Bíó og sjónvarp

Vikulöng trailer-keppni milli Audda og Sveppa á Vísi

Félagarnir Auðunn Blöndal og Sverrir Þór Sverrisson voru með metnaðarfullan þátt af Audda & Sveppa á Stöð 2 í kvöld þar sem þemað var kvikmyndir. Hápunktar þáttarins voru án efa frumsýning tveggja sýnishorna úr ímynduðum kvikmyndum. Sveppi gerði sýnishorn úr margslungnum sálfræðitrylli, Chroma Key, og Auddi bauð upp á harðsoðinn spennutrylli, Leynilögga.

Bíó og sjónvarp

Logi á Nordisk Panorma

„Þetta er fyrsta stuttmyndin sem mér fannst nógu góð til að ég þyrði að senda hana frá mér,“ segir kvikmyndagerðarmaðurinn Logi Hilmarsson. Stuttmynd hans, Þyngdarafl, keppir í flokki stuttmynda á kvikmyndahátíðinni Nordisk Panorama sem fram fer í Bergen í Noregi dagana 24. til 29. september.

Bíó og sjónvarp

Öflugustu tvíeykin í Hollywood

Margir af fremstu leikstjórum heims hafa bundist miklum tryggðarböndum við einn ákveðinn leikara. Þekktasta parið er eflaust Robert De Niro og Martin Scorsese en slík sambönd eru alls ekki óalgeng.

Bíó og sjónvarp

Forseti Írans bregst við íslenskri fálkamynd

„Já, við bjuggumst svo sem alveg við viðbrögðum úr þessari átt og það sem okkur finnst eiginlega merkilegast er að hann svarar aldrei spurningunni,“ segir Þorkell Harðarson, kvikmyndagerðarmaður og leikstjóri heimildarmyndarinnar Feathered Cocaine. M

Bíó og sjónvarp

J.J. Abrams sýnir leynistiklu á undan Iron Man

Kvikmyndagerðarmaðurinn J.J. Abrams er snillingur í því að búa til dulúð í kringum sínar kvikmyndir. Skemmst er að minnast Clover­field en stikla úr myndinni birtist, öllum að óvörum, á Netinu án þess að nokkur vissi að hún væri einu sinni til.

Bíó og sjónvarp

Unnur Andrea í hollenskri bíómynd

Hinn íslenski/hollenski kvikmyndagerðarmaður, Kris Kristinsson, mun frumsýna tvær myndir í Norræna húsinu í kvöld kl. 19.30. Þetta eru myndirnar Ruta del Jaca (73 mín.) og fyrstu tveir kaflar myndarinnar Hjörtu vita (32 mín.) sem er enn í vinnslu.

Bíó og sjónvarp

Baltasar forsýnir Inhale í Berkeley

Kvikmynd Baltasars Kormáks, Inhale, er önnur tveggja mynda sem sýndar verða á ráðstefnu Berkeley-háskólans um ólöglega sölu og smygl á líffærum úr fólki. Hin myndin er margverðlaunuð heimildarmynd að nafni H.O.T, Human Organ Trafficking.

Bíó og sjónvarp

Sigurjón að landa stórlaxinum Nicolas Cage

„Við erum að klára viðræðurnar og vonandi náum við að landa samingnum innan skamms,“ segir kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson sem vinnur að því að semja við stórleikarann Nicolas Cage fyrir væntanlega kvikmynd sem hann framleiðir. Myndin heitir Dark Highway og gerist á þjóðvegi frá sólarupprás til sólarlags.

Bíó og sjónvarp

LA Times hrifið af Degi Kára

Gagnrýnandi Los Angeles Times er hrifin af kvikmyndinni The Good Heart eftir Dag Kára. Myndin var frumsýnd í New York í síðust viku eins og Fréttablaðið greindi frá. LA Times segir að Degi Kára takist ágætlega upp með að blanda saman dramatík og húmor og gefur myndinni þrjár stjörnur af fimm mögulegum.

Bíó og sjónvarp

Downey og Rourke: Ólátabelgir mætast

Robert Downey Jr. og Mickey Rourke eiga eitt sameiginlegt. Þeir reyndu báðir að rústa eigin feril á sínum tíma en tókst það aldrei til fulls. Þeir eru því aftur komnir á lista meðal skærustu stjarna kvikmyndaborgarinnar.

Bíó og sjónvarp

Airbender í þrívídd

Ákveðið hefur verið að breyta nýjustu kvikmynd M. Night Shyamalan, The Last Airbender, í þrívíddarmynd. Tæknilið vinnur nú hörðum höndum við að breyta myndinni fyrir frumsýningu hennar 2. júlí. Þessi ákvörðun kemur ekki á óvart því nánast önnur hver mynd í Hollywood er gefin út í þrívídd eftir velgengni Avatar.

Bíó og sjónvarp

Downey til Oz

Eins og kemur fram hér annars staðar á síðunni hefur Bond 23 verið frestað um óákveðinn tíma. Það þýðir að leikstjóri myndarinnar, Sam Mendes, verður að finna sér eitthvað annað að gera. Mendes var auðvitað ekki lengi að finna nýtt verkefni því hann er orðaður við endurgerð á hinni sígildu kvikmynd Galdrakarlinn í Oz eða The Wizard of Oz.

Bíó og sjónvarp

Fitzgerald á hvíta tjaldið

F. Scott Fitzgerald er einn þeirra bandarísku rithöfunda sem verða alltaf að hálfgerðri tískubylgju í Hollywood. Kvikmyndir sem byggja á verkum hans koma í gusum en svo gerist kannski ekki neitt í þeim efnum svo árum og áratugum skiptir.

Bíó og sjónvarp

Hafnfirsk hasarmynd í bíó

„Þetta er fyrsta kvikmynd sinnar tegundar sem gerð er hér á Íslandi,“ segir Ingólfur Haukur Ingólfsson, rúmlega þrítugur sendibílastjóri og kvikmyndagerðarmaður frá Hafnarfirði.

Bíó og sjónvarp