Bakþankar Boðskapurinn Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar Í gær voru sex ár upp á dag síðan Íslendingar stóðu að innrás í Írak ásamt fleiri þjóðum. Vissulega var stuðningur Íslendinga meiri í orði en á borði enda hermönnum ekki fyrir að fara hér á landi, þrátt fyrir óskir margra um annað. Bakþankar 25.3.2009 06:00 Bakþankar 24.3.2009 00:01 Fríríkið Ísland Þórhildur Elín Elínardóttir. skrifar Enginn þeirra fjármálaspekúlanta sem hérlendis gegndu hæstu stöðum þar til fyrir skemmstu, hafði ímyndunarafl til að forða frá hruni stofnunum og fyrirtækjum sem þeim var trúað fyrir. Fram á þennan dag hanga þeir í kenningum um heilagleika hins frjálsa markaðar. Þrátt fyrir allt. Gjaldþrotið var eiginlega bara óheppni, engum að kenna nema þá einna helst hinum sameiginlega óvini, ríkinu. Bakþankar 23.3.2009 06:00 Tvær leiðir Guðmundur Steingrímsson skrifar Nú er svo komið að stór hluti íslenskra heimila getur ekki borgað af lánunum sínum og skuldar meira en sem nemur eignum. Það felur í sér að heimilin verða annað hvort gjaldþrota eða fólk er dæmt í skuldafangelsi á eigin heimili. Þá er huggun harmi gegn að eiga þó flatskjá. Bakþankar 21.3.2009 00:01 Ekki aftur Jenga Bergsteinn Sigurðsson skrifar Nýlega kynntist ég skemmtilegu borðspili sem nefnist Jenga. Spilið samanstendur af 54 ílöngum trékubbum sem er raðað upp þremur og þremur saman í átján stæður, sem liggja þvert hver á aðra. Leikurinn gengur út á að leikmenn, sem geta verið nokkrir, skiptast á að fjarlægja einn kubb úr undirstöðunni og leggja hann ofan á stæðuna. Markmiðið er að láta stæðuna ná sem hæst. Hængurinn er sá að eftir því sem blokkin hækkar og kubbunum í undirstöðunum fækkar, því óstöðugri verður stæðan og fellur að lokum um koll. Bakþankar 20.3.2009 04:00 Lygasaga um lýðræði Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar Þegar ég var ungur drengur vestur á fjörðum fannst mér ég eiga ráð undir rifi hverju þegar lífið sneri verri hliðinni að mér. Ég brást oft hinn versti við þegar óréttlætið varð á vegi mínum og ef svo bar undir fór ég í rógsferð mikla gegn þeim sem sýndu mér óréttlæti. Það bar ekki nógu skjótfengan árangur svo ég brá einnig á það ráð að svara líku með líku og svindlaði eins og ég frekast gat á svindlurunum. Knattspyrnuleikir gátu orðið afar skoplegir þegar þannig bar við þar sem hendur urðu að fótum og mörkin, sem voru samansett af tveimur steinum, stækkuðu og minnkuðu eftir því hver átti í hlut. Bakþankar 18.3.2009 08:00 Valdaskiptin staðfest Páll Baldvin Baldvinsson skrifar Kenning Svans Kristjánssonar, prófessors í stjórnmálafræði, um búsáhaldabyltinguna er athyglisverð. Hann hefur lýst því að mótmælendur á Austurvelli hafi knúið fram valdaskipti á Íslandi og kosningar fram undan séu í raun bara viðurkenning á gerðum hlut: „skríllinn“ eins og sumir talsmenn í Sjálfstæðisflokknum kölluðu mótmælendur, hafi náð fram í friðsamlegum mótmælum eftirtöldum stefnumiðum: ríkisstjórn fór frá, Alþingi var rofið, skipt um stjórn í Seðlabanka og Fjármálaeftirliti – og nú sé að rætast fimmta krafan um stjórnlagaþing. Bakþankar 17.3.2009 00:01 Fjárþörf svissnesks bankamanns Gerður Kristný skrifar Fréttastofa RÚV flutti áhugaverða frétt á mánudagsmorgun. Þar var skýrt frá því að glaumgosi hefði verið dæmdur fyrir að hafa haft fé út úr ríkustu konu Þýskalands. Hann hafði farið í rúmið með henni, látið taka myndir af þeim á meðan og hótað henni að gera þær opinberar fengi hann ekki greitt. Honum hafði þegar tekist að ná fáheyrðum upphæðum út úr konunni áður en hún leitaði til yfirvalda. Það sem vakti athygli mína var að maðurinn skyldi hafa verið sagður glaumgosi. Bakþankar 16.3.2009 03:30 Burt með leiðindin Þórgunnur Oddsdóttir skrifar Það bregst ekki að einhvern tíma um mitt sumar sýnir Ríkissjónvarpið myndir frá nautahlaupinu í Pamplona í fréttatímanum. Nautahlaupið er einn af þessum viðburðum sem rata árlega í fréttirnar og alltaf verð ég jafn hissa á að heilt ár sé liðið frá því síðast. Það sama á við um fréttir af tómataslagnum í spænska bænum Bunol, kjötkveðjuhátíðinni í Ríó og krossfestingum filippeyskra píslarvotta á föstudaginn langa. Mér finnst þessir atburðir alltaf vera í fréttunum þó ég viti mætavel að frá þeim er aðeins sagt einu sinni á ári. Bakþankar 13.3.2009 06:00 Töfralausnirnar Bakþankar 11.3.2009 00:01 Að vera sparkað úr bóli Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar Þó að kreppan sé vissulega farin að taka á sig bölvanlegar myndir þá er ég enn þeirrar skoðunar að ekkert sé svo með öllu illt að ei boði gott. Þar sem ég er alinn upp í Arnarfirði við sögur um ástir og örlög fólks á árum og öldum áður þar í firðinum þykist ég geta með fullri vissu sagt að hinar mestu hremmingar geti leitt til mikillar gæfu. Bakþankar 10.3.2009 06:00 Jöfnuður og réttlæti Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar Á köldu haustkvöldi í fyrndinni féll ég á einni svipstundu kylliflöt fyrir kennaranum mínum, síðhærðum gaur með hornspangagleraugu. Bakþankar 9.3.2009 12:45 Breytt þjóð Guðmundur Steingrímsson skrifar Fyrir nokkru rakst ég á mynd á vefsíðu af viðskiptamógul íslenskum í þyrlu sinni árið 2007. Sá sat skælbrosandi á myndinni innan um vellystingar sínar. Þarna var t.d. gert ráð fyrir kampavíni í sérstökum sérsniðnum kæli á milli sætanna. Mjög flott. Bakþankar 7.3.2009 00:01 Ég veit af hverju krókódíllinn í púltinu grætur Bergsteinn Sigurðsson skrifar Það stirndi af þeim Þresti Leó Gunnarssyni og Birni Thors í hlutverkum bræðranna Coleman og Valene, í Vestrinu eina sem sýnt var í Borgarleikhúsinu fyrr í vetur. Bræðurnir búa í krummaskuði á Írlandi og lifa fyrir það eitt að gera hvor öðrum lífið leitt. Sóknar-presturinn hefur hins vegar einsett sér að sýna þeim villur síns vegar, en þegar örvæntingin ber sálusorgarann ofurliði styttir hann sér aldur með þeim skilaboðum að eina leiðin til að forða sálu hans úr víti sé sú að bræðurnir fyrirgefi hvor öðrum hið liðna. Bakþankar 6.3.2009 06:00 Ástandsmat í sturtu Dr.Gunni skrifar Ég hitti kunningja í sturtunni. Við þurrkuðum fagurlega skapaða líkama okkar og ræddum um (bætið við hryllingsáhrifamúsik í huganum) Ástandið. Bakþankar 5.3.2009 06:00 Með Claptonúti á engi Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar Dag nokkurn á öndverðum sjöunda áratug síðustu aldar kom ungur maður að tali við stöðvarstjóra á lestarstöð skammt frá Beaulieu á Englandi. Sá ungi bar ekki höfuðið hátt enda hafði hann lognast útaf nóttina áður á drykkjusamkomu á tjaldsvæði í nágrenninu en vaknað síðan glerþunnur og peningalaus úti á engi. Þar að auki var hann búinn að gera í brækurnar og æla yfir sig allan. Menn sem þannig er ástatt fyrir eru ekki líklegir til að ná einhverjum árangri í samningaviðræðum. En stöðvarstjóri sá aumur á þeim unga og hripaði skuldarviðurkenningu svo hann kæmist heim til Ripley. Bakþankar 4.3.2009 06:00 Shirley MacLaine á Íslandi Gerður Kristný skrifar Mikið var gaman að Kate Winslet skyldi fá Óskarinn. Hún á metið í tilnefningum miðað við aldur, 33 ára og komin með sex. Samt ákvað fréttastofa Ríkissjónvarpsins að þegja bæði yfir henni og Penelope Cruz og sagði bara frá körlunum sem fengu óskara fyrir leikstjórn, aðal- og aukaleik. Ég varð því að fara inn á youtube til að sjá Kate halda þá alskemmtilegustu ræðu sem flutt hefur verið af þessu tilefni. Samt var gleði mín ekki fölskvalaus því á meðal þeirra sem birtust uppi á sviði með Kate var Shirley MacLaine. Bakþankar 2.3.2009 06:00 Hvað um meðaljóninn? Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar Alltaf stal villingurinn í bekknum athyglinni. Í ofan á lag var honum svo hrósað í hástert ef hann slysaðist til að haga sér einu sinni vel. Enginn tók eftir meðaljóninum sem hagaði sér skikkanlega allan tíman. Ég óttast að í aðgerðapakkanum sem bjarga á heimilunum í kreppunni verði meðaljóninn enn útundan. Að þeir taki mestan skellinn sem spiluðu ekki rassinn úr buxunum, höfðu enga kaupréttarsamninga og standa þokkalega í skilum. Splæstu kannski í mesta lagi 20 tommu flatskjá. Bakþankar 26.2.2009 06:00 Bankinn minn Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar Þú ert búinn að vera að sverta bankann minn,“ sagði Davíð Oddsson við Sigmar Guðmundsson í Kastljósi gærkvöldsins. Það er enginn agi í þjóðfélaginu, sagði hann síðar í viðtalinu og í millitíðinni ræddi hann um þann fjölda fólks sem staðið hefur norpandi fyrir utan Seðlabankann og barist fyrir sannfæringu sinni. Þeirri sannfæringu sinni að Davíð eigi að víkja. Um þetta fólk hafði Davíð það að segja að einhverjir væru í því að „flytja fólk að Seðlabankanum“. Bakþankar 25.2.2009 06:00 Smá sannindi og góð Karen D. Kjartansdóttir skrifar Nýverið fór ég inn á spítala. Þar inni rak ég augun í nokkur vönduð tæki og muni sem á stóð að hefðu verið gefin af félagasamtökum á borð við Lions, Kiwanis, Oddfellow og kvenfélögum ýmiss konar. Þessi tæki bættu stofnunina og þar með líðan þeirra sem þurftu á þjónustunni þar inni að halda og ég velti fyrir mér því mikla starfi sem félagasamtök hér á landi inna af hendi án þess að störfum fólksins innan þeirra sé gefinn mikill gaumur, ef nokkur. Bakþankar 24.2.2009 06:00 Fyrirgefðu dr. Gunni skrifar Sorry seems to be the hardest word, söng Elton John um árið. Hann hitti í mark því flestir kannast við þetta: Það er bara svo fjári erfitt að biðjast afsökunar. Sérstaklega ef manni finnst maður ekki hafa gert neitt rangt. Hversu mörg pör hafa ekki setið í þrúgandi þögn yfir sjónvarpinu eftir að annað lét eitthvað vanhugsað út úr sér eða gerði einhverja vitleysu sem hitt er hundfúlt yfir? Bakþankar 19.2.2009 00:01 „Kemur manninum mínum ekkert við“ Páll Baldvin Baldvinsson skrifar Álfélaginu á Íslandi er ekki lengur rótt. Álverð fer hríðfallandi á heimsmarkaði og grynnkar stöðugt í vösum sem geta lánað stórfyrirtækjum og smáþjóðum milljarða til að byggja ný álver og orkuver sem gefa af sér ódýra orku á þriðjaheimsverði fyrir málmbræðslur. Það er tekið að súrna í augum álvinanna íslensku og þá styttist þráðurinn. Bakþankar 17.2.2009 03:00 Krúttin í bönkunum Gerður Kristný skrifar Góð úttekt birtist í Morgunblaðinu í fyrradag. Þar fjallaði Strandakonan sterka, Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, um starfsreynslu þeirra sem unnu í bönkunum og sparisjóðunum fyrir hrun. Í ljós kom að 41 prósent þeirra bjó aðeins að fimm ára starfsreynslu eða jafnvel minna. Margir voru ákaflega vel menntaðir en starfsreynslan var samt ekki meiri. Við getum ímyndað okkur hvernig það væri að þurfa að leggjast undir hnífinn á spítala þar sem engin sérstök reynsla væri fyrir hendi þótt vissulega gæti starfsliðið státað af prófgráðum. Bakþankar 16.2.2009 06:00 „These are not bankers, they are wankers!