Enski boltinn

Aubameyang með malaríu

Pierre-Emerick Aubameyang, framherji Arsenal, greyndi frá því á samfélagsmiðlum í dag að hann sé að glíma við hitabeltissjúkdóminn malaríu. Aubameyang veiktist í landsliðsverkefni með Gabon fyrir nokkrum vikum.

Enski boltinn

Æfur vegna eigin Twitterfærslu

Phil Foden hefur átt frábært tímabil í vetur, eða frá því að hann heimsótti Ísland í september og varð uppvís að því að brjóta sóttvarnareglur með því að fá íslenskar konur í heimsókn á hótel enska landsliðsins. Nú er hann hins vegar æfur út í fyrirtækið sem sér um samfélagsmiðla hans.

Enski boltinn

Líflína fyrir WBA

West Bromwich Albion gerði sér lítið fyrir og skellti Southampton 3-0 í næst síðasta leik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni.

Enski boltinn

Fannst Fred ömurlegur þrátt fyrir markið

Þrátt fyrir að Fred hafi skorað í 1-3 sigri Manchester United á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í gær fannst Roy Keane lítið til frammistöðu Brasilíumannsins koma. Raunar fannst Keane Fred ægilega lélegur í leiknum.

Enski boltinn

Fagna ekki öðru sætinu

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segir að það sé engin gleði í herbúðum Man. United með að lenda í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar, verði það raunin.

Enski boltinn

Salah: Nei, ekki aftur

Það fór um Mohamed Salah, framherja Liverpool, er Aston Villa komst yfir á Anfield í dag en ensku meistararnir náðu að snúa við taflinu og vinna mikilvægan 2-1 sigur.

Enski boltinn