Bíó og sjónvarp

Richard Donner er látinn

Leikstjórinn og framleiðandinn Richard Donner lést í dag, 91 árs að aldri. Hann var helst þekktur fyrir að hafa leikstýrt Lethal Weapon fjórleiknum og fyrstu Superman kvikmyndinni.

Bíó og sjónvarp

Kvikmyndin Leynilögga keppir um Gyllta hlébarðann

Á blaðamannafundi í morgun tilkynnti listrænn stjórnandi Locarno að kvikmyndin Leynilögga hafi verið valin á hátíðina. Kvikmyndin keppir þar í aðalkeppni hátíðarinnar sem nefnist Concorso internacionale þar sem keppt er um Gyllta hlébarðann eða Pardo d‘Oro, ein virtustu kvikmyndaverðlaun sem veitt eru ár hvert.

Bíó og sjónvarp

Sunneva svarar fyrir sig

Sunneva Ása Weishappel, leikmyndahönnuður sjónvarpsþáttanna Kötlu sem eru í sýningu á Netflix, segir Arnar Orra Bjarnason, framkvæmdastjóra Irmu studio, vega að sér opinberlega í nýlegri Facebook-færslu. Um leið vinnu hennar, hugmyndum og hæfileikum. Hún geti því ekki annað en svarað fyrir sig.

Bíó og sjónvarp

Leikari úr Friends er með krabbamein

Leikarinn James Michael Tyler hefur tilkynnt að hann hafi greinst með fjórða stigs krabbamein í blöðruhálskirtli. Hann er þekktastur fyrir hlutverk sitt í gamanþáttunum Friends en hann lék þjóninn Gunther.

Bíó og sjónvarp

Dýrið fer á Cannes

Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson hefur verið valin til þátttöku í Un Certain Regard keppni, sem er hluti af aðaldagskrá alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Cannes, sem fer fram dagana 6. - 17. júlí. Frá þessu er greint á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.

Bíó og sjónvarp

Tökur hafnar á House of the Dragon

Tökur eru hafnar á þáttunum House of the Dragon, sem er úr smiðjum HBO og byggja á bókum George RR Martin, A Song of Ice and Fire og öðrum. Það eru sömu bækur og þættirnir vinsælu Game of Thrones byggðu á.

Bíó og sjónvarp