“ Davíð Þór Jónsson skrifar Að undanförnu hef ég átt bágt með að trúa mínum eigin eyrum þegar sjálfstæðismenn tjá sig í fjölmiðlum. Hugsunin sem oftast skýtur upp kollinum þegar það gerist er: „Á hvaða reikistjörnu hefur þetta fólk haldið sig upp á síðkastið?“ Bakþankar 14.2.2009 00:01 Hörkutól og sætar píur Þórgunnur Oddsdóttir skrifar Stundum slysast ég til að halda að hlutverk kynjanna séu ekki eins skýrt afmörkuð og þau voru áður fyrr. Mér hefur jafnvel dottið í hug að stelpum og strákum séu allir vegir færir óháð kynferði og að litlar telpur geti orðið Súpermann ef þær bara vilja. Reglulega ná markaðsöflin þó að vekja mig upp af þessum útópísku draumórum. Það gerist til dæmis iðulega á þessum árstíma þegar öskudagsbæklingar dótabúðanna taka að streyma inn um bréfalúguna. Þá man ég að heimurinn enn þá svart/hvítur (eða ætti ég að segja blá/bleikur) í huga markaðsaflanna og skilaboðin skýr: Stelpur eiga að vera sætar og strákar eiga að vera hörkutól. Bakþankar 13.2.2009 06:00 Að sparka eins og stelpa Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar Frasinn að sparka eins og stelpa er gjarnan notaður þegar einhver hefur þótt sparka illa. Að kasta eins og stelpa eða hlaupa eins og stelpa þykir víst líka slæmt. Drengir ganga sjálfkrafa út frá því að þeir standi stúlkum framar í flestu. Mörgum þeirra líkar því illa ef kona skákar þeim á einhvern hátt. Bakþankar 12.2.2009 06:00 Samvinnan Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar Það er athyglisvert að fylgjast með þeirri breytingu sem orðið hefur á högum þingmanna, allmargra þeirra í það minnsta. Tuttugu og fimm þingmenn sem áður voru í stjórn eru nú í stjórnarandstöðu og öfugt gildir um níu nýja stjórnarþingmenn. Þetta er svo sem ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist; eðli lýðræðisins er þannig að menn eiga að skiptast á að ráða eftir því hvernig almenningur kýs og stjórnmálamönnum semst að loknum kosningum. Þó er langt síðan jafnsnögg umskipti urðu á meirihluta á þingi og nú. Bakþankar 11.2.2009 06:00 Gamansögur kreppunnar Karen Dröfn Kjartansdóttir skrifar Hvernig er stemningin heima?" spurði félagi minn mig um daginn en sá hinn sami hefur verið við nám erlendis undanfarin misseri. Bara prýðileg, svaraði ég og setti broskarl fyrir aftan þá fullyrðingu, svona til að leggja enn frekari áherslu á orð mín en án árangurs. Hann fór að spyrja um ástandið. Vitanlega neyddist ég til að segja honum að kreppunöldur tröllriði hér öllu. Svo þungt væri yfir landi og lýð að svo virtist sem Þorvaldur Gylfason væri orðinn boðberi bjartsýni hér á landi. Enginn virtist ósnortinn af ástandinu og jafnvel virtist sem sumir hefðu smitast af fórnarlambablæti Björgólfs Guðmundssonar. Bakþankar 10.2.2009 06:00 Leynifélagið mikla Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar Af því nú er í blankheitunum hvarvetna talað um endurskoðun á gildum hlaut boðskapurinn loks að síast svolítið inn. Samt ekki fyrr en ég hafði á haustmánuðunum hræðilegu farið ofan í saumana á heimilisbókhaldinu og íhugað ýmsar sparnaðarleiðir í daglega lífinu. Fyrir einfalda sál með hófleg umsvif var það fljótafgreitt og þá var sumsé komið að umræddri endurskoðun á gildum. Bakþankar 9.2.2009 06:00 Staðan Guðmundur Steingrímsson skrifar Ég skrifaðist á við finnskan vin minn á Facebook í gær. Kreppuna bar á góma, enda sameiginlegt áhugamál þjóðanna. Eftir að Finnland hrundi hér einu sinni reis upp miklu betra land á eftir, sagði félagi minn. Finnar eru búnir að gera allt það sem Obama ætlar að gera núna í Bakþankar 7.2.2009 06:00 « ‹ 86 87 88 89 90 91 92 93 94 … 111 ›
Boðskapurinn Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar Í gær voru sex ár upp á dag síðan Íslendingar stóðu að innrás í Írak ásamt fleiri þjóðum. Vissulega var stuðningur Íslendinga meiri í orði en á borði enda hermönnum ekki fyrir að fara hér á landi, þrátt fyrir óskir margra um annað. Bakþankar 25.3.2009 06:00
Fríríkið Ísland Þórhildur Elín Elínardóttir. skrifar Enginn þeirra fjármálaspekúlanta sem hérlendis gegndu hæstu stöðum þar til fyrir skemmstu, hafði ímyndunarafl til að forða frá hruni stofnunum og fyrirtækjum sem þeim var trúað fyrir. Fram á þennan dag hanga þeir í kenningum um heilagleika hins frjálsa markaðar. Þrátt fyrir allt. Gjaldþrotið var eiginlega bara óheppni, engum að kenna nema þá einna helst hinum sameiginlega óvini, ríkinu. Bakþankar 23.3.2009 06:00
Tvær leiðir Guðmundur Steingrímsson skrifar Nú er svo komið að stór hluti íslenskra heimila getur ekki borgað af lánunum sínum og skuldar meira en sem nemur eignum. Það felur í sér að heimilin verða annað hvort gjaldþrota eða fólk er dæmt í skuldafangelsi á eigin heimili. Þá er huggun harmi gegn að eiga þó flatskjá. Bakþankar 21.3.2009 00:01
Ekki aftur Jenga Bergsteinn Sigurðsson skrifar Nýlega kynntist ég skemmtilegu borðspili sem nefnist Jenga. Spilið samanstendur af 54 ílöngum trékubbum sem er raðað upp þremur og þremur saman í átján stæður, sem liggja þvert hver á aðra. Leikurinn gengur út á að leikmenn, sem geta verið nokkrir, skiptast á að fjarlægja einn kubb úr undirstöðunni og leggja hann ofan á stæðuna. Markmiðið er að láta stæðuna ná sem hæst. Hængurinn er sá að eftir því sem blokkin hækkar og kubbunum í undirstöðunum fækkar, því óstöðugri verður stæðan og fellur að lokum um koll. Bakþankar 20.3.2009 04:00
Lygasaga um lýðræði Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar Þegar ég var ungur drengur vestur á fjörðum fannst mér ég eiga ráð undir rifi hverju þegar lífið sneri verri hliðinni að mér. Ég brást oft hinn versti við þegar óréttlætið varð á vegi mínum og ef svo bar undir fór ég í rógsferð mikla gegn þeim sem sýndu mér óréttlæti. Það bar ekki nógu skjótfengan árangur svo ég brá einnig á það ráð að svara líku með líku og svindlaði eins og ég frekast gat á svindlurunum. Knattspyrnuleikir gátu orðið afar skoplegir þegar þannig bar við þar sem hendur urðu að fótum og mörkin, sem voru samansett af tveimur steinum, stækkuðu og minnkuðu eftir því hver átti í hlut. Bakþankar 18.3.2009 08:00
Valdaskiptin staðfest Páll Baldvin Baldvinsson skrifar Kenning Svans Kristjánssonar, prófessors í stjórnmálafræði, um búsáhaldabyltinguna er athyglisverð. Hann hefur lýst því að mótmælendur á Austurvelli hafi knúið fram valdaskipti á Íslandi og kosningar fram undan séu í raun bara viðurkenning á gerðum hlut: „skríllinn“ eins og sumir talsmenn í Sjálfstæðisflokknum kölluðu mótmælendur, hafi náð fram í friðsamlegum mótmælum eftirtöldum stefnumiðum: ríkisstjórn fór frá, Alþingi var rofið, skipt um stjórn í Seðlabanka og Fjármálaeftirliti – og nú sé að rætast fimmta krafan um stjórnlagaþing. Bakþankar 17.3.2009 00:01
Fjárþörf svissnesks bankamanns Gerður Kristný skrifar Fréttastofa RÚV flutti áhugaverða frétt á mánudagsmorgun. Þar var skýrt frá því að glaumgosi hefði verið dæmdur fyrir að hafa haft fé út úr ríkustu konu Þýskalands. Hann hafði farið í rúmið með henni, látið taka myndir af þeim á meðan og hótað henni að gera þær opinberar fengi hann ekki greitt. Honum hafði þegar tekist að ná fáheyrðum upphæðum út úr konunni áður en hún leitaði til yfirvalda. Það sem vakti athygli mína var að maðurinn skyldi hafa verið sagður glaumgosi. Bakþankar 16.3.2009 03:30
Burt með leiðindin Þórgunnur Oddsdóttir skrifar Það bregst ekki að einhvern tíma um mitt sumar sýnir Ríkissjónvarpið myndir frá nautahlaupinu í Pamplona í fréttatímanum. Nautahlaupið er einn af þessum viðburðum sem rata árlega í fréttirnar og alltaf verð ég jafn hissa á að heilt ár sé liðið frá því síðast. Það sama á við um fréttir af tómataslagnum í spænska bænum Bunol, kjötkveðjuhátíðinni í Ríó og krossfestingum filippeyskra píslarvotta á föstudaginn langa. Mér finnst þessir atburðir alltaf vera í fréttunum þó ég viti mætavel að frá þeim er aðeins sagt einu sinni á ári. Bakþankar 13.3.2009 06:00
Að vera sparkað úr bóli Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar Þó að kreppan sé vissulega farin að taka á sig bölvanlegar myndir þá er ég enn þeirrar skoðunar að ekkert sé svo með öllu illt að ei boði gott. Þar sem ég er alinn upp í Arnarfirði við sögur um ástir og örlög fólks á árum og öldum áður þar í firðinum þykist ég geta með fullri vissu sagt að hinar mestu hremmingar geti leitt til mikillar gæfu. Bakþankar 10.3.2009 06:00
Jöfnuður og réttlæti Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar Á köldu haustkvöldi í fyrndinni féll ég á einni svipstundu kylliflöt fyrir kennaranum mínum, síðhærðum gaur með hornspangagleraugu. Bakþankar 9.3.2009 12:45
Breytt þjóð Guðmundur Steingrímsson skrifar Fyrir nokkru rakst ég á mynd á vefsíðu af viðskiptamógul íslenskum í þyrlu sinni árið 2007. Sá sat skælbrosandi á myndinni innan um vellystingar sínar. Þarna var t.d. gert ráð fyrir kampavíni í sérstökum sérsniðnum kæli á milli sætanna. Mjög flott. Bakþankar 7.3.2009 00:01
Ég veit af hverju krókódíllinn í púltinu grætur Bergsteinn Sigurðsson skrifar Það stirndi af þeim Þresti Leó Gunnarssyni og Birni Thors í hlutverkum bræðranna Coleman og Valene, í Vestrinu eina sem sýnt var í Borgarleikhúsinu fyrr í vetur. Bræðurnir búa í krummaskuði á Írlandi og lifa fyrir það eitt að gera hvor öðrum lífið leitt. Sóknar-presturinn hefur hins vegar einsett sér að sýna þeim villur síns vegar, en þegar örvæntingin ber sálusorgarann ofurliði styttir hann sér aldur með þeim skilaboðum að eina leiðin til að forða sálu hans úr víti sé sú að bræðurnir fyrirgefi hvor öðrum hið liðna. Bakþankar 6.3.2009 06:00
Ástandsmat í sturtu Dr.Gunni skrifar Ég hitti kunningja í sturtunni. Við þurrkuðum fagurlega skapaða líkama okkar og ræddum um (bætið við hryllingsáhrifamúsik í huganum) Ástandið. Bakþankar 5.3.2009 06:00
Með Claptonúti á engi Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar Dag nokkurn á öndverðum sjöunda áratug síðustu aldar kom ungur maður að tali við stöðvarstjóra á lestarstöð skammt frá Beaulieu á Englandi. Sá ungi bar ekki höfuðið hátt enda hafði hann lognast útaf nóttina áður á drykkjusamkomu á tjaldsvæði í nágrenninu en vaknað síðan glerþunnur og peningalaus úti á engi. Þar að auki var hann búinn að gera í brækurnar og æla yfir sig allan. Menn sem þannig er ástatt fyrir eru ekki líklegir til að ná einhverjum árangri í samningaviðræðum. En stöðvarstjóri sá aumur á þeim unga og hripaði skuldarviðurkenningu svo hann kæmist heim til Ripley. Bakþankar 4.3.2009 06:00
Shirley MacLaine á Íslandi Gerður Kristný skrifar Mikið var gaman að Kate Winslet skyldi fá Óskarinn. Hún á metið í tilnefningum miðað við aldur, 33 ára og komin með sex. Samt ákvað fréttastofa Ríkissjónvarpsins að þegja bæði yfir henni og Penelope Cruz og sagði bara frá körlunum sem fengu óskara fyrir leikstjórn, aðal- og aukaleik. Ég varð því að fara inn á youtube til að sjá Kate halda þá alskemmtilegustu ræðu sem flutt hefur verið af þessu tilefni. Samt var gleði mín ekki fölskvalaus því á meðal þeirra sem birtust uppi á sviði með Kate var Shirley MacLaine. Bakþankar 2.3.2009 06:00
Hvað um meðaljóninn? Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar Alltaf stal villingurinn í bekknum athyglinni. Í ofan á lag var honum svo hrósað í hástert ef hann slysaðist til að haga sér einu sinni vel. Enginn tók eftir meðaljóninum sem hagaði sér skikkanlega allan tíman. Ég óttast að í aðgerðapakkanum sem bjarga á heimilunum í kreppunni verði meðaljóninn enn útundan. Að þeir taki mestan skellinn sem spiluðu ekki rassinn úr buxunum, höfðu enga kaupréttarsamninga og standa þokkalega í skilum. Splæstu kannski í mesta lagi 20 tommu flatskjá. Bakþankar 26.2.2009 06:00
Bankinn minn Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar Þú ert búinn að vera að sverta bankann minn,“ sagði Davíð Oddsson við Sigmar Guðmundsson í Kastljósi gærkvöldsins. Það er enginn agi í þjóðfélaginu, sagði hann síðar í viðtalinu og í millitíðinni ræddi hann um þann fjölda fólks sem staðið hefur norpandi fyrir utan Seðlabankann og barist fyrir sannfæringu sinni. Þeirri sannfæringu sinni að Davíð eigi að víkja. Um þetta fólk hafði Davíð það að segja að einhverjir væru í því að „flytja fólk að Seðlabankanum“. Bakþankar 25.2.2009 06:00
Smá sannindi og góð Karen D. Kjartansdóttir skrifar Nýverið fór ég inn á spítala. Þar inni rak ég augun í nokkur vönduð tæki og muni sem á stóð að hefðu verið gefin af félagasamtökum á borð við Lions, Kiwanis, Oddfellow og kvenfélögum ýmiss konar. Þessi tæki bættu stofnunina og þar með líðan þeirra sem þurftu á þjónustunni þar inni að halda og ég velti fyrir mér því mikla starfi sem félagasamtök hér á landi inna af hendi án þess að störfum fólksins innan þeirra sé gefinn mikill gaumur, ef nokkur. Bakþankar 24.2.2009 06:00
Fyrirgefðu dr. Gunni skrifar Sorry seems to be the hardest word, söng Elton John um árið. Hann hitti í mark því flestir kannast við þetta: Það er bara svo fjári erfitt að biðjast afsökunar. Sérstaklega ef manni finnst maður ekki hafa gert neitt rangt. Hversu mörg pör hafa ekki setið í þrúgandi þögn yfir sjónvarpinu eftir að annað lét eitthvað vanhugsað út úr sér eða gerði einhverja vitleysu sem hitt er hundfúlt yfir? Bakþankar 19.2.2009 00:01
„Kemur manninum mínum ekkert við“ Páll Baldvin Baldvinsson skrifar Álfélaginu á Íslandi er ekki lengur rótt. Álverð fer hríðfallandi á heimsmarkaði og grynnkar stöðugt í vösum sem geta lánað stórfyrirtækjum og smáþjóðum milljarða til að byggja ný álver og orkuver sem gefa af sér ódýra orku á þriðjaheimsverði fyrir málmbræðslur. Það er tekið að súrna í augum álvinanna íslensku og þá styttist þráðurinn. Bakþankar 17.2.2009 03:00
Krúttin í bönkunum Gerður Kristný skrifar Góð úttekt birtist í Morgunblaðinu í fyrradag. Þar fjallaði Strandakonan sterka, Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, um starfsreynslu þeirra sem unnu í bönkunum og sparisjóðunum fyrir hrun. Í ljós kom að 41 prósent þeirra bjó aðeins að fimm ára starfsreynslu eða jafnvel minna. Margir voru ákaflega vel menntaðir en starfsreynslan var samt ekki meiri. Við getum ímyndað okkur hvernig það væri að þurfa að leggjast undir hnífinn á spítala þar sem engin sérstök reynsla væri fyrir hendi þótt vissulega gæti starfsliðið státað af prófgráðum. Bakþankar 16.2.2009 06:00
„These are not bankers, they are wankers!“ Davíð Þór Jónsson skrifar Að undanförnu hef ég átt bágt með að trúa mínum eigin eyrum þegar sjálfstæðismenn tjá sig í fjölmiðlum. Hugsunin sem oftast skýtur upp kollinum þegar það gerist er: „Á hvaða reikistjörnu hefur þetta fólk haldið sig upp á síðkastið?“ Bakþankar 14.2.2009 00:01
Hörkutól og sætar píur Þórgunnur Oddsdóttir skrifar Stundum slysast ég til að halda að hlutverk kynjanna séu ekki eins skýrt afmörkuð og þau voru áður fyrr. Mér hefur jafnvel dottið í hug að stelpum og strákum séu allir vegir færir óháð kynferði og að litlar telpur geti orðið Súpermann ef þær bara vilja. Reglulega ná markaðsöflin þó að vekja mig upp af þessum útópísku draumórum. Það gerist til dæmis iðulega á þessum árstíma þegar öskudagsbæklingar dótabúðanna taka að streyma inn um bréfalúguna. Þá man ég að heimurinn enn þá svart/hvítur (eða ætti ég að segja blá/bleikur) í huga markaðsaflanna og skilaboðin skýr: Stelpur eiga að vera sætar og strákar eiga að vera hörkutól. Bakþankar 13.2.2009 06:00
Að sparka eins og stelpa Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar Frasinn að sparka eins og stelpa er gjarnan notaður þegar einhver hefur þótt sparka illa. Að kasta eins og stelpa eða hlaupa eins og stelpa þykir víst líka slæmt. Drengir ganga sjálfkrafa út frá því að þeir standi stúlkum framar í flestu. Mörgum þeirra líkar því illa ef kona skákar þeim á einhvern hátt. Bakþankar 12.2.2009 06:00
Samvinnan Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar Það er athyglisvert að fylgjast með þeirri breytingu sem orðið hefur á högum þingmanna, allmargra þeirra í það minnsta. Tuttugu og fimm þingmenn sem áður voru í stjórn eru nú í stjórnarandstöðu og öfugt gildir um níu nýja stjórnarþingmenn. Þetta er svo sem ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist; eðli lýðræðisins er þannig að menn eiga að skiptast á að ráða eftir því hvernig almenningur kýs og stjórnmálamönnum semst að loknum kosningum. Þó er langt síðan jafnsnögg umskipti urðu á meirihluta á þingi og nú. Bakþankar 11.2.2009 06:00
Gamansögur kreppunnar Karen Dröfn Kjartansdóttir skrifar Hvernig er stemningin heima?" spurði félagi minn mig um daginn en sá hinn sami hefur verið við nám erlendis undanfarin misseri. Bara prýðileg, svaraði ég og setti broskarl fyrir aftan þá fullyrðingu, svona til að leggja enn frekari áherslu á orð mín en án árangurs. Hann fór að spyrja um ástandið. Vitanlega neyddist ég til að segja honum að kreppunöldur tröllriði hér öllu. Svo þungt væri yfir landi og lýð að svo virtist sem Þorvaldur Gylfason væri orðinn boðberi bjartsýni hér á landi. Enginn virtist ósnortinn af ástandinu og jafnvel virtist sem sumir hefðu smitast af fórnarlambablæti Björgólfs Guðmundssonar. Bakþankar 10.2.2009 06:00
Leynifélagið mikla Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar Af því nú er í blankheitunum hvarvetna talað um endurskoðun á gildum hlaut boðskapurinn loks að síast svolítið inn. Samt ekki fyrr en ég hafði á haustmánuðunum hræðilegu farið ofan í saumana á heimilisbókhaldinu og íhugað ýmsar sparnaðarleiðir í daglega lífinu. Fyrir einfalda sál með hófleg umsvif var það fljótafgreitt og þá var sumsé komið að umræddri endurskoðun á gildum. Bakþankar 9.2.2009 06:00
Staðan Guðmundur Steingrímsson skrifar Ég skrifaðist á við finnskan vin minn á Facebook í gær. Kreppuna bar á góma, enda sameiginlegt áhugamál þjóðanna. Eftir að Finnland hrundi hér einu sinni reis upp miklu betra land á eftir, sagði félagi minn. Finnar eru búnir að gera allt það sem Obama ætlar að gera núna í Bakþankar 7.2.2009 06:00
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun