Íslensk hönnunarjól 10. desember 2016 10:00 Súkkulaðistúfur Úr smiðju íslenskra hönnuða kemur fjöldi skemmtilegra muna sem minna á jólin.Súkkulaðistúfur Listakonuna Svöfu Björgu Einarsdóttur langaði til að búa til eitthvað rammíslenskt. Hún ákvað að búa til þjóðlegt súkkulaði. Hún mótar og gerir steypumót fyrir súkkulaðið og steypir það síðan sjálf. Þar sem Íslendingar eru mjög ríkir af jólasveinum fannst henni tilvalið að útbúa mót fyrir Stúf og Jólaköttinn. Stúfur er nýkominn í bæinn en verður til sölu á opnu húsi á Korpúlfsstöðum fimmtudaginn 24. nóvember frá kl. 17-21.WinterVetrarbox Winter boxin eru ný hugmynd Önnu Þórunnar vöruhönnuðar. Hugmyndin kemur frá því hvernig snjórinn og snjóskaflar breyta upplifun fólks af umhverfinu þar sem misáhugaverðir staðir verða allt í einu eftirtektarverðir og fallegir. Winter boxin eru í raun snjóskaflar og koma í þremur stærðum auk ruslafötu. Þau eru ekki komin í framleiðslu enn. Anna Þórunn tekur þátt í popup-versluninni í porti Hafnarhússins þann 10. desember.Kertabaugar Guðný Hafsteinsdóttir er höfundur þessara fallegu kertastjaka sem hún kallar bauga. Hún frumsýndi þá á Hönnunarmars í vor og hafa þeir fengið mikla athygli erlendis. Baugar eru í senn skúlptúr, lágmynd á vegg og kertastjaki. Verkið samanstendur af þremur misstórum hringjum sem unnir eru úr svörtum leir og vikri sem gefur því hrátt yfirbragð og hraunáferð. Hringirnir eru með innfellda rauf og er því hægt að raða kertum í þá eins og hverjum þykir fara best.LAUF Hugrún Ívarsdóttir hjá islensk.is hefur framleitt textíl í tíu ár og af því tilefni kom hún fram með nýja og nútímalega hönnun á sínum klassísku laufabrauðsvörum sem margir þekkja. LAUF er mynstur sem sækir innblástur til laufabrauðsins en Hugrún fer óhefðbundna leið þar sem hún tekur út grunnformið sem allt byggist á í laufabrauðsskurðinum og vinnur með það. Nánar á islensk.is.Jólaleg hreindýr Ragnhildur Anna Jónsdóttir hjá Jónsdóttir & Co. er höfundur þessa fallega hreindýralöbers en hugmyndin að hreindýraþemanu fæddist þegar Ragnhildur og vinkona hennar voru fengnar til að skreyta borð fyrir jólablað Húsa og híbýla. Fram að því hafði Ragnhildur einbeitt sér að ungbarnavörum. Í kjölfarið varð til heimilislína. Hægt er að panta löberinn á Facebook-síðu Jónsdóttur & Co.Kertastjaki í líki Akureyrarkirkju.Lýsandi jólamessa Geislar hönnunarhús hönnuðu og smíðuðu þessa fallegu kertastjaka í líki Hallgrímskirkju og Akureyrarkirkju. Fátt er jólalegra en að kveikja á kerti í dimmum jólamánuðinum og sjá fallega birtu stafa frá þessum þjóðþekktu kirkjum. Kirkjurnar eru gerðar úr viði og skornar með geislaskurði. Allt vöruúrval Geisla má fá í verslun Geisla í Bolholti 4 en vörurnar eru einnig seldar víða um land. Jól Jólafréttir Tíska og hönnun Mest lesið Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Þýskar jólasmákökur Jól Gyðingakökur Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Marengsterta með lakkrís- og karamellu Jól Skýtur allt sem leyfilegt er að skjóta Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Svona gerirðu graflax Jól Laxamús á jóladag Jól Safnar kærleikskúlum Jól
