Bíó og sjónvarp

Kaldaljós kom sá og sigraði

Kvikmyndin Kaldaljós eftir Hilmar Oddsson krækti í fimm verðlaun á Edduverðlaunahátíðinni sem haldin var á Hótel Nordica. Kaldaljós var valin mynd ársins, Ingvar E. Sigurðsson var valinn besti leikarinn og Kristbjörg Kjeld besta leikkonan í aukahlutverki. Hilmar Oddsson fékk einnig verðlaun fyrir leikstjórn Kaldaljóss og Sigurður Sverrir Pálsson fyrir besta hljóð og mynd.

Bíó og sjónvarp

Tilnefnd og ótilnefndur

Stórleikkonan Helga Braga og sjónvarpsmaðurinn Kristján Kristjánsson úr Kastljósinu eru kynnar Edduverðlaunanna sem afhent verða á Nordica Hóteli sunnudagskvöldið 14. nóvember.

Bíó og sjónvarp

Góð þátttaka í kosningu til Edduverðlaunanna

Kosning til Edduverðlaunanna stendur nú sem hæst en kosningu lýkur á laugardag. Íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían (ÍKSA) kynnti tilnefningar til Edduverðlaunanna í lok október og hófst þá einnig Netkosning hér á Vísi. Almenningi gefst eingöngu kostur á að kjósa á Vísi. Þátttaka hefur verið mjög góð, á sjötta þúsund manns hafa tekið þátt í kosningunni.

Bíó og sjónvarp

Norrænir bíódagar

Norrænir bíódagar standa nú yfir í Háskólabíói og í Sambíóunum í Keflavík. Sýndar verða sex úrvalsmyndir frá Svíþjóð, Noregi Danmörku. Þeirra á meðal er sænska gamanmyndin Kops, í leikstjórn Josef Fares, þess hins sama og gerði síðast smellinn "Jalla Jalla". Þá er sjálfstætt framhald myndarinnar Elling sýnt á norrænum bíódögum, Mors Elling.

Bíó og sjónvarp

Sögurnar eru þemað í ár

"Hátíðin verður með hefðbundnu sniði enda ekki þörf á að breyta strúktúrnum. Þó má upplýsa að þemað í þetta sinn er "sögurnar". Þessi bransi gengur út á að segja sögur í ýmsu formi og innslögin segja okkur sögurnar á bak við tjöldin; hvaða hlutverki hver og einn gegnir," segir Pétur Óli Gíslason framkvæmdastjóri Storm, sem sér um Eddu-verðlaunahátíðina.

Bíó og sjónvarp

Ætlar að kaupa sér nýja skyrtu

"Þetta kom mér mjög á óvart og ég átti alls ekki von á þessu. Fékk bullandi hjartslátt við tilnefninguna en er búinn að jafna mig. Það er allt í fínu lagi núna," segir kvikmyndagerðarmaðurinn Páll Steingrímsson þegar hann er spurður út í stóru tíðindin; að fá heiðursverðlaun Eddu þetta árið.

Bíó og sjónvarp

Helmingur frá stöðvum Norðurljósa

Sjónvarpsmaður ársins verður krýndur á Edduverðlaunahátíðinni sunnudaginn 14. nóvember. Almenningur getur valið úr hópi 38 sjónvarpsmanna á Vísi en auk þess mun Gallup spyrja um hug almennings í skoðanakönnun. Atkvæðagreiðslan á <a href="http://www.visir.is/?pageid=506"><strong>vísir.is</strong></a> stendur til miðnættis 13. nóvember.

Bíó og sjónvarp

Aldrei fleiri innsend verk á Eddu

Frestur til að skila inn verkum vegna Edduverðlaunanna 2004 rann út um helgina og hafa aldrei áður borist fleiri innsendingar, eða alls tæplega 70 mismunandi verk. Valnefndir hafa tekið til starfa en þeirra hlutverk er að velja þrjár til fimm tilnefningar í hvern flokk.

Bíó og sjónvarp

Fátt kom á óvart

"Jón Ársæll snýr aftur í keppninni um sjónvarpsþátt ársins, ásam Brennidepli sjónvarps og kvöldvöku Sirríar. Verðlaunin í þeirri deild verða sorglegur minnisvarði um stöðu innlendrar dagskrárgerðar í lagaumhverfi sjónvarpsstöðva á Íslandi". Páll Baldvin Baldvinsson, blaðamaður á DV fjallar um tilnefningar til Edduverðlaunanna.

Bíó og sjónvarp

EDDA 2004: Netkosning hafin á Vísi

Íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían (ÍKSA) kynnti í gær tilnefningar til Edduverðlaunanna 2004. Þá hófst einnig Netkosning hér á Vísi en almenningi gefst eingöngu kostur á að kjósa á Vísi. Netkosningin stendur til klukkan 14:00 13. nóvember.

Bíó og sjónvarp

Kaldaljós með flestar tilnefningar

Kvikmyndin Kaldaljós, sem Hilmar Oddsson gerði eftir samnefndri skáldsögu Vigdísar Grímsdóttur hlýtur flestar tilnefningar til Eddunnar, verðlauna Íslensku kvikmynda- og sjónvarspakademíunnar í ár. Kaldaljós er ein þriggja mynda sem tilnefnd er sem bíómynd ársins. Páll Steingrímsson kvikmyndagerðarmaður hlýtur heiðursverðlaun akademíunnar í ár.

Bíó og sjónvarp