Gaza-ströndin 14. nóvember 2006 09:30 Félagið Ísland-Palestína stendur fyrir sýningu á kvikmyndinni Gaza Strip á Kaffi Kúltúra í Alþjóðahúsinu, Hverfisgötu 18, í kvöld. Hljómsveitin Retro Stefson mun leika nokkur lög áður en sýningin hefst og Sveinn Rúnar Hauksson læknir heldur stutta tölu um aðskilnaðarmúrinn sem risinn er á herteknu palestínsku landi og ástandið á Gaza. Gaza Strip er 74 mínútna heimildarmynd frá árinu 2002 sem vakið hefur verðskuldaða athygli, m.a. á kvikmyndahátíðum víða um heim. Myndin er á arabísku, en með enskum texta. Í henni gefur leikstjórinn James Longley áhorfandanum innsýn inn í daglegt líf íbúa Gaza-strandarinnar og þær hörmungar sem venjulegir Palestínumenn mega þola í skugga átaka og hernáms. Myndin er tekin yfir þriggja mánaða tímabil sumarið 2001 og varð tökuliðið tvisvar fyrir skotárásum hernámsliðsins meðan á tökum stóð. Síðan hún var gerð hefur herinn hörfað að landamærum Gaza og yfirgefið ísraelskar landránsbyggðir á svæðinu. Rúmlega milljón Palestínumönnum á svæðinu er hins vegar enn haldið í heljargreipum með innilokunum og árásum, enda Gaza-ströndinni stundum lýst sem stærsta fangelsi heims. Dagskráin hefst kl. 20.00 með nokkrum lögum Retro Stefson, sem leika órafmagnað. Kvikmyndasýningin hefst kl. 20.30. Aðgangur er ókeypis. Menning Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Félagið Ísland-Palestína stendur fyrir sýningu á kvikmyndinni Gaza Strip á Kaffi Kúltúra í Alþjóðahúsinu, Hverfisgötu 18, í kvöld. Hljómsveitin Retro Stefson mun leika nokkur lög áður en sýningin hefst og Sveinn Rúnar Hauksson læknir heldur stutta tölu um aðskilnaðarmúrinn sem risinn er á herteknu palestínsku landi og ástandið á Gaza. Gaza Strip er 74 mínútna heimildarmynd frá árinu 2002 sem vakið hefur verðskuldaða athygli, m.a. á kvikmyndahátíðum víða um heim. Myndin er á arabísku, en með enskum texta. Í henni gefur leikstjórinn James Longley áhorfandanum innsýn inn í daglegt líf íbúa Gaza-strandarinnar og þær hörmungar sem venjulegir Palestínumenn mega þola í skugga átaka og hernáms. Myndin er tekin yfir þriggja mánaða tímabil sumarið 2001 og varð tökuliðið tvisvar fyrir skotárásum hernámsliðsins meðan á tökum stóð. Síðan hún var gerð hefur herinn hörfað að landamærum Gaza og yfirgefið ísraelskar landránsbyggðir á svæðinu. Rúmlega milljón Palestínumönnum á svæðinu er hins vegar enn haldið í heljargreipum með innilokunum og árásum, enda Gaza-ströndinni stundum lýst sem stærsta fangelsi heims. Dagskráin hefst kl. 20.00 með nokkrum lögum Retro Stefson, sem leika órafmagnað. Kvikmyndasýningin hefst kl. 20.30. Aðgangur er ókeypis.
Menning Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira