ESB og atvinnulífið 28. apríl 2006 00:01 Atvinnurekendur vinna gegn eigin hagsmunum, ef þeir hefja baráttu fyrir inngöngu í Evrópusambandið. Það er þeim í hag, að við stöndum utan þess, en nýtum sérstöðu okkar. Rökin fyrir aðild að Evrópusambandinu hafa að vísu styrkst við það, að Bandaríkin virðast ekki vera reiðubúin til að standa að fullu við skuldbindingar sínar samkvæmt varnarsamningnum. Eistland gekk ekki í Evrópusambandið, af því að það vildi fá að selja vöru á evrópskan markað, því að það hefði staðið því til boða án aðildar (til dæmis með aðild að Evrópska efnahagssvæðinu). Eistland gerðist Evrópusambandsríki af öryggisástæðum. Það leitaði skjóls gagnvart rússneska birninum. Öryggisrökin fyrir aðild eru þó ekki sterk. Evrópusambandið er ekki öflugt herveldi eins og Bandaríkin, og það er í sjálfu sér sundurþykkt. Þrátt fyrir allt er samstarf við Bandaríkin innan Atlantshafsbandalagsins vænlegri kostur. Meginrökin fyrir aðild að Evrópusambandinu eru hins vegar, að þá taka Íslendingar þátt í ákvörðunum, sem þá varða. En þessi rök eru ekki heldur sterk. Ítök smáþjóða í Evrópusambandinu eru hverfandi þrátt fyrir allt tyllidagatal. Stórþjóðirnar, Frakkar og Þjóðverjar og ef til vill Bretar, ráða því, sem máli skiptir. Og stuðningsmenn aðildar geta ekki nefnt eitt einasta dæmi um það, að komið hafi að sök, að við erum ekki í sambandinu. Rökin gegn aðild eru enn sterk. Í fyrsta lagi eru Íslendingar rík þjóð og yrðu þess vegna að greiða meira til sjóða sambandsins en þeir fengju úr þeim. Margvíslegt kostnaðarsamt umstang myndi fylgja aðild. Giskað hefur verið á, að beinn kostnaður umfram ávinning næmi tugum milljarða á ári. Það er líka umhugsunarefni, að ríkustu þjóðir Efnahagssamvinnustofnunarinnar, O. E. C. D., eru Lúxemborg, Svissland, Noregur, Bandaríkin og Ísland. Af þeim eru fjórar utan Evrópusambandsins. Kunnum við ekki prýðilega við okkur með Svisslandi og Noregi? Í öðru lagi myndum við afhenda stjórnarherrunum í Brüssel yfirráð yfir Íslandsmiðum. Í aðildarsamningi fengjum við ef til vill tímabundinn einkaaðgang að þessum miðum, en það yrði fyrir náð stjórnarherranna ytra, ekki sjálfsagður réttur okkar. Skýr ákvæði eru í samþykktum Evrópusambandsins um sameiginlegan aðgang allra aðildarþjóða að auðlindum. Fiskveiðistefna Evrópusambandsins er mjög ómarkviss. Þar er ekki eins og hér gert ráð fyrir einkanýtingarrétti til lausnar ofnýtingum fiskimiða, heldur árlegu skæklatogi þrýstihópa og stjórnvalda, sem leiðir af sér offjárfestingu og rányrkju. Í þriðja lagi ættu atvinnurekendur öðrum frekar að skilja, að okkur hentar ekki að ganga í Evrópusambandið og taka á okkur ýmsar skuldbindingar, sem við erum nú lausir við. Evrópskur vinnumarkaður er reyrður í fjötra. Kostnaðarsamt er að segja mönnum upp, svo að vinnuveitendur hika við að ráða nýtt fólk. Atvinnuleysi æskumanna er þess vegna mikið. Reglugerðarfargan er að sliga evrópsk fyrirtæki. Hinn félagslegi sáttmáli, sem flestar Evrópusambandsþjóðirnar hafa skrifað undir, gerir atvinnulífinu erfitt fyrir um að bregðast við nýjum aðstæðum og eykur enn á atvinnuleysið. Íslenskt hagkerfi er á hinn bóginn þjált og sveigjanlegt og ákjósanlegur vettvangur framtaksmanna. Sá tími er liðinn, að við þurfum að leita til útlanda um fyrirmyndir. Nú getum við verið fyrirmynd annarra. Íslenskir atvinnurekendur ættu að hefja baráttu fyrir því, að Ísland verði frjálsasta land í heimi samkvæmt vísitölu atvinnufrelsis, en nú er það hið 13. í röðinni. Einkum þarf tvennt til. Annars vegar verður að minnka opinber umsvif með því að einkavæða fleiri opinber fyrirtæki, til dæmis Íbúðalánasjóð og Landsvirkjun, og lækka skatta. Hins vegar er orðið tímabært að auka frelsi í viðskiptum með matvæli og aðra vöru, sem nýtur verndar. Halda þarf áfram að laða fyrirtæki og fjármagn að landinu. Ísland ætti að verða fjármálamiðstöð og fríhöfn með há laun, lága skatta og eðlilegt matvælaverð. Getur það ekki orðið Evrópusambandinu það, sem Hong Kong var Kína? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Hólmsteinn Gissurarson Skoðanir Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Íslandi í jólgjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun
Atvinnurekendur vinna gegn eigin hagsmunum, ef þeir hefja baráttu fyrir inngöngu í Evrópusambandið. Það er þeim í hag, að við stöndum utan þess, en nýtum sérstöðu okkar. Rökin fyrir aðild að Evrópusambandinu hafa að vísu styrkst við það, að Bandaríkin virðast ekki vera reiðubúin til að standa að fullu við skuldbindingar sínar samkvæmt varnarsamningnum. Eistland gekk ekki í Evrópusambandið, af því að það vildi fá að selja vöru á evrópskan markað, því að það hefði staðið því til boða án aðildar (til dæmis með aðild að Evrópska efnahagssvæðinu). Eistland gerðist Evrópusambandsríki af öryggisástæðum. Það leitaði skjóls gagnvart rússneska birninum. Öryggisrökin fyrir aðild eru þó ekki sterk. Evrópusambandið er ekki öflugt herveldi eins og Bandaríkin, og það er í sjálfu sér sundurþykkt. Þrátt fyrir allt er samstarf við Bandaríkin innan Atlantshafsbandalagsins vænlegri kostur. Meginrökin fyrir aðild að Evrópusambandinu eru hins vegar, að þá taka Íslendingar þátt í ákvörðunum, sem þá varða. En þessi rök eru ekki heldur sterk. Ítök smáþjóða í Evrópusambandinu eru hverfandi þrátt fyrir allt tyllidagatal. Stórþjóðirnar, Frakkar og Þjóðverjar og ef til vill Bretar, ráða því, sem máli skiptir. Og stuðningsmenn aðildar geta ekki nefnt eitt einasta dæmi um það, að komið hafi að sök, að við erum ekki í sambandinu. Rökin gegn aðild eru enn sterk. Í fyrsta lagi eru Íslendingar rík þjóð og yrðu þess vegna að greiða meira til sjóða sambandsins en þeir fengju úr þeim. Margvíslegt kostnaðarsamt umstang myndi fylgja aðild. Giskað hefur verið á, að beinn kostnaður umfram ávinning næmi tugum milljarða á ári. Það er líka umhugsunarefni, að ríkustu þjóðir Efnahagssamvinnustofnunarinnar, O. E. C. D., eru Lúxemborg, Svissland, Noregur, Bandaríkin og Ísland. Af þeim eru fjórar utan Evrópusambandsins. Kunnum við ekki prýðilega við okkur með Svisslandi og Noregi? Í öðru lagi myndum við afhenda stjórnarherrunum í Brüssel yfirráð yfir Íslandsmiðum. Í aðildarsamningi fengjum við ef til vill tímabundinn einkaaðgang að þessum miðum, en það yrði fyrir náð stjórnarherranna ytra, ekki sjálfsagður réttur okkar. Skýr ákvæði eru í samþykktum Evrópusambandsins um sameiginlegan aðgang allra aðildarþjóða að auðlindum. Fiskveiðistefna Evrópusambandsins er mjög ómarkviss. Þar er ekki eins og hér gert ráð fyrir einkanýtingarrétti til lausnar ofnýtingum fiskimiða, heldur árlegu skæklatogi þrýstihópa og stjórnvalda, sem leiðir af sér offjárfestingu og rányrkju. Í þriðja lagi ættu atvinnurekendur öðrum frekar að skilja, að okkur hentar ekki að ganga í Evrópusambandið og taka á okkur ýmsar skuldbindingar, sem við erum nú lausir við. Evrópskur vinnumarkaður er reyrður í fjötra. Kostnaðarsamt er að segja mönnum upp, svo að vinnuveitendur hika við að ráða nýtt fólk. Atvinnuleysi æskumanna er þess vegna mikið. Reglugerðarfargan er að sliga evrópsk fyrirtæki. Hinn félagslegi sáttmáli, sem flestar Evrópusambandsþjóðirnar hafa skrifað undir, gerir atvinnulífinu erfitt fyrir um að bregðast við nýjum aðstæðum og eykur enn á atvinnuleysið. Íslenskt hagkerfi er á hinn bóginn þjált og sveigjanlegt og ákjósanlegur vettvangur framtaksmanna. Sá tími er liðinn, að við þurfum að leita til útlanda um fyrirmyndir. Nú getum við verið fyrirmynd annarra. Íslenskir atvinnurekendur ættu að hefja baráttu fyrir því, að Ísland verði frjálsasta land í heimi samkvæmt vísitölu atvinnufrelsis, en nú er það hið 13. í röðinni. Einkum þarf tvennt til. Annars vegar verður að minnka opinber umsvif með því að einkavæða fleiri opinber fyrirtæki, til dæmis Íbúðalánasjóð og Landsvirkjun, og lækka skatta. Hins vegar er orðið tímabært að auka frelsi í viðskiptum með matvæli og aðra vöru, sem nýtur verndar. Halda þarf áfram að laða fyrirtæki og fjármagn að landinu. Ísland ætti að verða fjármálamiðstöð og fríhöfn með há laun, lága skatta og eðlilegt matvælaverð. Getur það ekki orðið Evrópusambandinu það, sem Hong Kong var Kína?
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun