„Bitnar aðallega á leikmönnunum“ Sindri Sverrisson skrifar 10. september 2021 14:46 Jürgen Klopp er með þrjá Brasilíumenn í sínum hópi. Getty/Andrew Powell Jürgen Klopp, Pep Guardiola og Thomas Tuchel eru meðal þeirra sem harma þá stöðu sem upp er komin í enska boltanum varðandi brasilísku leikmennina sem bannað hefur verið að spila um helgina. Enn standa yfir viðræður til að leysa úr stöðunni. Eins og fram hefur komið fór brasilíska knattspyrnusambandið fram á það við FIFA að leikmennirnir yrðu settir í fimm daga bann vegna þess að félagsliðin þeirra bönnuðu þeim að ferðast frá Englandi til Suður-Ameríku í leiki í undankeppni HM. Bannið snertir Alisson, Fabinho og Roberto Firmino (Liverpool), Ederson og Gabriel Jesus (Manchester City), Raphinha (Leeds United), Fred (Manchester United) og Thiago Silva (Chelsea). Félagslið þeirra bönnuðu þeim að fara til Suður-Ameríku vegna þess að við komuna heim til Englands hefðu þeir þurft að fara í tíu daga sóttkví samkvæmt Covid-reglum breskra stjórnvalda, komandi frá löndum á „rauðum lista“. „Félögin vildu leyfa þeim að fara en það var ekki gerlegt“ Klopp og hans lið verður hvað verst fyrir barðinu á banninu, verði því ekki aflétt, en Liverpool mætir Leeds á útivelli á sunnudaginn. „Bobby [Firmino] getur ekki spilað vegna meiðsla frá síðasta leik. En þetta er mjög snúin staða fyrir félögin og leikmennina sérstaklega. Við skulum ekki gleyma því að leikmennirnir vildu spila þessa landsleiki. Félögin vildu leyfa þeim að fara en það var bara ekki gerlegt,“ sagði Klopp og vísaði í ákvörðun breskra stjórnvalda. „Þetta bitnar aðallega á leikmönnunum því þeir fá ekki að spila. Það er það sem þeir elska að gera. Þetta er ekki í lagi,“ sagði Klopp og bætti við: „Það geysar heimsfaraldur. Stundum finnst manni það ekki vera en svo erum við minnt á það. Knattspyrnumenn hafa fengið undanþágur sem hafa ekki leitt til neinnar smitdreifingar vegna alls þess sem við þurfum að gera í hverri viku. Þetta er ólíkt því sem er annars staðar í samfélaginu. Við förum í smitpróf þrisvar í viku.“ Thomas Tuchel þarf líklega að spjara sín án Thiago Silva.Getty/Harriet Lander „Skil ekkert í stöðunni né hvað við getum gert“ „Ég skil ekkert í þessu. Þetta er óskiljanlegt, sama hvernig maður lítur á þetta. Meikar þetta sens fyrir Brasilíu? Nei. Meikar þetta sens fyrir okkur? Nei,“ sagði Tuchel, stjóri Chelsea, spurður út í væntanlega fjarveru Thiago Silva í leiknum við Aston Villa á morgun. „Ef að við hefðum sent hann í landsleikina hefði hann þurft að vera í tíu daga á hótelherbergi án þess að mega æfa. Ég veit ekki hvort nokkur sér eitthvað gott við þetta,“ sagði Tuchel. Pep Guardiola botnar ekkert í stöðunni.Getty/Matt McNulty Guardiola, stjóri Manchester City, tók í sama streng en hann gæti þurft að spjara sig án Jesus og Ederson. „Vonandi geta þeir spilað. Við bíðum og sjáum hvort það verða einhverjar fréttir á morgun en það verður að koma í ljós. Ég skil ekkert í stöðunni né hvað við getum gert,“ sagði Guardiola. Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Í beinni: Chelsea - Morecambe | Reynist D-deildarliðið hindrun? Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Sjá meira
Enn standa yfir viðræður til að leysa úr stöðunni. Eins og fram hefur komið fór brasilíska knattspyrnusambandið fram á það við FIFA að leikmennirnir yrðu settir í fimm daga bann vegna þess að félagsliðin þeirra bönnuðu þeim að ferðast frá Englandi til Suður-Ameríku í leiki í undankeppni HM. Bannið snertir Alisson, Fabinho og Roberto Firmino (Liverpool), Ederson og Gabriel Jesus (Manchester City), Raphinha (Leeds United), Fred (Manchester United) og Thiago Silva (Chelsea). Félagslið þeirra bönnuðu þeim að fara til Suður-Ameríku vegna þess að við komuna heim til Englands hefðu þeir þurft að fara í tíu daga sóttkví samkvæmt Covid-reglum breskra stjórnvalda, komandi frá löndum á „rauðum lista“. „Félögin vildu leyfa þeim að fara en það var ekki gerlegt“ Klopp og hans lið verður hvað verst fyrir barðinu á banninu, verði því ekki aflétt, en Liverpool mætir Leeds á útivelli á sunnudaginn. „Bobby [Firmino] getur ekki spilað vegna meiðsla frá síðasta leik. En þetta er mjög snúin staða fyrir félögin og leikmennina sérstaklega. Við skulum ekki gleyma því að leikmennirnir vildu spila þessa landsleiki. Félögin vildu leyfa þeim að fara en það var bara ekki gerlegt,“ sagði Klopp og vísaði í ákvörðun breskra stjórnvalda. „Þetta bitnar aðallega á leikmönnunum því þeir fá ekki að spila. Það er það sem þeir elska að gera. Þetta er ekki í lagi,“ sagði Klopp og bætti við: „Það geysar heimsfaraldur. Stundum finnst manni það ekki vera en svo erum við minnt á það. Knattspyrnumenn hafa fengið undanþágur sem hafa ekki leitt til neinnar smitdreifingar vegna alls þess sem við þurfum að gera í hverri viku. Þetta er ólíkt því sem er annars staðar í samfélaginu. Við förum í smitpróf þrisvar í viku.“ Thomas Tuchel þarf líklega að spjara sín án Thiago Silva.Getty/Harriet Lander „Skil ekkert í stöðunni né hvað við getum gert“ „Ég skil ekkert í þessu. Þetta er óskiljanlegt, sama hvernig maður lítur á þetta. Meikar þetta sens fyrir Brasilíu? Nei. Meikar þetta sens fyrir okkur? Nei,“ sagði Tuchel, stjóri Chelsea, spurður út í væntanlega fjarveru Thiago Silva í leiknum við Aston Villa á morgun. „Ef að við hefðum sent hann í landsleikina hefði hann þurft að vera í tíu daga á hótelherbergi án þess að mega æfa. Ég veit ekki hvort nokkur sér eitthvað gott við þetta,“ sagði Tuchel. Pep Guardiola botnar ekkert í stöðunni.Getty/Matt McNulty Guardiola, stjóri Manchester City, tók í sama streng en hann gæti þurft að spjara sig án Jesus og Ederson. „Vonandi geta þeir spilað. Við bíðum og sjáum hvort það verða einhverjar fréttir á morgun en það verður að koma í ljós. Ég skil ekkert í stöðunni né hvað við getum gert,“ sagði Guardiola.
Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Í beinni: Chelsea - Morecambe | Reynist D-deildarliðið hindrun? Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Sjá meira