Úr smiðju íslenskra hönnuða kemur fjöldi skemmtilegra muna sem minna á jólin.Súkkulaðistúfur Listakonuna Svöfu Björgu Einarsdóttur langaði til að búa til eitthvað rammíslenskt. Hún ákvað að búa til þjóðlegt súkkulaði. Hún mótar og gerir steypumót fyrir súkkulaðið og steypir það síðan sjálf. Þar sem Íslendingar eru mjög ríkir af jólasveinum fannst henni tilvalið að útbúa mót fyrir Stúf og Jólaköttinn. Stúfur er nýkominn í bæinn en verður til sölu á opnu húsi á Korpúlfsstöðum fimmtudaginn 24. nóvember frá kl. 17-21.WinterVetrarbox Winter boxin eru ný hugmynd Önnu Þórunnar vöruhönnuðar. Hugmyndin kemur frá því hvernig snjórinn og snjóskaflar breyta upplifun fólks af umhverfinu þar sem misáhugaverðir staðir verða allt í einu eftirtektarverðir og fallegir. Winter boxin eru í raun snjóskaflar og koma í þremur stærðum auk ruslafötu. Þau eru ekki komin í framleiðslu enn. Anna Þórunn tekur þátt í popup-versluninni í porti Hafnarhússins þann 10. desember.Kertabaugar Guðný Hafsteinsdóttir er höfundur þessara fallegu kertastjaka sem hún kallar bauga. Hún frumsýndi þá á Hönnunarmars í vor og hafa þeir fengið mikla athygli erlendis. Baugar eru í senn skúlptúr, lágmynd á vegg og kertastjaki. Verkið samanstendur af þremur misstórum hringjum sem unnir eru úr svörtum leir og vikri sem gefur því hrátt yfirbragð og hraunáferð. Hringirnir eru með innfellda rauf og er því hægt að raða kertum í þá eins og hverjum þykir fara best.LAUF Hugrún Ívarsdóttir hjá islensk.is hefur framleitt textíl í tíu ár og af því tilefni kom hún fram með nýja og nútímalega hönnun á sínum klassísku laufabrauðsvörum sem margir þekkja. LAUF er mynstur sem sækir innblástur til laufabrauðsins en Hugrún fer óhefðbundna leið þar sem hún tekur út grunnformið sem allt byggist á í laufabrauðsskurðinum og vinnur með það. Nánar á islensk.is.Jólaleg hreindýr Ragnhildur Anna Jónsdóttir hjá Jónsdóttir & Co. er höfundur þessa fallega hreindýralöbers en hugmyndin að hreindýraþemanu fæddist þegar Ragnhildur og vinkona hennar voru fengnar til að skreyta borð fyrir jólablað Húsa og híbýla. Fram að því hafði Ragnhildur einbeitt sér að ungbarnavörum. Í kjölfarið varð til heimilislína. Hægt er að panta löberinn á Facebook-síðu Jónsdóttur & Co.Kertastjaki í líki Akureyrarkirkju.Lýsandi jólamessa Geislar hönnunarhús hönnuðu og smíðuðu þessa fallegu kertastjaka í líki Hallgrímskirkju og Akureyrarkirkju. Fátt er jólalegra en að kveikja á kerti í dimmum jólamánuðinum og sjá fallega birtu stafa frá þessum þjóðþekktu kirkjum. Kirkjurnar eru gerðar úr viði og skornar með geislaskurði. Allt vöruúrval Geisla má fá í verslun Geisla í Bolholti 4 en vörurnar eru einnig seldar víða um land.
Jól Jólafréttir Tíska og hönnun Mest lesið Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Þýskar jólasmákökur Jól Gyðingakökur Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Marengsterta með lakkrís- og karamellu Jól Skýtur allt sem leyfilegt er að skjóta Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Svona gerirðu graflax Jól Laxamús á jóladag Jól Safnar kærleikskúlum Jól