Glíman er erótísk íþrótt 6. nóvember 2006 15:00 Glímukapparnir fá leiðbeiningar frá Grími um hvernig þeir skuli bera sig að. Stuttmyndin Bræðrabylta á vafalítið eftir að vekja mikla athygli þegar hún verður frumsýnd en myndin fjallar um tvo samkynhneigða glímukappa. Þeir Halldór Gylfason og Björn Ingi Hilmarsson leika tvo bændur í afskekktri sveit sem eiga í leynilegu ástarsambandi og sinna því í gegnum íslensku glímuna, tákngervingu karlmennskunnar. Þessi nálgun virðist vera farin að njóta mikilla vinsælda því á síðasta ári var það Brokeback Mountain sem hristi allverulega upp í heimsbyggðinni en þar voru það tveir kúrekar sem féllu fyrir hvor öðrum. Leikstjórinn Grímur Hákonarson upplýsir hins vegar að hann hafi fengið hugmyndina áður en Brokeback kom í kvikmyndahús og þegar tökurnar á myndinni hófust áttaði leikstjórinn sig á því að hún var allt öðruvísi. „Glíman er notuð til að impra svolítið á þessu ástarsambandi,“ útskýrir Grímur. „Íþróttin getur verið svolítið erótísk, búningarnir og dansinn sem er stiginn,“ bætir leikstjórinn við. Að sögn leikstjórans gengur Bræðrabylta mikið út á glímu sem hann segir að sé myndlíking fyrir þjóðerniskennd og þjóðleg gildi. „Glímukeppnin fer fram á Skriðuklaustri sem er jú teiknað af sama arkitekt og á heiðurinn af Arnarhreiðri Hitlers,“ segir Grímur en þær tökur fóru fram í kapellu elliheimilisins Grund sem er jafnframt oft notuð undir íþróttaiðkun heimilisfólksins. Grímur var nýkominn heim frá Kárahnjúkum þar sem síðustu tökur fóru fram. „Annar mannanna vinnur við jarðboranir og Kárahnjúkastífla var eini staðurinn þar sem var verið að bora,“ segir Grímur en tökuliðið var langt ofan í jörðu og aðstæðurnar ekki til að hrópa húrra fyrir. „Þetta var svona eins og Ísarngerði í Hringadróttinssögu eða Mordor, algjört helvíti,“ útskýrir Grímur sem vonast til að frumsýna myndina í Tjarnarbíói í febrúar og senda hana í kjölfarið á kvikmyndahátíðina í Cannes. Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Stuttmyndin Bræðrabylta á vafalítið eftir að vekja mikla athygli þegar hún verður frumsýnd en myndin fjallar um tvo samkynhneigða glímukappa. Þeir Halldór Gylfason og Björn Ingi Hilmarsson leika tvo bændur í afskekktri sveit sem eiga í leynilegu ástarsambandi og sinna því í gegnum íslensku glímuna, tákngervingu karlmennskunnar. Þessi nálgun virðist vera farin að njóta mikilla vinsælda því á síðasta ári var það Brokeback Mountain sem hristi allverulega upp í heimsbyggðinni en þar voru það tveir kúrekar sem féllu fyrir hvor öðrum. Leikstjórinn Grímur Hákonarson upplýsir hins vegar að hann hafi fengið hugmyndina áður en Brokeback kom í kvikmyndahús og þegar tökurnar á myndinni hófust áttaði leikstjórinn sig á því að hún var allt öðruvísi. „Glíman er notuð til að impra svolítið á þessu ástarsambandi,“ útskýrir Grímur. „Íþróttin getur verið svolítið erótísk, búningarnir og dansinn sem er stiginn,“ bætir leikstjórinn við. Að sögn leikstjórans gengur Bræðrabylta mikið út á glímu sem hann segir að sé myndlíking fyrir þjóðerniskennd og þjóðleg gildi. „Glímukeppnin fer fram á Skriðuklaustri sem er jú teiknað af sama arkitekt og á heiðurinn af Arnarhreiðri Hitlers,“ segir Grímur en þær tökur fóru fram í kapellu elliheimilisins Grund sem er jafnframt oft notuð undir íþróttaiðkun heimilisfólksins. Grímur var nýkominn heim frá Kárahnjúkum þar sem síðustu tökur fóru fram. „Annar mannanna vinnur við jarðboranir og Kárahnjúkastífla var eini staðurinn þar sem var verið að bora,“ segir Grímur en tökuliðið var langt ofan í jörðu og aðstæðurnar ekki til að hrópa húrra fyrir. „Þetta var svona eins og Ísarngerði í Hringadróttinssögu eða Mordor, algjört helvíti,“ útskýrir Grímur sem vonast til að frumsýna myndina í Tjarnarbíói í febrúar og senda hana í kjölfarið á kvikmyndahátíðina í Cannes.
Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira