Ný stjórnarskrárspurning 25. apríl 2006 00:01 Ríkisstjórnin hefur gert úr garði frumvarp til laga um fjölmiðla. Tilraun fyrri ríkisstjórnar til þess að koma fram slíkum lögum leiddi til einhverra hatrömmustu pólitísku deilna í þjóðfélaginu um langan tíma. Nýja frumvarpið hefur allt annað yfirbragð og er bæði hófsamara og málefnalegra en það fyrra. Það er ávöxtur nefndarstarfs fulltrúa allra þingflokka. En af sjálfu leiðir að í því má glöggt sjá ummerki málamiðlana. Líklegt er að það skýri að sum ákvæði eru ekki jafn ljós og glögg um efni og markmið eins og æskilegt er að góður lagatexti sé. Ýmislegt í frumvarpinu þarfnast því nánari skoðunar og umhugsunar. Kjarnaatriði frumvarpsins snýr hins vegar að takmörkun á eignarhaldi fjölmiðla. Takmarkanir af þessu tagi geta eðli máls samkvæmt verið umdeilanlegar. Fjölmiðlar sem náð hafa tiltekinni stærð gegna ríku almannaþjónustuhlutverki. Rökin fyrir takmörkun á eignarhaldi sýnast vera þau helst að dreifa fjármálaábyrgðinni að baki þeim skyldum sem þessari almannaþjónustu fylgja. Ráð er fyrir því gert að takmarka við fjórðungshlut eign einstaks aðila í fjölmiðlum sem náð hafa ákveðinni stærð á markaði. Það þarf í sjálfu sér ekki að vera óeðlilegt með skírskotun til almannaþjónustunnar. Flest bendir til að slík regla samrýmist bæði atvinnufrelsis- og tjáningarfrelsisákvæðum stjórnarskrárinnar. Líklegt er að reglur af þessu tagi geti leitt til þess að sæmilegri pólitískur friður megi ríkja um almenn starfsskilyrði fjölmiðla en verið hefur. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að Ríkisútvarpið í núverandi mynd verði undanþegið meginreglunni um takmörkun eignarhalds. Að auki eru nokkrar aðrar sérreglur um Ríkisútvarpið. Ljóst er að þessi ákvæði verða gildislaus þegar samþykkt hafa verið lög um nýtt hlutafélag sem annast á útvarpsrekstur fyrir ríkisvaldið. Spurning er hvort unnt er að láta sams konar undanþáguákvæði koma í staðinn er taki til Ríkisútvarpsins hf. Ríkisútvarpið hf. verður slitið úr öllum tengslum við almennar réttarreglur um opinberan rekstur. Yfirlýst markmið með stofnun hlutafélagsins er að gera það samkeppnisfært á almennum fjölmiðlamarkaði. Fyrir þá sök verður trauðla séð að önnur rök geti gilt um handhafa hlutabréfs í því félagi en handhafa hlutabréfa í öðrum sambærilegum félögum. þegar Ríkisútvarpið hf. hefur verið aftengt almennum stjórnsýslureglum standa rök til þess að sömu takmarkanir gildi um stærð eignarhluta í því og öðrum sem sinna almannaþjónustu með áþekkum hætti. Verulegt álitamál hlýtur að minnsta kosti að vera hvort önnur skipan stæðist jafnréttisákvæði stjórnarskrárinnar. Ekki er því óhugsandi að ríkisvaldinu gæti einfaldlega orðið skylt með hliðsjón af jafnréttisákvæði stjórnarskrárinnar að selja þrjá fjórðunga af hlut sínum í nýja hlutafélaginu. Mönnum getur sýnst sitthvað um ágæti þess en þetta álitaefni eitt og sér ætti þó ekki að trufla framgang fjölmiðlafrumvarpsins. Það verður aðeins eitt af fjölmörgum óljósum lögfræðilegum álitaefnum varðandi stofnun Ríkisútvarpsins hf. sem dómstólar en ekki Alþingi munu ráða til lykta á næstu misserum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Ríkisstjórnin hefur gert úr garði frumvarp til laga um fjölmiðla. Tilraun fyrri ríkisstjórnar til þess að koma fram slíkum lögum leiddi til einhverra hatrömmustu pólitísku deilna í þjóðfélaginu um langan tíma. Nýja frumvarpið hefur allt annað yfirbragð og er bæði hófsamara og málefnalegra en það fyrra. Það er ávöxtur nefndarstarfs fulltrúa allra þingflokka. En af sjálfu leiðir að í því má glöggt sjá ummerki málamiðlana. Líklegt er að það skýri að sum ákvæði eru ekki jafn ljós og glögg um efni og markmið eins og æskilegt er að góður lagatexti sé. Ýmislegt í frumvarpinu þarfnast því nánari skoðunar og umhugsunar. Kjarnaatriði frumvarpsins snýr hins vegar að takmörkun á eignarhaldi fjölmiðla. Takmarkanir af þessu tagi geta eðli máls samkvæmt verið umdeilanlegar. Fjölmiðlar sem náð hafa tiltekinni stærð gegna ríku almannaþjónustuhlutverki. Rökin fyrir takmörkun á eignarhaldi sýnast vera þau helst að dreifa fjármálaábyrgðinni að baki þeim skyldum sem þessari almannaþjónustu fylgja. Ráð er fyrir því gert að takmarka við fjórðungshlut eign einstaks aðila í fjölmiðlum sem náð hafa ákveðinni stærð á markaði. Það þarf í sjálfu sér ekki að vera óeðlilegt með skírskotun til almannaþjónustunnar. Flest bendir til að slík regla samrýmist bæði atvinnufrelsis- og tjáningarfrelsisákvæðum stjórnarskrárinnar. Líklegt er að reglur af þessu tagi geti leitt til þess að sæmilegri pólitískur friður megi ríkja um almenn starfsskilyrði fjölmiðla en verið hefur. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að Ríkisútvarpið í núverandi mynd verði undanþegið meginreglunni um takmörkun eignarhalds. Að auki eru nokkrar aðrar sérreglur um Ríkisútvarpið. Ljóst er að þessi ákvæði verða gildislaus þegar samþykkt hafa verið lög um nýtt hlutafélag sem annast á útvarpsrekstur fyrir ríkisvaldið. Spurning er hvort unnt er að láta sams konar undanþáguákvæði koma í staðinn er taki til Ríkisútvarpsins hf. Ríkisútvarpið hf. verður slitið úr öllum tengslum við almennar réttarreglur um opinberan rekstur. Yfirlýst markmið með stofnun hlutafélagsins er að gera það samkeppnisfært á almennum fjölmiðlamarkaði. Fyrir þá sök verður trauðla séð að önnur rök geti gilt um handhafa hlutabréfs í því félagi en handhafa hlutabréfa í öðrum sambærilegum félögum. þegar Ríkisútvarpið hf. hefur verið aftengt almennum stjórnsýslureglum standa rök til þess að sömu takmarkanir gildi um stærð eignarhluta í því og öðrum sem sinna almannaþjónustu með áþekkum hætti. Verulegt álitamál hlýtur að minnsta kosti að vera hvort önnur skipan stæðist jafnréttisákvæði stjórnarskrárinnar. Ekki er því óhugsandi að ríkisvaldinu gæti einfaldlega orðið skylt með hliðsjón af jafnréttisákvæði stjórnarskrárinnar að selja þrjá fjórðunga af hlut sínum í nýja hlutafélaginu. Mönnum getur sýnst sitthvað um ágæti þess en þetta álitaefni eitt og sér ætti þó ekki að trufla framgang fjölmiðlafrumvarpsins. Það verður aðeins eitt af fjölmörgum óljósum lögfræðilegum álitaefnum varðandi stofnun Ríkisútvarpsins hf. sem dómstólar en ekki Alþingi munu ráða til lykta á næstu misserum.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun