Bíó og sjónvarp

Hvers manns hugljúfi

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Í kvikmyndum var Gandolfini iðulega í aukahlutverkum, og eflaust margir sem þekkja andlit leikarans sem þekktu ekki nafn hans.
Í kvikmyndum var Gandolfini iðulega í aukahlutverkum, og eflaust margir sem þekkja andlit leikarans sem þekktu ekki nafn hans.
Stjörnurnar í Hollywood minnast leikarans James Gandolfini á Twitter, en hann lést úr hjartaáfalli í gær aðeins 51 árs gamall.

Gandolfini lék jafnt á sviði sem í kvikmyndum, og meðal þeirra má nefna myndirnar True Romance, Get Shorty, Crimson Tide og Zero Dark Thirty.

Í kvikmyndum var Gandolfini iðulega í aukahlutverkum, og eflaust margir sem þekkja andlit leikarans sem þekktu ekki nafn hans.

Þekktastur var hann samt fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum The Sopranos, þar sem hann var í aðalhlutverkinu sem mafíósinn Tony Soprano.

Gandolfini var staddur á Ítalíu ásamt syni sínum þegar hann lést, og minntust kollegar hans í Hollywood hans í gærkvöldi á samfélagsmiðlum internetsins.

Miðað við tístin hefur Gandolfini verið hvers manns hugljúfi, og rímar það við það orðspor sem hann hafði, þrátt fyrir að leikarinn hafi margoft leikið durta og dusilmenni.

Gandolfini fór yfir feril sinn með sjónvarpsmanninum James Lipton í þættinum Inside the Actor's Studio þann 17. október 2004.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×