, fyrirliði Arsenal, þvertekur fyrir að hafa farið yfir strikið í fagnaðarlátum eftir sigurinn á toppliði Liverpool, 3-1, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. Enski boltinn 5.2.2024 17:00
Carragher gagnrýnir fagnaðarlæti Ødegaards: „Drífðu þig bara inn í klefa“ Jamie Carragher, sparkspekingur á Sky Sports, var ekki hrifinn af því hvernig Martin Ødegaard, fyrirliði Arsenal, fagnaði eftir sigurinn á Liverpool, 3-1, í ensku úrvalsdeildinni í gær. Enski boltinn 5.2.2024 16:00
Ekki fúll þó FCK hafi fyrst viljað annan Íslending Rúnar Alex Rúnarsson, landsliðsmarkvörður í fótbolta, er hugsaður sem varamarkvörður hjá FC Kaupmannahöfn, að minnsta kosti fyrstu mánuðina. FCK reyndi líka að fá annan Íslending á undan honum en Alex lætur það ekki trufla sig. Fótbolti 5.2.2024 14:00
Grípa til aðgerða vegna hálfnakins blaðamanns Allt of margir fjölmiðlamenn hafa misst sig á leikjum Afríkukeppninnar í knattspyrnu í ár þar sem fagmennska og virðing fyrir kollegum sínum hefur oft fokið út um gluggann. Fótbolti 5.2.2024 13:31
Mafían á eftir ítölsku goðsögninni Ítalska knattspyrnugoðsögnin Gennaro Gattuso kom sér í vandræði hjá hópi sem enginn vill koma sér í vandræði hjá á Ítalíu. Fótbolti 5.2.2024 12:00
Íslensku stelpurnar fljótar að finna skotskóna hjá Växjö Íslensku knattspyrnukonurnar Bryndís Arna Níelsdóttir og Þórdís Elva Ágústsdóttir byrja atvinnumannaferil sinn vel hjá sænska félaginu Växjö. Fótbolti 5.2.2024 11:31
Íslensku strákarnir spila á Wembley í júní Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Englendingum í vináttulandsleik rétt fyrir Evrópumótið í Þýskalandi í sumar. Fótbolti 5.2.2024 10:42
Van Dijk tekur fulla ábyrgð á skrípamarkinu í gær Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, tók á sig sökina vegna marksins sem Gabriel Martinelli skoraði fyrir Arsenal á móti Liverpool í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Enski boltinn 5.2.2024 10:31
Tíu bestu liðin (1984-2023): KR 1999 | Þetta er KR, það er enginn einn Á aldarafmæli félagsins braut KR loks ísinn og varð Íslandsmeistari í fótbolta karla eftir 31 árs bið. KR-ingar urðu einnig bikarmeistarar í þriðja sinn á sex árum. Guðmundur Benediktsson fór á kostum en koma tveggja Skagamanna gerði gæfumuninn fyrir KR-inga sem náðu toppsætinu snemma móts og létu það ekki af hendi eftir það. Íslenski boltinn 5.2.2024 10:00
Úrslitaleikur HM 2026 verður spilaður í New Jersey Alþjóða knattspyrnusambandið hefur ákveðið það hvar leikirnir verða spilaðir á næsta heimsmeistaramóti karla í fótbolta sem fer fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada sumarið 2026. Fótbolti 5.2.2024 09:00
Jákvæð áhrif Freys bersýnileg: „Hef aldrei séð svona áður“ Trúin á kraftaverki eflist með hverjum leiknum hjá leikmönnum og stuðningsmönnum belgíska úrvalsdeildarfélagsins KV Kortrijk eftir draumabyrjun Freys Alexanderssonar í starfi þjálfara liðsins. Fótbolti 5.2.2024 08:31
„Liverpool var eins og pöbbalið“ Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United og nú sérfræðingur Sky Sports, sparaði ekki yfirlýsingar sínar þegar hann var að lýsa frammistöðu Liverpool í 3-1 tapi á móti Arsenal í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Enski boltinn 5.2.2024 07:00
Baulað á Beckham í fjarveru Messi 40.000 aðdáendur Lionel Messi voru ósáttir við að sjá sinn mann ekki spila í æfingaleik Inter Miami gegn Hong Kong XI, en Messi er að glíma við meiðsli aftan í læri. Fótbolti 5.2.2024 06:31
„Við erum komnir aftur, það er alveg ljóst“ Arsenal vann gríðarlega mikilvægan sigur á Liverpool í toppbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni í dag og opnaði titilbaráttunni upp á gátt en tvö stig skilja nú Liverpool og Arsenal að. Fótbolti 4.2.2024 22:31
Atletico bjargaði stigi í uppbótartíma Real Madrid fékk nágranna sína úr Atletico Madrid í heimsókn í borgarslag á Bernabeu en Atletico var og er tíu stigum á eftir Real í töflunni. Fótbolti 4.2.2024 22:00
Inter marði toppslaginn Tvö efstu lið ítölsku deildarinnar mættust á San Siro en gestirnir úr liði Juventus gátu tekið toppsætið af Inter með sigri. Fyrir leikinn hafði Juve hefur ekki tapað í sautján leikjum en misstu dampinn í kvöld. Fótbolti 4.2.2024 21:46
Valsmenn fóru létt með Fylki í Lengjubikarnum Valsmenn fóru vel af stað í fyrstu umferð Lengjubikarsins í kvöld þegar þeir völtuðu yfir Fylki, 4-0. Fótbolti 4.2.2024 21:02
Arsenal tók Liverpool í kennslustund Arsenal nældi í mikilvæg þrjú stig gegn toppliði Liverpool á Emirates leikvanginum í dag. Fyrir leikinn hafði Liverpool leikið fimmtán leiki í röð án þess að tapa. Enski boltinn 4.2.2024 18:31
Ten Hag: Meiðsli Martinez líta ekki vel út Manchester United fór létt með West Ham á Old Trafford í dag þar sem lokatölur voru 3-0 en meiðsli Lisandro Martinez gætu skyggt aðeins á gleði stuðningsmanna liðsins. Enski boltinn 4.2.2024 17:01
Allt jafnt er Sveindís og Karólína mættust Allt var jafnt er Wolfsburg og Bayer Leverskusen mættust í þýska boltanum í dag en þær Sveindís Jane og Karólína Lea byrjuðu báðar leikinn. Fótbolti 4.2.2024 15:11
Henderson: „Vona að hann hafi verið ánægður“ Jordan Henderson spilaði sinn fyrsta leik fyrir Ajax í gær er liðið gerði 1-1 jafntefli við PSV. Fótbolti 4.2.2024 14:30
Cunha með þrennu á Stamford Bridge Matheus Cunha gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu á Stamford Bridge gegn lánlausu liði Chelsea sem tapaði 4-1 annan leikinn í röð. Enski boltinn 4.2.2024 13:30
Hojlund skoraði þriðja deildarleikinn í röð í sigri Rasmus Hojlund skoraði þriðja deildarleikinn í röð er Manchester United hafði betur gegn West Ham á Old Trafford. Enski boltinn 4.2.2024 13:30