Fastir pennar

Uppgjör við arfleifð Davíðs

Það fer ekki ýkja hátt en uppgjörið við Davíð eru ein mestu tíðindin í stjórnmálum þessi misserin. Sjálfstæðisflokkurinn fjarlægist hann óðfluga. Í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík býður hann upp á stefnu sem getur varla talist annað hreinræktaður sósíaldemókratismi...

Fastir pennar

1. maí

Það er kannski misréttið í þjóðfélaginu sem launþegahreyfingin i landinu þarf að einbeita sér að á næstu miserum, því það virðist aukast með hverri vikunni sem líður. Launþegahreyfingin hefur á undanförnum árum samið um margskonar úrbætur á velferðarsviðinu og beitt sér fyrir innleiðingu ýmissa réttlætismála, sem eiga rætur að rekja til ákvarðana Evrópusambandsins. Þar hefur ASÍ staðið vel á verði.

Fastir pennar

Að skemmta andskotum sínum

Til eru tvenns konar stjórnmálamenn, þeir sem með verkum sínum virðast telja að stjórnmálin og allt sem gerist á þeim vettvangi snúist einmitt um þá sjálfa og svo hinir sem líta á stjórnmálin sem leið til að hrinda í framkvæmd hugmyndum og hugsjón.

Fastir pennar

Að þreyta bráðina

Tuttugu ár eru liðin frá því einkaréttur ríkisins á sjónvarps- og útvarpsútsendingum var afnuminn. Og það er ekki eins og Sjálfstlðisflokkurinn hafi ekki verið í kjöraðstöðu til að beita sér í málinu á því tímabili, því nú stendur yfir fjórða kjörtímabilið í röð þar sem menntamálaráðherra, æðsti yfirmaður ríkisútvarps og ríkissjónvarps, kemur úr Sjálfstæðisflokknum. Þeim mun sorglegra er að ekki hafi tekist að nýta tímann til að koma á sátt um hlutverk ríkismiðlanna með skýrri lagasetningu því vissulega hefur verið eftirspurn eftir slíkri aðgerð.

Fastir pennar

Viðjar vanans

En það sem skiptir öllu máli er að stór hluti hækkunar á verði húsnæðis undanfarin misseri er tilkomin vegna þess að bankarnir buðu lægri vexti og hærra lánshlutfall. Sú skoðun að hækkun húsnæðisverðs sé afleiðing og fyrstu merki um aukna þenslu sem síðan muni brjótast út á ekki alveg við í þessu tilviki.

Fastir pennar

Tónlistarhús, mælskusnilld, stjórnmál og heimsmeistarakeppni

Hér er fjallað um tónlistarhúsið sem á að rísa í Reykjavík og virðist fara í taugarnar á mörgum, tengslin milli þess að vera snjall ræðumaður og góður pólitíkus og brasilíska þjálfarann Scolari sem mislíkaði svo við bresku pressuna að hann hætti við að þjálfa fótboltalandslið Englands...

Fastir pennar

Fræðilega vanreifað mál. Hver axlar ábyrgðina?

Í hverju þróuðu lýðræðisríki telja menn sér skylt að taka þann tíma sem nauðsynlegur er til þess að ganga úr skugga um að minnsti vafi leiki ekki á stjórnarskrárgildi nýrra lagaáforma. Það álitaefni sem hér er til umræðu kom fyrst til skoðunar fyrir fimm dögum og er því bæði fræðilega vanreifað og stjórnmálalega órætt.

Fastir pennar

Ég verð áfram ég

Ég hef satt að segja sjálfur haft af þessu nokkrar áhyggjur að vakna upp við það á morgun að vera ekki neitt. Nema auðvitað ég sjálfur, sem sumum kann að þykja þunnur þrettándi, nánast eins og ganga um nakinn innan um prúðbúið fólk. Boðflenna í þjóðfélagssamkvæminu.

Fastir pennar

Nokkur orð um DV

Fall DV má rekja til ritstjórnarstefnu blaðsins. Það hefur löngum verið draumur Gunnars Smára að gefa út alvöru gula pressu á Íslandi – í anda þess sem er svæsnast í útlöndum. Gamla DV var ekki slíkt blað. Nýja DV var hins vegar mörkuð þessi stefna frá upphafi...

Fastir pennar

"Serimóníu- meistarar"

Nú þegar brúðkaupsvertíðin er framundan er það verkefni þeirra hinna sömu að hafa áhrif á það við undirbúning athafna að halda í heiðri góðum gildum, svo að fólk upplifi sig ekki á popptónleikum við kirkjubrúðkaup.

Fastir pennar

ESB og atvinnulífið

Evrópskur vinnumarkaður er reyrður í fjötra. Kostnaðarsamt er að segja mönnum upp, svo að vinnuveitendur hika við að ráða nýtt fólk. Atvinnuleysi æskumanna er þess vegna mikið. Reglugerðarfargan er að sliga evrópsk fyrirtæki. Hinn félagslegi sáttmáli, sem flestar Evrópusambandsþjóðirnar hafa skrifað undir, gerir atvinnulífinu erfitt fyrir um að bregðast við nýjum aðstæðum og eykur enn á atvinnuleysið. Íslenskt hagkerfi er á hinn bóginn þjált og sveigjanlegt og ákjósanlegur vettvangur framtaksmanna.

Fastir pennar

Um þvætting

Landamærin milli sannleikans og lyginnar eru ekki alltaf ljós. Skáldskapur getur verið sannur, þótt hann eigi sér ekki skýrar fyrirmyndir í raunveruleikanum: vísvitandi frávik frá þeim upplýsingum, sem við þykjumst hafa um raunveruleikann, til dæmis ýkjur í frásögn eða undanslættir, geta beinlínis aukið eiginlegt sannleiksgildi skáldskapar.

Fastir pennar

Ljóst eða dökkt?

Maður veitir því athygli að ljóshært fólk er áberandi hjá Sjálfstæðisflokknum meðan dökkhærðir skipa efstu sætin á lista Samfylkingarinnar. Skyldi þetta hafa áhrif? Um þetta, sósíalískar hugmyndir, Sundabraut og fleira er fjallað í þessum pistli...

Fastir pennar

Mikilvægur gluggi til fortíðar

Jón Kaldal skrifar

Dagblaðasafn Sveins er einstakt í sinni röð en það samanstendur af öllum tölublöðum af Vísi, Dagblaðinu, DV, Þjóðviljanum, Tímanum og Morgunblaðinu og er kirfilega innbundið, að stóru leyti í vandaðar leðurbækur.

Fastir pennar

Það sem koma skal

Frá sjónarhóli lengri sögu sýndi fundurinn hins vegar ört vaxandi styrk Kína og aukið sjálfstraust ráðamanna þar eystra. Hann gaf líka innsýn í það flókna ferli sem liggur að baki pólitískri stefnumótun í Kína.

Fastir pennar

Ný stjórnarskrárspurning

Ekki er því óhugsandi að ríkisvaldinu gæti einfaldlega orðið skylt með hliðsjón af jafnréttisákvæði stjórnarskrárinnar að selja þrjá fjórðunga af hlut sínum í nýja hlutafélaginu.

Fastir pennar

Um snepla sem breytast í peninga

Ég er þeirrar skoðunar að menntamálaráðherrann eigi að beita sér fyrir áhuga á bóklestri með því að sjá til þess að menntastefnan í landinu sé í lagi en ekki með því að vera í auglýsingabrölti með ríkustu mönnum landsins.

Fastir pennar

Fjölmiðlafrumvarp, kosningar, flugvöllur

Hér er fjallað um fjölmiðlafrumvarp sem Þorgerður Katrín vonast til að verði samþykkt í vor, hugsanlega samstarfsflokka fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík og sveitarstjórnarmenn sem fussa og sveia yfir hugmyndum um flugvöll á Lönguskerjum...

Fastir pennar

Chez Styrmir - vinsæll veitingastaður

Af alkunnri hógværð taldi Staksteinahöfundur slíkt ekki óeðlilegt, þar sem "á ritstjórn Morgunblaðsins hefur verið til staðar meiri þekking á og vitneskja um varnarmál þjóðarinnar heldur en hjá Ingibjörgu Sólrúnu, Merði Árnasyni og forverum þeirra."

Fastir pennar

Nú gildir að standa í ístaðinu

Langtímahagsmunum neytenda jafnt sem atvinnulífs er best borgið með því að stjórnvöld standi fast í ístaðinu og láti ekki stundarhagsmuni ráða þó að kosningar séu í nánd. Eins og sakir standa er fremur þörf á meiri tekjuafgangi ríkissjóðs en minni. Aðhald í ríkisfjármálum nú getur ráðið úrslitum um hvort hagsmunir almennings verði tryggðir til lengri tíma í kjölfar þess umróts sem orðið hefur.

Fastir pennar

Grikkland, Mer, Snorri, Fréttablaðið, Löngusker

Hér er sagt frá stuttri ferð til Grikklands og Frakklands, fjallað um Snorra Hjartarson og óholl áhrif hans á íslenskan kveðskap, fimm ára afmæli Fréttablaðsins, merkilegan Íslandsvin í Frakklandi og myndband sem sýnir flugvöll á Lönguskerjum...

Fastir pennar

Vandasamt verkefni

Fyrr eða síðar mun Seðlabankinn þurfa að lækka vexti aftur. Spurningin er einungis hvenær það verður skynsamlegra heldur en að halda áfram að hækka þá.

Fastir pennar

23. apríl 2001

Á þeim fimm árum sem útgáfa Fréttablaðsins spannar hefur ýmislegt breyst á íslenskum dagblaðamarkaði. Sumar þær breytingar má leiða líkur að að séu tilkomnar vegna áhrifa frá Fréttablaðinu, beint eða óbeint.

Fastir pennar

Innflytjendavandinn - martröð Evrópumannsins

Ótti Evrópumanna við innflytjendur er sálrænn frekar en röklegur. Hann byggist á okkar eigin sögu sem landnemar í öðrum heimsálfum. Hún hefur verið sigurganga fyrir hin nýju samfélög en um leið skelfingarsaga fyrir allt það fólk sem var fyrir hvarvetna þar sem útópíur Vesturlanda voru stofnsettar.

Fastir pennar

Þrýstingurinn eykst

Svigrúmið er vissulega til staðar því meira en helmingur þess sem er greitt fyrir hvern bensínlítra rennur beint í ríkissjóð. Og það er eitthvað stórlega bogið við að sú upphæð hækki um mörg hundruð milljónir á ári við að Bandaríkjamenn hóti Írönum ófriði.

Fastir pennar

Hafrannsóknir og Háskólinn

Hafrannsóknastofnunin gæti lagt grundvöll að doktorsnámi vísindamanna á þessu sviði, jafnt innlendra sem erlendra. Sameining við Háskólann gæti þannig orðið upphaf að nýjum tíma fyrir báðar stofnanirnar og leyst úr læðingi endurnýjaðan kraft í þessu mikilvæga vísindastarfi.

Fastir pennar

Gengið í Blásteinsbjörg

En það er ljótur leikur að ala á ótta fólks við hið óþekkta og framandi eins og Ásgeir gerir og það er jafnvel enn ljótari leikur að ala á þessum ótta og þessari neikvæðni án þess að neitt sérstakt tilefni sé til og án þess að bjóða upp á nokkra einustu raunverulega leið til að draga úr þessum ótta.

Fastir pennar

Land, þjóð og tunga

Evrópa er bræðslupottur ekki síður en Bandaríkin: hlutfall nýbúa í íbúafjöldanum er nú orðið svipað á báðum stöðum. Munurinn er sá, að Bandaríkin hafa verið bræðslupottur frá fyrstu tíð.

Fastir pennar

Einar Oddur

Kaupmáttur launa hefur aukist meir en í samkeppnislöndunum og umfram það sem leiða má af aukinni verðmætasköpun. Ástæðurnar eru margvíslegar og ábyrgðin liggur víða. Að hluta til má jafnvel tengja hana áhættuleikurum á erlendum fjármálamörkuðum. En afleiðingin var ójafnvægi sem hlaut að leiðréttast fyrr en síðar.

Fastir pennar