Fótbolti

Læri­sveinar Sol­skjær úr leik

Lærisveinar Ole Gunnar Solskjær í Besiktas eru úr leik í Evrópudeild karla í knattspyrnu eftir 1-0 tap fyrir Twente í kvöld. Topplið Lazio tapaði sínum leik einnig en endaði þó á toppi deildarinnar.

Fótbolti

Rauðu djöflarnir á­fram tap­lausir

Manchester United lagði FCSB 2-0 þegar liðin mættust í Rúmeníu. Sigurinn gulltryggði sæti Rauðu djöflanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildar karla í knattspyrnu. Þrátt fyrir að enda í 3. sæti deildarkeppninnar eru lærisveinar Rúben Amorim eina taplausa liðið í keppninni.

Fótbolti

Orri Steinn nýtti tæki­færið

Orri Steinn Óskarsson fékk tækifæri í byrjunarliði Real Sociedad í kvöld þegar liðið tók á móti PAOK í Evrópudeild karla í knattspyrnu. Hann gat vart nýtt tækifærið betur og skoraði bæði mörk Sociedad í 2-0 sigri.

Fótbolti

City mun mæta Real eða Bayern í umspilinu

Manchester City tókst að tryggja sér umspilssæti í Meistaradeildinni með sigri gegn Club Brugge í kvöld. Liðsins bíður þó annað erfitt verkefni því í umspilinu mun það mæta annað hvort Real Madrid eða Bayern Munchen.

Fótbolti

Liver­pool tapaði í Hollandi hélt þó toppsætinu

Arne Slot mætti með mikið breytt lið þegar Liverpool sótti PSV heim í lokaumferð deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu. Liverpool hafði þegar tryggt sér farseðilinn í 16-liða úrslit enda unnið fyrstu sjö leiki sína í keppninni. Liðið mátti hins vegar þola 3-2 tap í kvöld.

Fótbolti

Foden skýtur á Southgate

Phil Foden var valinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Hann náði sér hins vegar ekki á strik með enska landsliðinu á EM í fyrra. Foden segir að það megi rekja hvernig Gareth Southgate notaði hann.

Enski boltinn

Allt sem þú þarft að vita fyrir loka­um­ferð Meistara­deildarinnar í kvöld

Loka­um­ferð deildar­keppni Meistara­deildar Evrópu verður leikin í kvöld. Átján leikir eru á dag­skrá og fylgst verður með gangi mála í öllum þeirra í Meistara­deildar­messunni í um­sjón Guð­mundar Bene­dikts­sonar á Stöð 2 Sport 2. Spennan er mikil fyrir þessa síðustu um­ferð, ógjörningur að segja hvaða lið komast á næsta stig keppninnar, stór nöfn gætu setið eftir.

Fótbolti