Fræðilega vanreifað mál. Hver axlar ábyrgðina? 29. apríl 2006 00:01 Djúpstæður ágreiningur er um þau áform ríkisstjórnarinnar að breyta Ríkisútvarpinu í hlutafélag. Ástæðurnar eru margar. Ein þeirra er sú að ríkisstjórnin ætlar að afnema almennar reglur um meðferð skattpeninga að því er varðar gegnsæi og jafnræði.Önnur er sú að ríkisstjórnin ætlar að virða að vettugi almennar samkeppnisreglur og alþjóðlegar skuldbindingar gagnvart EES á sviði útvarpsreksturs. Ætlun ríkisstjórnarinnar er meðal annars að brjóta reglur um jafnan aðgang að ýmsum menningarverðmætum þjóðarinnar. Ljóst er að ríkisstjórnin tekur ekki rökum í þessu efni. Fátt bendir til þess að ríkisstjórnin muni næsta haust hafa heilbrigðari skoðanir á grundvallarreglum um meðferð skattpeninga og á samkeppnisreglum á þessu sviði. Í því ljósi er ekkert sérstakt unnið við að draga niðurstöðuna. Jafnvel má líta á það sem kost að mál eins og þessi komist sem fyrst í dóm kjósenda og dómstóla. En svo vill til að önnur hlið er á málinu. Hún snýr að stjórnarskránni. Um álitaefni sem að henni lúta gilda einfaldlega önnur lögmál en hefðbundinn skoðanaágreining eða pólitísk átök. Ábyrgð ríkisstjórnar og Alþingis er mun ríkari í því efni. Kjarni málsins er sá að aldrei má leika minnsti vafi á að áformuð lagasetning standist stjórnarskrá. Ábyrgð á öllu því er varðar fulla virðingu gagnvart um stjórnarskránni hvílir vitaskuld á viðkomandi ráðherra, en einnig þingmönnum. En höfuðábyrgðina ber forsætisráðherra sem samkvæmt reglum um verkaskiptingu stjórnarráðsins fer með gæslu stjórnarskrárinnar og öll álitamál er að henni lúta. Stærsta álitaefnið sem tengist stjórnarskránni snýst um það hvort unnt er að undanþiggja nýtt hlutafélag sem verður í samkeppnisrekstri frá almennum reglum um dreifða eignaraðild að fjölmiðlum. Ágreiningslaust er að sú undanþága brýtur í bága við almenn sjónarmið um jafnræði milli þeirra sem stunda sambærilega starfsemi. Það er pólitískt mat hvort menn vilja virða slík sjónarmið að vettugi nema því aðeins að það stangist á við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Ríkisstjórnin taldi sig hafa sett fyrir þann leka með því að skjóta inn í almenn lög um fjölmiðla ákvæði sem eðli máls samkvæmt á heima í lögunum um Ríkisútvarpið hf. Þetta var gert að lítt athuguðu máli á elleftu stundu. Ýmsir lögfróðir menn telja hins vegar að þessi skyndiráðstöfun ríkisstjórnarinnar breyti ekki því mati að það stríði augljóslega gegn stjórnarskránni að gera þessa undantekningu. Aðrir telja verulegan vafa leika þar á. Og svo eru þeir sem telja að þetta sé álitaefni sem skoða þurfi betur. Í þeim hópi er einn fremsti lögvísindamaður landsins, Sigurður Líndal. Í hverju þróuðu lýðræðisríki telja menn sér skylt að taka þann tíma sem nauðsynlegur er til þess að ganga úr skugga um að minnsti vafi leiki ekki á stjórnarskrárgildi nýrra lagaáforma. Það álitaefni sem hér er til umræðu kom fyrst til skoðunar fyrir fimm dögum og er því bæði fræðilega vanreifað og stjórnmálalega órætt. Um þetta atriði gilda ekki almenn sjónarmið um afgreiðslu pólitískra ágreiningsefna. Í þeim verður meirihluti Alþingis á einhverjum tímapunkti að taka af skarið. En álitaefnið sem hér er til umfjöllunar er ekki pólitískur ágreiningur. Það lýtur að jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar, sem er óumdeild. Hver ætlar að taka stjórnskipulega ábyrgð á því að gegn henni verði að minnsta kosti hugsanlega brotið og það að óathuguðu máli? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Djúpstæður ágreiningur er um þau áform ríkisstjórnarinnar að breyta Ríkisútvarpinu í hlutafélag. Ástæðurnar eru margar. Ein þeirra er sú að ríkisstjórnin ætlar að afnema almennar reglur um meðferð skattpeninga að því er varðar gegnsæi og jafnræði.Önnur er sú að ríkisstjórnin ætlar að virða að vettugi almennar samkeppnisreglur og alþjóðlegar skuldbindingar gagnvart EES á sviði útvarpsreksturs. Ætlun ríkisstjórnarinnar er meðal annars að brjóta reglur um jafnan aðgang að ýmsum menningarverðmætum þjóðarinnar. Ljóst er að ríkisstjórnin tekur ekki rökum í þessu efni. Fátt bendir til þess að ríkisstjórnin muni næsta haust hafa heilbrigðari skoðanir á grundvallarreglum um meðferð skattpeninga og á samkeppnisreglum á þessu sviði. Í því ljósi er ekkert sérstakt unnið við að draga niðurstöðuna. Jafnvel má líta á það sem kost að mál eins og þessi komist sem fyrst í dóm kjósenda og dómstóla. En svo vill til að önnur hlið er á málinu. Hún snýr að stjórnarskránni. Um álitaefni sem að henni lúta gilda einfaldlega önnur lögmál en hefðbundinn skoðanaágreining eða pólitísk átök. Ábyrgð ríkisstjórnar og Alþingis er mun ríkari í því efni. Kjarni málsins er sá að aldrei má leika minnsti vafi á að áformuð lagasetning standist stjórnarskrá. Ábyrgð á öllu því er varðar fulla virðingu gagnvart um stjórnarskránni hvílir vitaskuld á viðkomandi ráðherra, en einnig þingmönnum. En höfuðábyrgðina ber forsætisráðherra sem samkvæmt reglum um verkaskiptingu stjórnarráðsins fer með gæslu stjórnarskrárinnar og öll álitamál er að henni lúta. Stærsta álitaefnið sem tengist stjórnarskránni snýst um það hvort unnt er að undanþiggja nýtt hlutafélag sem verður í samkeppnisrekstri frá almennum reglum um dreifða eignaraðild að fjölmiðlum. Ágreiningslaust er að sú undanþága brýtur í bága við almenn sjónarmið um jafnræði milli þeirra sem stunda sambærilega starfsemi. Það er pólitískt mat hvort menn vilja virða slík sjónarmið að vettugi nema því aðeins að það stangist á við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Ríkisstjórnin taldi sig hafa sett fyrir þann leka með því að skjóta inn í almenn lög um fjölmiðla ákvæði sem eðli máls samkvæmt á heima í lögunum um Ríkisútvarpið hf. Þetta var gert að lítt athuguðu máli á elleftu stundu. Ýmsir lögfróðir menn telja hins vegar að þessi skyndiráðstöfun ríkisstjórnarinnar breyti ekki því mati að það stríði augljóslega gegn stjórnarskránni að gera þessa undantekningu. Aðrir telja verulegan vafa leika þar á. Og svo eru þeir sem telja að þetta sé álitaefni sem skoða þurfi betur. Í þeim hópi er einn fremsti lögvísindamaður landsins, Sigurður Líndal. Í hverju þróuðu lýðræðisríki telja menn sér skylt að taka þann tíma sem nauðsynlegur er til þess að ganga úr skugga um að minnsti vafi leiki ekki á stjórnarskrárgildi nýrra lagaáforma. Það álitaefni sem hér er til umræðu kom fyrst til skoðunar fyrir fimm dögum og er því bæði fræðilega vanreifað og stjórnmálalega órætt. Um þetta atriði gilda ekki almenn sjónarmið um afgreiðslu pólitískra ágreiningsefna. Í þeim verður meirihluti Alþingis á einhverjum tímapunkti að taka af skarið. En álitaefnið sem hér er til umfjöllunar er ekki pólitískur ágreiningur. Það lýtur að jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar, sem er óumdeild. Hver ætlar að taka stjórnskipulega ábyrgð á því að gegn henni verði að minnsta kosti hugsanlega brotið og það að óathuguðu máli?