Áfall og álitshnekkir 5. september 2005 00:01 Afleiðingar náttúruhamfaranna í Bandaríkjunum eru hrikalegri en nokkurn óraði fyrir þegar fjölmiðlar byrjuðu að flytja fréttir af fellibylnum Katrínu fyrir rúmri viku. Í fyrstu var talið að nokkrir tugir manna hefðu látið lífið og eignatjón væri takmarkað, en síðan hefur komið á daginn að tíu þúsund manns eða fleiri kunna að hafa látist og tjón orðið meira en nokkru sinni fyrr í sögu Bandaríkjanna. Það sem sker í augun er hve seint og illa stjórnvöld vestanhafs brugðust við afleiðingum hamfaranna. Nú þegar vika er liðin frá atburðunum eru tugir þúsunda manna enn hjálparvana við frumstæðar aðstæður. Hryllilegar sögur berast um hvers kyns ofbeldisverk og lögleysu á flóðasvæðinu. Innviðir samfélags sem telur meira en milljón manns virðast hafa brostið að miklu leyti og fylkisstjórnin og alríkisstjórnin reynst magnvana að koma á röð og reglu.Fullkomið, nútímalegt tækniþjóðfélag hefur á örfáum dögum breyst í víti þar sem frumskógalögmálin hafa tekið völdin. Sú spurning er áleitin hvernig á því standi að ríkasta þjóðfélag heims og öflugasta herveldi skuli ekki ráða betur við afleiðingar náttúruhamfara en raun ber vitni. Svo virðist sem engin neyðaráætlun hafi verið til um viðbrögð við atburðum af þessi tagi. Þó voru þeir fyrirsjáanlegir. Herinn er þjálfaður til að grípa til vopna með litlum fyrirvara og ekki vantaði að hermenn voru fljótlega mættir með alvæpni á flóðasvæðið og yfirlýsingar heyrðust um að sérhver sem óhlýðnaðist boðum yrði skotinn til bana. En hjálparsveitir og hjálpargögn, lyf og matvæli, hafa á hinn bóginn látið á sér standa. Þetta er áfall og álitshnekkir fyrir Bandaríkin. Bandaríkjamenn hljóta í kjölfar þessara atburða að þurfa að líta í eigin barm og spyrja sig erfiðra spurninga um samfélag sitt, stjórnkerfi og stjórnarstefnu. Getur verið að hin rótgróna einstaklingshyggja landsmanna með áherslu á að hver sé sjálfum sér næstur skýri vanmáttinn sem í ljós kom þegar bjarga þurfti lífi íbúa og eignum í heilu samfélagi? Það er varla tilviljun að flest fórnarlömb hamfaranna er fólk sem fyrir bjó við verstu aðstæður bandarísks þjóðfélags. Bandaríkjamenn eiga samúð heimsins. Íslendingar þurfa að leggja sitt af mörkum vinaþjóð okkar til aðstoðar eftir því aðstæður leyfa. Framtak stjórnvalda að bjóðast til að senda sérþjálfaðar björgunarsveitir á flóðasvæðin er lofsvert. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Magnússon Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Afleiðingar náttúruhamfaranna í Bandaríkjunum eru hrikalegri en nokkurn óraði fyrir þegar fjölmiðlar byrjuðu að flytja fréttir af fellibylnum Katrínu fyrir rúmri viku. Í fyrstu var talið að nokkrir tugir manna hefðu látið lífið og eignatjón væri takmarkað, en síðan hefur komið á daginn að tíu þúsund manns eða fleiri kunna að hafa látist og tjón orðið meira en nokkru sinni fyrr í sögu Bandaríkjanna. Það sem sker í augun er hve seint og illa stjórnvöld vestanhafs brugðust við afleiðingum hamfaranna. Nú þegar vika er liðin frá atburðunum eru tugir þúsunda manna enn hjálparvana við frumstæðar aðstæður. Hryllilegar sögur berast um hvers kyns ofbeldisverk og lögleysu á flóðasvæðinu. Innviðir samfélags sem telur meira en milljón manns virðast hafa brostið að miklu leyti og fylkisstjórnin og alríkisstjórnin reynst magnvana að koma á röð og reglu.Fullkomið, nútímalegt tækniþjóðfélag hefur á örfáum dögum breyst í víti þar sem frumskógalögmálin hafa tekið völdin. Sú spurning er áleitin hvernig á því standi að ríkasta þjóðfélag heims og öflugasta herveldi skuli ekki ráða betur við afleiðingar náttúruhamfara en raun ber vitni. Svo virðist sem engin neyðaráætlun hafi verið til um viðbrögð við atburðum af þessi tagi. Þó voru þeir fyrirsjáanlegir. Herinn er þjálfaður til að grípa til vopna með litlum fyrirvara og ekki vantaði að hermenn voru fljótlega mættir með alvæpni á flóðasvæðið og yfirlýsingar heyrðust um að sérhver sem óhlýðnaðist boðum yrði skotinn til bana. En hjálparsveitir og hjálpargögn, lyf og matvæli, hafa á hinn bóginn látið á sér standa. Þetta er áfall og álitshnekkir fyrir Bandaríkin. Bandaríkjamenn hljóta í kjölfar þessara atburða að þurfa að líta í eigin barm og spyrja sig erfiðra spurninga um samfélag sitt, stjórnkerfi og stjórnarstefnu. Getur verið að hin rótgróna einstaklingshyggja landsmanna með áherslu á að hver sé sjálfum sér næstur skýri vanmáttinn sem í ljós kom þegar bjarga þurfti lífi íbúa og eignum í heilu samfélagi? Það er varla tilviljun að flest fórnarlömb hamfaranna er fólk sem fyrir bjó við verstu aðstæður bandarísks þjóðfélags. Bandaríkjamenn eiga samúð heimsins. Íslendingar þurfa að leggja sitt af mörkum vinaþjóð okkar til aðstoðar eftir því aðstæður leyfa. Framtak stjórnvalda að bjóðast til að senda sérþjálfaðar björgunarsveitir á flóðasvæðin er lofsvert.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun