Staðan Guðmundur Steingrímsson skrifar 7. febrúar 2009 06:00 Ég skrifaðist á við finnskan vin minn á Facebook í gær. Kreppuna bar á góma, enda sameiginlegt áhugamál þjóðanna. Eftir að Finnland hrundi hér einu sinni reis upp miklu betra land á eftir, sagði félagi minn. Finnar eru búnir að gera allt það sem Obama ætlar að gera núna í Bandaríkjunum. Byggja upp hátækni- og líftækniiðnað og miklu traustara þjóðfélag í alla staði, með fjölbreyttara atvinnulífi. Skynsemin réði för. SVO fann ég hvernig við hefðum skálað í bjórnum eftir þessi orð ég og Finninn ef við hefðum setið á pöbb í Bretlandi eins og áður fyrr þegar við spjölluðum, en ekki á Facebook, þótt þar sé reyndar einnig hægt að skála rafrænt. Þetta var vel sagt og snerti mínar íslensku taugar. Ég gríp til líkingar að íslenskum sið: Handan við brúnina, ef við höldum áfram að klífa bergið, bíður betra land, sanngjarnara og heilbrigðara. LÍTUM á. Stundum er talað um skuldirnar allar, þessa 2000 milljarða eða svo, eins og þær séu um það bil að fara að skella á þjóðinni núna á mánudaginn. En þetta er ekki svo. Hér þarf að halda ró sinni. Hafa yfirsýn yfir vandann. Um 600 milljarðar af þessu eru lán í gjaldeyrisvarasjóð, sem verður vonandi inni á bankareikningi og safnar vöxtum. SVO er það Icesave. Þar er mikilvægt að eignirnar komi sem mest á móti skuldunum. Þá þurfa menn að vera lunknir, ekki flana að neinu, bíða rólegir og þá mun okkur vel farnast. Líka þarf að halda því skýrt til haga í því máli að við höfum vitaskuld allan rétt á því að láta reyna á skuldbindingar okkar fyrir alþjóðlegum dómsstólum. SVO er það atvinnuleysið. Það er mest í byggingariðnaði, verslun og flutningum. Klassíska ráðið við þessu er að örva framkvæmdir. Í ofanálag þurfum við, af natni, að sjá til þess að nýir og gamli möguleikar um allt land séu nýttir og sprotar vaxi og dafni. Það gerðu Finnar. ÞEGAR öllu er á botninn hvolft getum við unnið bug á þessum vanda, þ.e.a.s. ef við höldum vel á spöðum, sleifum, pottum og pönnum og blásum til búsáhaldaendurreisnar. Aðalatriðið er að panikera ekki. Vinna úr málunum skref fyrir skref. Og síðast en ekki síst: Vita hvert förinni er heitið. Til betra Íslands undir taktföstum sleifar- og pönnuslætti. Mæltu manna heilastur, Oskari Kuusela. Skál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun
Ég skrifaðist á við finnskan vin minn á Facebook í gær. Kreppuna bar á góma, enda sameiginlegt áhugamál þjóðanna. Eftir að Finnland hrundi hér einu sinni reis upp miklu betra land á eftir, sagði félagi minn. Finnar eru búnir að gera allt það sem Obama ætlar að gera núna í Bandaríkjunum. Byggja upp hátækni- og líftækniiðnað og miklu traustara þjóðfélag í alla staði, með fjölbreyttara atvinnulífi. Skynsemin réði för. SVO fann ég hvernig við hefðum skálað í bjórnum eftir þessi orð ég og Finninn ef við hefðum setið á pöbb í Bretlandi eins og áður fyrr þegar við spjölluðum, en ekki á Facebook, þótt þar sé reyndar einnig hægt að skála rafrænt. Þetta var vel sagt og snerti mínar íslensku taugar. Ég gríp til líkingar að íslenskum sið: Handan við brúnina, ef við höldum áfram að klífa bergið, bíður betra land, sanngjarnara og heilbrigðara. LÍTUM á. Stundum er talað um skuldirnar allar, þessa 2000 milljarða eða svo, eins og þær séu um það bil að fara að skella á þjóðinni núna á mánudaginn. En þetta er ekki svo. Hér þarf að halda ró sinni. Hafa yfirsýn yfir vandann. Um 600 milljarðar af þessu eru lán í gjaldeyrisvarasjóð, sem verður vonandi inni á bankareikningi og safnar vöxtum. SVO er það Icesave. Þar er mikilvægt að eignirnar komi sem mest á móti skuldunum. Þá þurfa menn að vera lunknir, ekki flana að neinu, bíða rólegir og þá mun okkur vel farnast. Líka þarf að halda því skýrt til haga í því máli að við höfum vitaskuld allan rétt á því að láta reyna á skuldbindingar okkar fyrir alþjóðlegum dómsstólum. SVO er það atvinnuleysið. Það er mest í byggingariðnaði, verslun og flutningum. Klassíska ráðið við þessu er að örva framkvæmdir. Í ofanálag þurfum við, af natni, að sjá til þess að nýir og gamli möguleikar um allt land séu nýttir og sprotar vaxi og dafni. Það gerðu Finnar. ÞEGAR öllu er á botninn hvolft getum við unnið bug á þessum vanda, þ.e.a.s. ef við höldum vel á spöðum, sleifum, pottum og pönnum og blásum til búsáhaldaendurreisnar. Aðalatriðið er að panikera ekki. Vinna úr málunum skref fyrir skref. Og síðast en ekki síst: Vita hvert förinni er heitið. Til betra Íslands undir taktföstum sleifar- og pönnuslætti. Mæltu manna heilastur, Oskari Kuusela. Skál.
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun