Bíó og sjónvarp

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Kvik­myndirnar sem beðið er eftir 2025

Vísir hefur tekið saman lista yfir 34 kvikmyndir sem koma út á árinu og er beðið eftir með eftirvæntingu. Ofurhetjumyndir, leiknar endurgerðir af teiknimyndum, hrollvekjur og íþróttamyndir eru áberandi en þar fyrir utan er von á alls konar góðgæti.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney

Margt bendir til þess að írski leikarinn Paul Mescal komi til með að leika söngvarann Paul McCartney í kvikmyndaröð Sam Mendes um Bítlana. Stefnt er að því að búa til eina kvikmynd um hvern Bítil fyrir sig. 

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

„Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“

Hannes Þór Halldórsson leikstjóri segist lengi hafa haft þann draum um að gera leikna heimildarþætti um gerð bíómyndarinnar Leynilöggu 2 og fara svo beint í að gera Leynilöggu 3. Líklega verði það ekki raunin enda hefur Hannes í nógu að snúast en stefnan er samt sett á að gera framhald af vinsælu myndinni.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

„Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“

Leikstjórinn Hannes Þór Halldórsson segir svo gott sem alla sem komu að sjónvarpsþáttunum Iceguys í upphafi hafa haft miklar efasemdir um verkefnið. Hann hafi sjálfur verið efins, handritshöfundurinn Sóli Hólm haft sínar efasemdir og forráðamenn Símans sömuleiðis. Hannes þurfti auk þess að heyra sjálfur í Rúriki Gíslasyni og sannfæra hann um verkefnið.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Barry Keoghan leikur Bítil

Stórleikarinn írski Barry Keoghan mun leika trommarann fræga Ringo Starr í ævisögulegri kvikmyndaröð Sam Mendes um ævi og störf Bítlanna. Stefnt er að því að hver Bítill fái sína mynd.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Með stór­stjörnum í væntan­legri kvik­mynd Marvel

Jóhannes Haukur Jóhannesson heldur áfram að sanka að sér hlutverkum erlendis en nú hefur leikarinn tilkynnt að hann muni fara með hlutverk í væntanlegri kvikmynd Marvel, Captain America: Brave New World, þó að enn sem komið er sé leyndarmál hvaða persónu hann muni glæða lífi.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Stjörnufans þegar hundruð kíktu á for­sýningu Iceguys 2

Í gær fór fram forsýning á hinum vinsælu þáttum IceGuys en yfir áttahundruð manns mættu í Smárabíó þar sem fyrstu tveir þættirnir voru sýndir í heilum þremur bíósölum. Að sögn framleiðenda var mikil gleði og spenna í loftinu og augljóst að hér var um að ræða viðburð sem enginn vildi missa af.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Stór­stjarna úr tón­listar­heiminum í nýrri seríu White Lotus

Aðdáendur hinna gífurlega vinsælu sjónvarpsþátta The White Lotus bíða eflaust spenntir og jafnvel óþreyjufullir eftir nýrri seríu, sem er væntanleg á næsta ári. Nýverið birtist stutt klippa úr seríu þrjú þar sem kunnuglegir karakterar mæta splunkunýjum á framandi slóðum. K-pop súperstjarnan Lisa úr suður-kóresku stúlknasveitinni BLACKPINK fer þar á meðal með hlutverk. 

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens

Brynjar Úlfur Morthens mun fara með hlutverk föður síns Bubba Morthens í nýrri leikinni þáttaröð sem ber heitið „Morthens.“ Þáttaröðin byggir á lífi og upphafi ferils tónlistarmannsins sem allir Íslendingar þekkja.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið

Það hefur líkast til ekki farið framhjá neinum að Hrekkjavakan er haldin hátíðleg í dag með öllu tilheyrandi. Þá er fátt meira viðeigandi en að grípa í eina hryllilega hrekkjavökumynd. Vísir ákvað að heyra í kvikmyndarýninum og hlaðvarpsþáttastjórnandanum Þórarni Þórarinssyni sem tók sig til og setti saman lista yfir tíu ómissandi hryllingsmyndir.

Bíó og sjónvarp