Sextán ára og skoraði hjá Arsenal eins og Rooney forðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2024 17:00 Issy Hobson fagnar hér jöfnunarmarki sínu fyirr Everton á móti Arsenal. Getty/Emma Simpson Issy Hobson varð um helgina yngsti markaskorarinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar hjá konunum. Með þessu marki endurtók hún það sem Wayne Rooney gerði fyrir sama lið og á móti sama liði fyrir næstum því 22 árum síðan. Hobson er aðeins sextán ára gömul og var að skora fyrir Everton á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Með markinu tryggði hún liði sínu 1-1 jafntefli á móti stórliðinu. Rooney var einmitt sextán ára gamall þegar hann skoraði fyrir Everton á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni árið 2002 og varð um leið sá yngsti til að skora í karladeildinni. Þá var Arsenal ríkjandi meistari. ⚽️ Youngest-ever @BarclaysWSL goalscorer🔵 Youngest Everton Women goalscorer in 14 years🙌 First WSL point against Arsenal since 2012A historic day. 🤩 pic.twitter.com/uajhF7zfnn— Everton Women (@EvertonWomen) April 28, 2024 Hobson var nákvæmlega 16 ára og 180 daga þegar hún skoraði markið sitt. Skallaði boltann laglega í markið eftir hornspyrnu. Hobson tók metið af Lauren Hemp, sem var 16 ára og 258 daga gömul þegar hún skoraði sitt fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni. Hemp er núna lykilmaður í enska landsliðinu. Rooney var aðeins eldri eða 16 ára, 11 mánaða og 25 daga. Markið skoraði hann á Goodison Park 10. október 2002. Síðan þá hafa tveir yngri skorað í ensku úrvalsdeildinni. James Milner bætti met Rooney í desember sama ár (16 ára, 11 mánaða og 22 daga) þegar hann skoraði fyrir Leeds á móti Sunderland og í apríl 2005 varð James Vaughan sá yngsti til að skora í ensku úrvalsdeidlinni. James Vaughan var 16 ára, 8 mánaða og 27 daga þegar hann skoraði fyrir Everton á móti Crystal Palace. View this post on Instagram A post shared by Rising Ballers (@risingballers) Enski boltinn Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Sjá meira
Með þessu marki endurtók hún það sem Wayne Rooney gerði fyrir sama lið og á móti sama liði fyrir næstum því 22 árum síðan. Hobson er aðeins sextán ára gömul og var að skora fyrir Everton á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Með markinu tryggði hún liði sínu 1-1 jafntefli á móti stórliðinu. Rooney var einmitt sextán ára gamall þegar hann skoraði fyrir Everton á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni árið 2002 og varð um leið sá yngsti til að skora í karladeildinni. Þá var Arsenal ríkjandi meistari. ⚽️ Youngest-ever @BarclaysWSL goalscorer🔵 Youngest Everton Women goalscorer in 14 years🙌 First WSL point against Arsenal since 2012A historic day. 🤩 pic.twitter.com/uajhF7zfnn— Everton Women (@EvertonWomen) April 28, 2024 Hobson var nákvæmlega 16 ára og 180 daga þegar hún skoraði markið sitt. Skallaði boltann laglega í markið eftir hornspyrnu. Hobson tók metið af Lauren Hemp, sem var 16 ára og 258 daga gömul þegar hún skoraði sitt fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni. Hemp er núna lykilmaður í enska landsliðinu. Rooney var aðeins eldri eða 16 ára, 11 mánaða og 25 daga. Markið skoraði hann á Goodison Park 10. október 2002. Síðan þá hafa tveir yngri skorað í ensku úrvalsdeildinni. James Milner bætti met Rooney í desember sama ár (16 ára, 11 mánaða og 22 daga) þegar hann skoraði fyrir Leeds á móti Sunderland og í apríl 2005 varð James Vaughan sá yngsti til að skora í ensku úrvalsdeidlinni. James Vaughan var 16 ára, 8 mánaða og 27 daga þegar hann skoraði fyrir Everton á móti Crystal Palace. View this post on Instagram A post shared by Rising Ballers (@risingballers)
Enski boltinn Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Sjá meira