Samvinnan Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 11. febrúar 2009 06:00 Það er athyglisvert að fylgjast með þeirri breytingu sem orðið hefur á högum þingmanna, allmargra þeirra í það minnsta. Tuttugu og fimm þingmenn sem áður voru í stjórn eru nú í stjórnarandstöðu og öfugt gildir um níu nýja stjórnarþingmenn. Þetta er svo sem ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist; eðli lýðræðisins er þannig að menn eiga að skiptast á að ráða eftir því hvernig almenningur kýs og stjórnmálamönnum semst að loknum kosningum. Þó er langt síðan jafnsnögg umskipti urðu á meirihluta á þingi og nú. Það sést gjörla á þingmönnum nú að það getur verið erfitt að vakna upp einn daginn í nýrri stöðu. Stjórnarandstæðingar sem allt í einu eru komnir til valda skilja lítt í kröfum núverandi stjórnarandstöðu um að tillit sé tekið til hennar. Sömu menn heimtuðu kannski manna hæst að tillit yrði tekið til minnihlutans, jafnvel minni minnihlutans, ekki bara stærri minnihlutans sem væri sammála meirihlutanum í þessu máli. Og þeir sem áður virtu ekki viðlits skoðanir þeirra sem ekki tilheyrðu meirihluta, telja það brot á góðum og gildum siðum að fara ekki í einu og öllu eftir því sem minnihlutinn leggur til. Þetta er kannski bara mannlegt. Til eru dæmi um að minnihlutamenn í stjórnum sveitarfélaga hafi lagt fram mál sem voru augljóslega hin bestu; flestum ef ekki öllum til hagsbóta. Þá hefur það stundum gerst að málinu er frestað og á næsta fundi kemur meirihlutinn með sama mál í nýjum búningi og kynnir sem sitt. Eins hefur minnihlutinn setið hjá eða greitt atkvæði gegn þjóðþrifamálum, aðeins vegna þess að þau komu frá meirihlutanum. Það var með öðrum orðum ekki hægt að samþykkja góð mál nema þú kæmir með þau sjálfur. Annað gæti gagnast andstæðingum. Í aðdraganda fjárhagsáætlanagerðar sýndi fjöldi sveitarstjórna hins vegar þá ábyrgð að leggja slíka vitleysu til hliðar. Saman unnu minni- og meirihlutar að því að koma sveitarfélaginu sem best úr því áfalli sem nú hefur riðið yfir. Auðvitað ætti þetta alltaf að vera svona, að hagur fólksins væri ofar öllu, líka eigin atkvæðafjölda. Vonandi sjást svona vinnubrögð á þingi og vonandi er þetta komið til að vera. Samvinna er jú betri en sundurlyndi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Það er athyglisvert að fylgjast með þeirri breytingu sem orðið hefur á högum þingmanna, allmargra þeirra í það minnsta. Tuttugu og fimm þingmenn sem áður voru í stjórn eru nú í stjórnarandstöðu og öfugt gildir um níu nýja stjórnarþingmenn. Þetta er svo sem ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist; eðli lýðræðisins er þannig að menn eiga að skiptast á að ráða eftir því hvernig almenningur kýs og stjórnmálamönnum semst að loknum kosningum. Þó er langt síðan jafnsnögg umskipti urðu á meirihluta á þingi og nú. Það sést gjörla á þingmönnum nú að það getur verið erfitt að vakna upp einn daginn í nýrri stöðu. Stjórnarandstæðingar sem allt í einu eru komnir til valda skilja lítt í kröfum núverandi stjórnarandstöðu um að tillit sé tekið til hennar. Sömu menn heimtuðu kannski manna hæst að tillit yrði tekið til minnihlutans, jafnvel minni minnihlutans, ekki bara stærri minnihlutans sem væri sammála meirihlutanum í þessu máli. Og þeir sem áður virtu ekki viðlits skoðanir þeirra sem ekki tilheyrðu meirihluta, telja það brot á góðum og gildum siðum að fara ekki í einu og öllu eftir því sem minnihlutinn leggur til. Þetta er kannski bara mannlegt. Til eru dæmi um að minnihlutamenn í stjórnum sveitarfélaga hafi lagt fram mál sem voru augljóslega hin bestu; flestum ef ekki öllum til hagsbóta. Þá hefur það stundum gerst að málinu er frestað og á næsta fundi kemur meirihlutinn með sama mál í nýjum búningi og kynnir sem sitt. Eins hefur minnihlutinn setið hjá eða greitt atkvæði gegn þjóðþrifamálum, aðeins vegna þess að þau komu frá meirihlutanum. Það var með öðrum orðum ekki hægt að samþykkja góð mál nema þú kæmir með þau sjálfur. Annað gæti gagnast andstæðingum. Í aðdraganda fjárhagsáætlanagerðar sýndi fjöldi sveitarstjórna hins vegar þá ábyrgð að leggja slíka vitleysu til hliðar. Saman unnu minni- og meirihlutar að því að koma sveitarfélaginu sem best úr því áfalli sem nú hefur riðið yfir. Auðvitað ætti þetta alltaf að vera svona, að hagur fólksins væri ofar öllu, líka eigin atkvæðafjölda. Vonandi sjást svona vinnubrögð á þingi og vonandi er þetta komið til að vera. Samvinna er jú betri en sundurlyndi.