Formúla 1

Örlög að Hamilton vann titilinn

Bretinn Ross Brawn, framkvæmdarstjóri Honda segir að hann hafi ekki upplifað jafn magnþrunginn endasprett og í Brasilíu um síðustu helgi. Brawn var aðal tæknistjórinn á bakvið sjö titla Michael Schumacher á hans ferli.

Formúla 1

Hamilton: Ekki markmið að slá Schumacher við

Lewis Hamilton segist ekki stefna sérstaklega á að slá met Michael Schumacher hvað flesta titla í Formúlu 1 varðar. Schumacher vann sjö titla á ferlinum, en Hamilton vill þó vinna þrjá til að fá draumabílinn upp í hendurnar.

Formúla 1

Bruno Senna prófar Honda

Frændi hins fræga Ayrton Senna, Bruno Senna mun prófa Honda Formúlu 1 bíl á æfingum um miðjan nóvember. Hann á möguleika á sæti hjá liðinu 2009.

Formúla 1

Glock: Ég ók eins hratt og ég gat

Þýski ökuþórinn Timo Glock hjá Toyota er næstvinsælasti Formúlukappinn í Bretlandi í dag eftir að hafa hleypti Lewis Hamilton framúr sér í síðustu beygjunni í Brasilíukappakstrinum í gær.

Formúla 1

Hamilton hrósað í hástert

Breski forsætisráðherran Gordon Brown er á meðal þeirra sem hafa hrósað landa sínum Lewis Hamilton í hvívetna eftir að hann fagnaði meistaratitilinum í Formúlu 1 í gær.

Formúla 1

Hamilton: Ég er orðlaus

Lewis Hamilton átti ekki til orð eftir dramatískan Brasilíukappaksturinn í dag þar sem hann tryggði sér heimsmeistaratitilinn eftir ótrúlega dramatíska keppni.

Formúla 1

Hamilton tryggði sér titilinn á síðustu metrunum

Lewis Hamilton hjá McLaren varð í dag yngsti ökumaðurinn til að verða heimsmeistari í Formúlu 1 þegar hann náði fimmta sætinu í Brasilíukappakstrinum. Heimamaðurinn Felipe Massa kom fyrstur í mark, en það nægði honum ekki til sigurs í stigakeppninni.

Formúla 1

Svanasöngur Coulthards í úrslitamótinu

Þó mest athygli sé á titilslag Lewis Hamilton og Felipe Massa í Formúlu 1 mótinu í Brasilíu í dag, þá fær Skotinn David Coulthard sinn skerf af athygli. Hann ekur í sínu síðasta Formúlu 1 móti eftir fjórtán ár í íþróttinni.

Formúla 1

Alonso: Hamilton er í góðri stöðu

Fernando Alonso er tvöfaldur meistari og þekkir meistarabaráttuna í lokamótinu vel . Hann varð meistari 2005 og 2006 í Brasilíu. Hann hefur gefið það út að hann vilji sjá Felipe Massa sem meistari eftir mótið á morgun og hann ræsir fyrir aftan Lewis Hamilton og við hlið Heikki Kovalainen.

Formúla 1

Massa fremstur á ráslínu á heimavelli

Felipe Massa á Ferrari náði besta tíma í síðustu tímatöku ársins og er í kjörstöðu fyrir kappaksturinn á morgun. Lewis Hamilton varð fjórði í tímatökunni og er á eftir Jarno Trulli og Kimi Raikkönen.

Formúla 1

Massa ánægður með stöðuna, Hamilton vígareifur

Felipe Massa varð í öðru sæti á seinni æfingu keppnisliða í dag, en Lewis Hamilton níundi. Sálfræðin hefur sitt að segja í yfirlýsingum beggja kappa og Hamilton ekki á því að draga úr þó honum hafi raunverulega ekki gengið vel. Hann er ánægður með bílinn.

Formúla 1

Spánverjinn Fernando Alonso sem hefur heitið Felipe Massa í titilslagnum náði besta tíma á æfingum ökumanna í Brasilíu í dag.

Formúla 1

Massa á undan Hamilton

Brasilíumaðurinn Felipe Massa vann fyrsta bardagann í orusstunni við Lewis Hamilton um meistaratitilinn í Formúlu 1. Hann varð 0.190 sekúndum fljótari á fyrstu æfingu keppnisliða á Interlagos brautinni.

Formúla 1

FIA átelur níð í garð Hamilton

Forráðamenn FIA sáu ástæðu til þess í dag að gagnrýna vefsíðu sem birit fjölmargar níðgreinar um Lewis Hamilton, en 20.000 manns hafa ritað á síðuna. Hún er mjög gagnrýnin á Hamilton, en Spánverjar hafa mjög verið á móti Hamilton eftir það sem þeir telja slæma meðferð McLaren á Fernando Alonso í fyrra.

Formúla 1

Massa byrjaði sem matarsendill

Brasilíumaðurinn Felipe Massa er að keppa að sínum fyrsta meistaratitli í Formúlu 1 á heimavelli um helgina. En fyrstu kynni hans af íþróttinni voru sem matarsendill fyrir keppnisliðin þegar þau heimsóttu Interlagos brautina.

Formúla 1

Ferrari hótar að hætta í Formúlu 1

Ferrari liðið sendi frá sér yfirlýsingu síðdegis í dag þar sem segir að vegna yfirlýsingar FIA, alþjóðabílasambandsins í dag muni Ferrari endurskoða þátttöku sína í Formúlu 1.

Formúla 1