Maðurinn sem minnkaði vald sitt 8. september 2005 00:01 Davíð Oddsson hefur verið óvenjulegur stjórnmálamaður í vinnubrögðum. Hann sagði jafnan skoðun sína á eðlilegu máli, en sneiddi hjá vífilengjum og yfirklóri. Hann gægðist ekki í sífellu yfir axlir undirmanna sinna, en var harður í horn að taka, ef honum fundust þeir bregðast trúnaði. Hann var ólíkt mörgum starfssystkinum sínum mjög skemmtilegur, oft meinfyndinn og beittur á opinberum vettvangi, en fyndnastur í góðra vina hópi. Ólíkastur var Davíð þó öðrum stjórnmálamönnum í viðhorfum. Hann vann frá fyrstu tíð skipulega að því að minnka vald sitt. Hann lét það til dæmis verða sitt fyrsta verk, eftir að hann varð borgarstjóri árið 1982, að leggja niður Bæjarútgerð Reykjavíkur, sem hafði verið rekin með stórtapi í mörg ár, en á rústum þess reis blómlegt útgerðarfyrirtæki. Fátt var þó fjær Davíð í borgarstjórastólnum en smásálarskapur. Fyrir sparnað Reykvíkinga af Bæjarútgerðinni (upphæð sem nam um níu ára taprekstri) reisti hann glæsilegt ráðhús við Tjörnina. Til að koma í veg fyrir sérstakan skatt, sem þáverandi forsætisráðherra ætlaði að sækja í sjóði Hitaveitunnar, notaði hann þetta fé til að reisa Perluna. Hann lét líka gera myndarlega við Viðeyjarstofu. Það er síðan alkunna, hvernig hann útrýmdi lóðaskortinum í Reykjavík með einu pennastriki. Borgarstjóratíð Davíðs Oddssonar var samfelld sigurganga. Ferill hans í forsætisráðuneytinu frá 1991 til 2004 var þó enn merkilegri. Þar tókst hann í upphafi á við mikla erfiðleika. Stórkostlegur halli var á fjárlögum og hætta á nýrri verðbólguhrinu, veitt hafði verið langt umfram það, sem fiskifræðingar ráðlögðu, og margir nytjastofnar komnir að hruni. Ýmsir sjóðir, sem forverar hans höfðu stofnað, voru galtómir. Tugmilljörðum króna hafði verið ausið í ónýtar fjárfestingar, en biðstofa forsætisráðherra full af fólki, sem vildi halda áfram fjáraustrinum. Davíð tók rösklega til hendinni, lagði niður fjölda sjóða og tæmdi hjá sér biðstofuna. Hallanum á ríkissjóði var snúið í afgang og tekið að greiða niður skuldir ríkisins. Í samráði við útgerðarmenn var heildarafli nytjastofna á Íslandsmiðum ákveðinn varlega á hverju ári, en jafnframt leitað sátta við þá, sem höfðu áhyggjur af góðri afkomu útgerðarfyrirtækja, þótt þar hafi eflaust verið gengið fulllangt. Það var þó til mikils vinnandi að skapa útgerðarfyrirtækjum hagkvæmt rekstrarumhverfi, eins og gerðist með kerfi framseljanlegra aflakvóta. Davíð lækkaði líka tekjuskatt fyrirtækja úr 50% í 18% og felldi niður aðstöðugjald, og síðustu árin hefur tekjuskattur einstaklinga og erfðaskattur verið lækkaður, en eignaskattur er að hverfa. Verðbólgan hefur í stjórnartíð Davíðs minnkað niður í það, sem hún er í helstu viðskiptalöndum, og fjárlagahalli horfið. Með nýjustu ráðstöfun ríkisstjórnarinnar, að nota talsvert af andvirði hins nýselda Síma til að greiða erlendar skuldir, og að teknu tilliti til gjaldeyrisvarasjóðs Seðlabankans er íslenska ríkið orðið nánast skuldlaust erlendis. Eitt merkilegasta afrek Davíðs á stóli forsætisráðherra er einmitt stórfelld einkavæðing: Ríkisfyrirtæki hafa verið seld fyrir um 180 milljarða króna á núvirði. Frelsi á fjármagnsmarkaði er líka óvíða meira. Ekki má gleyma því, að sett hafa verið lög um stjórnsýslu og upplýsingaskyldu, sem tryggja rétt borgaranna gagnvart stjórnvöldum. Davíð Oddsson hefur setið í stól utanríkisráðherra í eitt ár, en var auðvitað viðriðinn utanríkismál þau hálft fjórtánda ár, sem hann var forsætisráðherra. Hann hefur með góðu vináttu við tvo Bandaríkjaforseta og lagni sinni tryggt áframhaldandi varnarsamstarf við Bandaríkin og komið í veg fyrir, að við lokumst inni í Evrópu, þótt þar þurfi vitanlega líka að rækta margvísleg tengsl. Það er síðan óvenjulegt, hvernig Davíð hagar starfslokum sínum. Hann hættir af fúsum og frjálsum vilja, þegar þjóðlíf er í blóma og vinsældir hans sjálfs og flokks hans að aukast. Davíð var ekki aðeins óvenjulegur stjórnmálamaður, heldur einstakur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Hólmsteinn Gissurarson Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun
Davíð Oddsson hefur verið óvenjulegur stjórnmálamaður í vinnubrögðum. Hann sagði jafnan skoðun sína á eðlilegu máli, en sneiddi hjá vífilengjum og yfirklóri. Hann gægðist ekki í sífellu yfir axlir undirmanna sinna, en var harður í horn að taka, ef honum fundust þeir bregðast trúnaði. Hann var ólíkt mörgum starfssystkinum sínum mjög skemmtilegur, oft meinfyndinn og beittur á opinberum vettvangi, en fyndnastur í góðra vina hópi. Ólíkastur var Davíð þó öðrum stjórnmálamönnum í viðhorfum. Hann vann frá fyrstu tíð skipulega að því að minnka vald sitt. Hann lét það til dæmis verða sitt fyrsta verk, eftir að hann varð borgarstjóri árið 1982, að leggja niður Bæjarútgerð Reykjavíkur, sem hafði verið rekin með stórtapi í mörg ár, en á rústum þess reis blómlegt útgerðarfyrirtæki. Fátt var þó fjær Davíð í borgarstjórastólnum en smásálarskapur. Fyrir sparnað Reykvíkinga af Bæjarútgerðinni (upphæð sem nam um níu ára taprekstri) reisti hann glæsilegt ráðhús við Tjörnina. Til að koma í veg fyrir sérstakan skatt, sem þáverandi forsætisráðherra ætlaði að sækja í sjóði Hitaveitunnar, notaði hann þetta fé til að reisa Perluna. Hann lét líka gera myndarlega við Viðeyjarstofu. Það er síðan alkunna, hvernig hann útrýmdi lóðaskortinum í Reykjavík með einu pennastriki. Borgarstjóratíð Davíðs Oddssonar var samfelld sigurganga. Ferill hans í forsætisráðuneytinu frá 1991 til 2004 var þó enn merkilegri. Þar tókst hann í upphafi á við mikla erfiðleika. Stórkostlegur halli var á fjárlögum og hætta á nýrri verðbólguhrinu, veitt hafði verið langt umfram það, sem fiskifræðingar ráðlögðu, og margir nytjastofnar komnir að hruni. Ýmsir sjóðir, sem forverar hans höfðu stofnað, voru galtómir. Tugmilljörðum króna hafði verið ausið í ónýtar fjárfestingar, en biðstofa forsætisráðherra full af fólki, sem vildi halda áfram fjáraustrinum. Davíð tók rösklega til hendinni, lagði niður fjölda sjóða og tæmdi hjá sér biðstofuna. Hallanum á ríkissjóði var snúið í afgang og tekið að greiða niður skuldir ríkisins. Í samráði við útgerðarmenn var heildarafli nytjastofna á Íslandsmiðum ákveðinn varlega á hverju ári, en jafnframt leitað sátta við þá, sem höfðu áhyggjur af góðri afkomu útgerðarfyrirtækja, þótt þar hafi eflaust verið gengið fulllangt. Það var þó til mikils vinnandi að skapa útgerðarfyrirtækjum hagkvæmt rekstrarumhverfi, eins og gerðist með kerfi framseljanlegra aflakvóta. Davíð lækkaði líka tekjuskatt fyrirtækja úr 50% í 18% og felldi niður aðstöðugjald, og síðustu árin hefur tekjuskattur einstaklinga og erfðaskattur verið lækkaður, en eignaskattur er að hverfa. Verðbólgan hefur í stjórnartíð Davíðs minnkað niður í það, sem hún er í helstu viðskiptalöndum, og fjárlagahalli horfið. Með nýjustu ráðstöfun ríkisstjórnarinnar, að nota talsvert af andvirði hins nýselda Síma til að greiða erlendar skuldir, og að teknu tilliti til gjaldeyrisvarasjóðs Seðlabankans er íslenska ríkið orðið nánast skuldlaust erlendis. Eitt merkilegasta afrek Davíðs á stóli forsætisráðherra er einmitt stórfelld einkavæðing: Ríkisfyrirtæki hafa verið seld fyrir um 180 milljarða króna á núvirði. Frelsi á fjármagnsmarkaði er líka óvíða meira. Ekki má gleyma því, að sett hafa verið lög um stjórnsýslu og upplýsingaskyldu, sem tryggja rétt borgaranna gagnvart stjórnvöldum. Davíð Oddsson hefur setið í stól utanríkisráðherra í eitt ár, en var auðvitað viðriðinn utanríkismál þau hálft fjórtánda ár, sem hann var forsætisráðherra. Hann hefur með góðu vináttu við tvo Bandaríkjaforseta og lagni sinni tryggt áframhaldandi varnarsamstarf við Bandaríkin og komið í veg fyrir, að við lokumst inni í Evrópu, þótt þar þurfi vitanlega líka að rækta margvísleg tengsl. Það er síðan óvenjulegt, hvernig Davíð hagar starfslokum sínum. Hann hættir af fúsum og frjálsum vilja, þegar þjóðlíf er í blóma og vinsældir hans sjálfs og flokks hans að aukast. Davíð var ekki aðeins óvenjulegur stjórnmálamaður, heldur einstakur.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun