Jól

Ris a l'amande með stífþeyttum eggjahvítum

Fjölskylda Heklu Arnardóttur fær ekki nóg af hinu árlega Ris à l'amande en það er borðað á aðfangadag, jóladag og annan í jólum. Uppskriftin er frá ömmu Heklu og er óvenjuleg en í henni eru eggjarauður og stífþeyttar eggjahvítur.

Jól

Jólagreiðslan er létt og skemmtileg

Jólagreiðslurnar í ár eru einfaldar og léttar og ættu flestir að geta gert þær, að mati Telmu Daggar Bjarnadóttur, hárgreiðslukonu hjá Kompaníinu, sem farðaði og greiddi Gerði Silju Kristjánsdóttur á jólavísu fyrir Jólablað Fréttablaðsins.

Jól

Innblástur í innpökkun

Hönnuðir og listamenn veita lesendum kærkominn innblástur í innpökkun jólagjafa. Hugmyndir þeirra eru ólíkar, frá því að vera einfaldar og stílhreinar í litríkar og fjörugar.

Jól

Jól í anda fagurkerans

Agla Marta Marteinsdóttir arkitekt setur upp jólaskraut sem henni þykir vænt um og á sér einhverja sögu. Heimilið ber vott um fágaðan smekk fagurkera og jólaskreytingarnar eru í þeim anda. Danskir tréjólasveinar taka á móti gestum.

Jól

Jólalegt og náttúrulegt í senn

Jólatréð á heimili Völu Karenar Guðmundsdóttur þarf að vera það hátt að hægt sé að setja toppinn á það af annarri hæð. Hún hrífst af jólaskrauti í náttúrulegum stíl og eru brúnir og hvítir litir ráðandi á heimilinu á jólunum, fyrir utan eldhúsið, þar er skrautið rautt.

Jól

Halda í hefðina með öðrum hráefnum

Eva Þórdís Ebenezersdóttir þjóðfræðingur hefur sett saman uppskrift að laufabrauði, án glútens, mjólkur og smjörs. Hún segir vel hægt að halda í rótgrónar hefðir sem snerta hjartastreng þó notuð séu önnur hráefni og kennir ásamt Guðrúnu Bergmann námskeið í hreinni matargerð á jólum.

Jól

Eggjalaus jólabakstur er leikur einn

Egg hafa verið mikið í umræðunni og margt fólk íhugar nú að hætta neyslu eggja eftir aukið tal um aðbúnað hænsna í eggjabúum landsins. En hvernig kemst maður í gegnum jólabaksturinn án eggja? Vala Árnadóttir segir það vera ekkert mál.

Jól

Eggaldin í staðinn fyrir síld

Helga María og Júlía Sif Ragnarsdætur halda úti matarblogginu Veganistur. Eins og nafnið gefur til kynna eru þær vegan og borða hvorki dýr né dýraafurðir. Þær segja það síður en svo þýða verri mat eða eintóma hollustu.

Jól

Sjö sorta jól

Berglind Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Leikfélags Reykjavíkur, nýtur aðventunnar í botn. Jólastress þekkist ekki í hennar bókum en fjölskyldan sækir saman jólatónleika í miðbænum, skreytir og bakar.

Jól

Alveg skreytingaóð fyrir jólin

Guðbjörg Snorradóttir hefur alla tíð haft mjög gaman af jólaskreytingum. Hún byrjaði að safna jóladóti þegar hún var aðeins sautján ára. Venjulega skreytir hún þó ekki fyrr en á fyrsta sunnudegi í aðventu. Guðbjörg bakar fjórar til sex smákökusortir fyrir jólin.

Jól

Smákökurnar slógu í gegn

Gamaldags smákökur voru vinsælar meðal eldra fólks úr Vinaminni á Selfossi þegar nemendur Sunnulækjarskóla buðu því í kaffi og kökur á dögunum.

Jól