Um símaávísunina og tilviljanir 13. september 2005 00:01 Ávísunin fyrir Símann barst í vikunni sem leið. Ég dáðist einmitt af svörum fjármálaráðherrans þegar salan var í höfn. Hann var spurður hvað ætti að gera við peningana, hann sagðist helst vilja borga niður skuldir, annars væri það ekki á hans valdi, sagði hann, að ákveða það vegna þess að Alþingi færi með fjárveitingavaldið. Alveg á sama hátt gladdist ég einlæglega þegar nýi útvarpsstjórinn áréttaði við einhvern fréttamann að skoðun hans á því hvort Ríkisútvarpið ætti vera á auglýsingamarkaði eða ekki, hefði í raun ekki mikið að segja, hann ákveddi ekkert um það, heldur Alþingi sem setti lög um Ríkisútvarpið – eða eitthvað í þá áttina. Það skiptir höfuðmáli að embættismenn hvort heldur þeir eru nú ráðherrar eða útvarpsstjórar eða eitthvað annað þekki valdsvið sitt eða kannski öllu heldur þekki einfaldlega takmörk sín. Svo er nú því miður ekki með alla. Veldur það manni óendanlegum pirring og hneykslan og verður til þess að maður verður eins og gömul plata. Alltaf að segja sömu hlutina aftur og aftur en því miður alltaf að nýju tilefni. Tilefnið núna er ávísunin sem að ofan er getið. Þegar hún hafði verið afhent var ljóst að ráðin höfðu verið tekin af fjármálaráðherranum, sem kann leikreglurnar. Blásið var í lúðra og formenn og varaformenn stjórnarflokkanna tilkynntu á blaðamannafundi hvernig milljörðunum öllum saman yrði ráðstafað. Þingflokksdruslum þessara flokka voru líka sendar upplýsingarnar en það var eftir að til blaðamannafundarins hafði verið boðað, þannig að ekki var gert ráð fyrir að þær samkundur hefðu eitthvað til málanna að leggja. Það er svo sem eðlilegt að engum skuli hafa dottið slíkt í hug, þær ágætu samkomur hafa ekki lagt neitt til í manna minnum, svo varla við því að búast að það gerist allt í einu núna. Í þetta skiptið var ekki einungis löggjafarsamkundan lítilsvirt, heldur einnig kjósendur. Af fjörutíu og þrem milljörðum sem eiga að fara til alls konar framkvæmda á að eyða tveim og hálfum nú í ár en restinni árið 2007 eða seinna. Nú vill svo til að árið 2007 eru kosningar og þá verður kosið nýtt þing og mynduð ný ríkisstjórn. Þessi ríkisstjórn sem nú situr ætlar sko ekki að skilja neitt eftir af þessum aurum fyrir aðra að hafa eitthvað að segja um. Ég þykist viss um að ef þau héldu að þau kæmust upp með það þá væri ríkisstjórnin búin að samþykkja fjárlög tíu ár fram í tímann, slíkt er ráðríkið og valdagræðgin. En bíddu nú við segir ábyggilega einhver, eru þetta ekki óþarfa formlegheit, eru þetta ekki allt hin bestu málefni sem búið er að ráðstafa peningunum til, ber ekki fremur að fagna en vera með þetta eilífa tal um leikreglur. Jú, vissulega eru málefnin góð, flest hver að minnsta kosti, en það er einmitt á slíku bragði sem forhertir stjórnmálamenn ná óeðlilegum undirtökum. Þeim tekst að stilla málum þannig upp að amist einhverjir við gerðum þeirra þá virðast hinir sömu nöldurseggir í besta lagi en líklega samt frekar leiðindapúkar og úrtölumenn. Svo er nú það. En það var ekki bara ávísunin sem var afhent í vikunni sem leið. Nýr seðlabankasjtóri var skipaður öllum að óvörum, enda margar tilviljanir í kringum það. Birgir Ísleifur sem er orðinn sextíu og níu var á leiðinni að hætta og svo gerði hann það allt í einu þannig að nýr bankastjóri var skipaður akkúrat í sömu vikunni og símapeningunum var útdeilt. Skrítnar þessar tilviljanir. Svo ekki sé nú talað um að rétt í sama mund hækkuðu laun seðlabankastjóranna um 27% held ég svei mér þá, kostuleg tilviljun það. Ég tók líka eftir því að enginn greiddi atkvæði gegn þessari launahækkun, jafnvel þó manni skiljist að einhverjir hafi verið á móti, kannski það hafi líka verið tilviljun. Svo eru menn að velta fyrir sé hvort endurskoða þurfi launasamninga vegna þess að verðbólgan er meiri en búist var við, kannski hækka þá launin um 1 eða 2%, ég veit það ekki. Ætli laun seðlabankastjóra séu endurskoðuð út frá verðbólgu? – 1% hjá þeim er á bilinu tíu til þrettánþúsund krónur – það munar nú um minna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun
Ávísunin fyrir Símann barst í vikunni sem leið. Ég dáðist einmitt af svörum fjármálaráðherrans þegar salan var í höfn. Hann var spurður hvað ætti að gera við peningana, hann sagðist helst vilja borga niður skuldir, annars væri það ekki á hans valdi, sagði hann, að ákveða það vegna þess að Alþingi færi með fjárveitingavaldið. Alveg á sama hátt gladdist ég einlæglega þegar nýi útvarpsstjórinn áréttaði við einhvern fréttamann að skoðun hans á því hvort Ríkisútvarpið ætti vera á auglýsingamarkaði eða ekki, hefði í raun ekki mikið að segja, hann ákveddi ekkert um það, heldur Alþingi sem setti lög um Ríkisútvarpið – eða eitthvað í þá áttina. Það skiptir höfuðmáli að embættismenn hvort heldur þeir eru nú ráðherrar eða útvarpsstjórar eða eitthvað annað þekki valdsvið sitt eða kannski öllu heldur þekki einfaldlega takmörk sín. Svo er nú því miður ekki með alla. Veldur það manni óendanlegum pirring og hneykslan og verður til þess að maður verður eins og gömul plata. Alltaf að segja sömu hlutina aftur og aftur en því miður alltaf að nýju tilefni. Tilefnið núna er ávísunin sem að ofan er getið. Þegar hún hafði verið afhent var ljóst að ráðin höfðu verið tekin af fjármálaráðherranum, sem kann leikreglurnar. Blásið var í lúðra og formenn og varaformenn stjórnarflokkanna tilkynntu á blaðamannafundi hvernig milljörðunum öllum saman yrði ráðstafað. Þingflokksdruslum þessara flokka voru líka sendar upplýsingarnar en það var eftir að til blaðamannafundarins hafði verið boðað, þannig að ekki var gert ráð fyrir að þær samkundur hefðu eitthvað til málanna að leggja. Það er svo sem eðlilegt að engum skuli hafa dottið slíkt í hug, þær ágætu samkomur hafa ekki lagt neitt til í manna minnum, svo varla við því að búast að það gerist allt í einu núna. Í þetta skiptið var ekki einungis löggjafarsamkundan lítilsvirt, heldur einnig kjósendur. Af fjörutíu og þrem milljörðum sem eiga að fara til alls konar framkvæmda á að eyða tveim og hálfum nú í ár en restinni árið 2007 eða seinna. Nú vill svo til að árið 2007 eru kosningar og þá verður kosið nýtt þing og mynduð ný ríkisstjórn. Þessi ríkisstjórn sem nú situr ætlar sko ekki að skilja neitt eftir af þessum aurum fyrir aðra að hafa eitthvað að segja um. Ég þykist viss um að ef þau héldu að þau kæmust upp með það þá væri ríkisstjórnin búin að samþykkja fjárlög tíu ár fram í tímann, slíkt er ráðríkið og valdagræðgin. En bíddu nú við segir ábyggilega einhver, eru þetta ekki óþarfa formlegheit, eru þetta ekki allt hin bestu málefni sem búið er að ráðstafa peningunum til, ber ekki fremur að fagna en vera með þetta eilífa tal um leikreglur. Jú, vissulega eru málefnin góð, flest hver að minnsta kosti, en það er einmitt á slíku bragði sem forhertir stjórnmálamenn ná óeðlilegum undirtökum. Þeim tekst að stilla málum þannig upp að amist einhverjir við gerðum þeirra þá virðast hinir sömu nöldurseggir í besta lagi en líklega samt frekar leiðindapúkar og úrtölumenn. Svo er nú það. En það var ekki bara ávísunin sem var afhent í vikunni sem leið. Nýr seðlabankasjtóri var skipaður öllum að óvörum, enda margar tilviljanir í kringum það. Birgir Ísleifur sem er orðinn sextíu og níu var á leiðinni að hætta og svo gerði hann það allt í einu þannig að nýr bankastjóri var skipaður akkúrat í sömu vikunni og símapeningunum var útdeilt. Skrítnar þessar tilviljanir. Svo ekki sé nú talað um að rétt í sama mund hækkuðu laun seðlabankastjóranna um 27% held ég svei mér þá, kostuleg tilviljun það. Ég tók líka eftir því að enginn greiddi atkvæði gegn þessari launahækkun, jafnvel þó manni skiljist að einhverjir hafi verið á móti, kannski það hafi líka verið tilviljun. Svo eru menn að velta fyrir sé hvort endurskoða þurfi launasamninga vegna þess að verðbólgan er meiri en búist var við, kannski hækka þá launin um 1 eða 2%, ég veit það ekki. Ætli laun seðlabankastjóra séu endurskoðuð út frá verðbólgu? – 1% hjá þeim er á bilinu tíu til þrettánþúsund krónur – það munar nú um minna.