Bíó og sjónvarp

Gerir mynd um ólympíuleika

Leikstjórinn virti ætla að gera kynningarmynd um ólympíuleikana í Peking.
Leikstjórinn virti ætla að gera kynningarmynd um ólympíuleikana í Peking.

Leikstjórinn Oliver Stone, sem síðast gerði World Trade Center, ætlar að leikstýra fimm mínútna mynd sem er ætlað að kynna ólympíuleikana í Peking árið 2008.

Myndin verður sýnd í sjónvarpi, kvikmyndahúsum og flugvélum út um allan heim. "Í dag lifir stór hluti mannkyns í sátt og samlyndi og Kína spilar þar stórt hlutverk," sagði Stone. "Kína og Bandaríkin eru stórveldi sem þurfa vinna betur saman. Með því að taka þessa stuttmynd um ólympíuleikana vil ég sýna fram á þörfina fyrir hamingjusamt alþjóðlegt þjóðfélag."

Stone er þriðji leikstjórinn sem hefur verið boðið að gera kynningarmynd um ólympíuleikana. Hinir eru Ítalinn Giuseppe Tornatoe, sem vann óskarinn fyrir Cinema Paradiso, og Majid Majidi frá Íran.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.