Fastir pennar

Að hægja á sér

Í draumum sínum á nítjándu öld og fyrri hluta þeirrar tuttugustu ímynduðu menn sér að tæknin myndi gera vinnuna óþarfa. Mesta vandamálið yrði hvað ætti að gera við frítímann. Bertrand Russell skrifaði um þetta árið 1935. Hann spáði því að vinnudagurinn yrði fjórar stundir, en fólk myndi nota tímann í göfgandi áhugamál – lestur, garðyrkju, fiskveiðar eða listmálun...

Fastir pennar

Verðbólgan tekur stökk

Verðbólgan nú er mun meiri en verðbólgumarkmið ríkisins og Seðlabanka hljóða upp á. Eina ráðið sem Seðlabankinn virðist hafa er að hækka vexti trekk í trekk og reyna þannig að hafa stjórn á hlutunum.

Fastir pennar

Um símaávísunina og tilviljanir

Nýr seðlabankasjtóri var skipaður öllum að óvörum, enda margar tilviljanir í kringum það. Birgir Ísleifur sem er orðinn sextíu og níu var á leiðinni að hætta og svo gerði hann það allt í einu þannig að nýr bankastjóri var skipaður akkúrat í sömu vikunni og símapeningunum var útdeilt.

Fastir pennar

Þessar tilviljanir

Halldór Ásgrímsson hefur sagt að þekking og reynsla Davíðs Oddssonar sé yfir alla gagnrýni hafin. Það er ekki rétt hjá forsætisráðherra.

Fastir pennar

Vinstri aftur í tísku

Fyrir rúmum fimmtán árum var Oskar Lafontaine mikil hetja vinstri manna, meðal annars margs fólks sem nú er í Samfylkingunni. Það myndi tæplega vilja kannast við Oskar lengur, enda hefur það síðan þá verið á stöðugri hraðferð til hægri, en Oskari var mikið hampað í félagsskap sem kallaðist Birting...

Fastir pennar

Skemmum ekki Tjarnargarðinn

Meginröksemd Álfheiðar Ingadóttur og Jóns Torfasonar til varnar Tjarnargarðinum er sú, að hann sé nú nánast eini græni griðastaðurinn í miðborg Reykjavíkur. Almenningur eigi að geta leitað þangað frá skarkalanum og sölubúðunum og notið gróðurs og dýralífs. Eðlisbreyting yrði á garðinum ef þar yrði hafinn veitingarekstur.

Fastir pennar

Af pólitískum tómarúmum

Þannig er ljóst að fram undan er í Sjálfstæðisflokknum tímabil átaka milli manna og fylkinga og umræða mun spretta fram sem legið hefur í láginni um margra missera skeið.

Fastir pennar

Gleðina til vegs á ný

Til lengri tíma litið eru átök um hugmyndir, um markmið og leiðir í stjórnmálum, hverjum stjórnmálaflokki holl. Það getur því alveg farið saman að vera dyggur og traustur sjálfstæðismaður og vilja flokknum vel og að vonast eftir því að allt fari "upp í háa loft" á næsta landsfundi sjálfstæðismanna.

Fastir pennar

Þá mun létta til

Seðlabankinn er enn sem jafnan fyrr vorkunnarverð skiptimynt í valdabraski stjórnmálastéttarinnar þrátt fyrir hátíðlegar heitstrengingar ríkisstjórnarinnar og Davíðs sjálfs um aukið sjálfstæði bankans skv. lögum

Fastir pennar

Skuldir minnka - vegir og brýr

Það hefði farið vel á því að einhverjum fjármunum hefði verið varið til umhverfis- og landnýtingarmála, því enn er mikið verk óunnið á þeim vettvangi. Þá hefðu menn átt að muna eftir Þingvöllum og að þar hefði verið gert átak við uppbyggingu staðarins sem gæti staðið sem minnisvarði um Landssíma Íslands.

Fastir pennar

Davíð farinn

Jæja, þá er Davíð Oddsson bara að hætta. Einhvern tíma hefði sú fregn vakið mér meiri tilfinningar en núna. Einhvern tíma hefði ég meira að segja talið ástæðu til að fagna þessari fregn nokkuð vel – það var áður en við Davíð gerðumst báðir gamlir og ráðsettir og þarf meira en lítið til að róta okkur.

Fastir pennar

Davíð hættir sem formaður

Það hefur oft gustað um Davíð Oddsson á stjórnmálaferli hans. Hann hefur sagt skoðun sína umbúðalaust á mönnum og málefnum, og mörgum hefur sviðið undan orðum hans. Það verður ekki annað sagt en hann hafi verið heiðarlegur og komið hreint fram, þótt margar ákvarðanir hans hafi valdið mikilli umræðu í þjóðfélaginu.

Fastir pennar

Enginn kvaddi sér hljóðs

 Hitt sem er einkennilegt er að áhugasömustu og áhrifamestu menn Sjálfstæðisflokksins skuli koma saman á flokksfund án þess að nokkur þeirra sjái ástæðu til að nota tækifærið og ræða flokksmál eða málefni líðandi stundar.

Fastir pennar

Lýðræði – ekki lottó

Kosningar hér á landi eru meira eða minna marklausar og meir í ætt við happdrætti heldur en aðferð til að koma mönnum frá völdum eða til valda"

Fastir pennar

Númer tvö verður númer eitt

Það er svosem ekki mikið um Davíð að segja þegar hann hættir - ekki akkúrat núna. Um engan stjórnmálamann hefur verið meira rætt og ritað á Íslandi. Stundum hefur virst eins og íslenskt stjórnmálalíf sé með Davíð á heilanum, að allt snúist um að vera með eða á móti honum.

Fastir pennar

Samfylkingin þarf endurnýjun

Sjálfur segir Guðmundur að hann hefði gjarnan viljað fara í stjórn með Sjálfstæðismönnum. Og jú, það eru áreiðanlega margir á þeirri skoðun að slík ríkisstjórn hefði verið fyllilega tímabær. En hvers vegna sagði Guðmundur þetta ekki á sínum tíma?

Fastir pennar

Stórþingskosningar í Noregi

Afstaða Norðmanna til Evrópusambandsins getur haft mikil áhrif hér á landi og því verður fróðlegt að fylgjast með hvað gerist í þessum málum að loknum Stórþingskosningunum í Noregi á mánudag, þar sem 3,4 milljónir manna hafa kosningarétt.

Fastir pennar

Áfall og álitshnekkir

Það sem sker í augun er hve seint og illa stjórnvöld vestanhafs brugðust við afleiðingum hamfaranna. Nú þegar vika er liðin frá atburðunum eru tugir þúsunda manna enn hjálparvana við frumstæðar aðstæður

Fastir pennar

Að virða skoðanir annarra

Skárra væri það nú að skipta aldrei um skoðun, taka aldrei sinnaskiptum, hanga bara eins og hundur á roði á einhverju viðhorfi af því að við höfðum það einu sinni, hvaða breytingar sem orðið hafa og hvað sem við höfum lært og fræðst um síðan.

Fastir pennar

Afríska hungurvofan

Í greininni í Fréttablaðinu fyrir helgi minntist Kofi Annan á nokkur atriði til lausnar þesu geigvænlega vandamáli. Hann minnti líka á að vandinn í þessum efnum er bæði af náttúrulegum völdum og manna völdum.

Fastir pennar

Um veiðimennsku

Hví ekki að hugsa dæmið alveg upp á nýtt, snúa því við og láta menn hreinlega borga fyrir að skjóta mink og tófu?

Fastir pennar

Bjargi sér hver sem betur getur

Í mörgu tilliti sér maður hversu þunnt skænið er milli siðmenningar og glundroða. Óþjóðalýður fer um, rænir og ruplar, nauðgar og myrðir. Herliði er skipað á vettvang - sagt að skjóta án þess að spyrja. Bandaríkin eru að sönnu miskunnarlausara samfélag en við eigum að venjast. Fyrst eftir fellibylinn voru byssubúðir rændar. Hvað er að í samfélagi sem fellur undireins niður i botnlaust ofbeldi á svona hörmungatíma?

Fastir pennar

Angela og Schröder takast á

Margt getur gerst á síðustu tveimur vikum kosningabaráttunnar, en hæpið að Jafnaðarmenn nái fyrri styrk sínum á þinginu. Persónutöfrar Schröders og framkoma hans í fjölmiðlum vega þungt í baráttunni framundan, en á móti kemur að Angela Merkel og hennar lið halda uppi harðri gagnrýni á Schröder og verk hans.

Fastir pennar

Villi Vill vill flugvöllinn burt

Allt í einu virðast allir í borgarstjórn Reykjavíkur vera sammála um að flugvöllurinn eigi að fara. Ef ekki kæmu til flokkadrættir væri hægt að sæta lagi, hafa atkvæðagreiðslu í borgarstjórninni og samþykkja þetta einróma.

Fastir pennar

Jafnræðisflokkarnir

Sennilegast er best að flokkarnir bjóði allir fram hver í sínu nafni. Það þarf að stokka spilin og kjósendur eru best til þess fallnir.

Fastir pennar

Olíuverð í upphæðum

Sunnudagsbíltúr frá Reykjavík austur á Þingvöll getur hæglega kostað 2.000 krónur bara fyrir bensínið. Hvernig bregst fólk við svo mikilli verðhækkun? Hvað er til ráða?

Fastir pennar

Afskræming lokunar

Kerfin eru auðvitað sniðin að pólitískum og prívat hagsmunum ráðamanna en sjálfir segjast þeir vera að verja sjálfstæði landins og menningu.

Fastir pennar