Þýskar jólasmákökur Sólveig Gísladóttir skrifar 25. nóvember 2015 13:30 Kanilstjörnurnar hvítu, hringlaga vanillukipferl, hunangskökur með valhnetum á toppnum og eplabrauð. Myndir/AntonBrink Carina heillaðist af Íslandi þegar hún sá heimildarmynd um landið sextán ára gömul. "Þá ákvað ég að ferðast þangað eftir útskrift úr menntaskóla,“ segir hún glaðlega en hér hefur hún verið í tólf ár. Carina segist vera töluvert jólabarn og þó hún kunni vel við íslenska siði hafi hún alltaf haldið mikið upp á þýskar jólahefðir enda iðulega heimsótt heimalandið um hátíðirnar. „Við erum til dæmis alltaf með lifandi kerti á jólatrénu og svo á ég þýskt skraut sem ég fékk frá mömmu minni og frænku.“Carina heldur mikið upp á jólin og þýskar jólasmákökur eru ómissandi hluti af jólahaldinu.Í Þýskalandi er sterk jólakökuhefð. „Frænkur mínar baka yfirleitt í kringum tuttugu til þrjátíu sortir fyrir jólin. Ég hef lítið verið í bakstri og hringdi því í mömmu til að spyrja hvað væri best að baka fyrir Jólablaðið,“ segir hún glettin. Carina valdi fjórar týpískar þýskar kökur. „Ég valdi þær sem hægt var að fá allt hráefni í hér á Íslandi,“ segir hún en bendir á að það eina sem erfitt hafi verið að nálgast hafi verið valhnetumjöl en það bjó hún til sjálf. KanilstjörnurDeig500 g malaðar möndlur300 g flórsykur2 tsk. kanill2 eggjahvítur2 msk. vatn eða appelsínusafi eða möndlulíkjörflórsykur á borðplötunaGlassúr1 eggjahvíta125 g flórsykurBlandið möndlum, flórsykri og kanil saman. Bætið 2 eggjahvítum og vatni/appelsínusafa/möndlulíkjör út í blönduna og hnoðið allt saman þar til deigið verður slétt. Skiptið deiginu í tvennt (eða þrennt eftir stærð borðplötu), fletjið út á flórsykursstráðri borðplötunni (1 cm á þykkt). Setjið pappír á bökunarplötu og raðið útstungnum stjörnum á hana. Dýfið forminu af og til í flórsykur. Þeytið eggjahvítu. Haldið áfram að þeyta á meðan flórsykrinum er bætt út í smám saman. Dreifið glassúrnum á stjörnurnar með pensli, skeið eða sprautu. Bakað við 140°C á neðstu rim í 10-15 mín.Jólablað 2015 Carina Kramer jólasmákökur þýskar kökurEplabrauð1 kg epli350 g sykur375 g rúsínur200 g möndlur eða heslihnetur, heilar670 g hveiti30 g lyftiduft1 msk. kúfuð kakó100 ml epla- eða appelsínusafi eða romm1 tsk. kanill Afhýðið eplin, raspið þau gróft og blandið saman við sykurinn. Látið bíða í 4-6 klst. Blandið öllu öðru út í og fyllið í tvö brauðform (ca. 30 cm á lengd). Bakið við 175°C í 90 mín. VanillukipferlDeig560 g hveiti160 g sykur400 g smjör200 g heslihnetur, malaðarÍdýfa100 g sykur8 tsk. vanillusykur Blandið hveiti, sykri og smjöri (í litlum bitum) saman, bætið heslihnetum út í og hnoðið allt saman þangað til deigið verður slétt og fallegt. Kælið í 1 klst., rúllið deiginu upp eftir endilöngu, skerið fingurþykkar sneiðar og búið til litla hálfmána (Kipferl). Því minni sem kökurnar eru, þeim mun síður brotna þær. Setjið pappír á bökunarplötu, raðið hálfmánunum á og bakið við 175°C í ca. 15 mín. á næstneðstu rim eða þar til þeir eru gullbrúnir. Rúllið enn vel heitum kökunum upp úr sykur-vanillusykurblöndunni og látið þær kólna. Hunangskökur með jólakryddi og hnetumHunangskakaSmjör og malaðar möndlur til að strá í formið120 g hunang80 g púðursykur100 ml rjómi100 g valhnetur, malaðar100 g valhnetur, hakkaðar200 g smjör, mjúkt3 egg400 g hveiti1 msk. kakó1 hnífsoddur vanillufræ, skafin úr vanillustöng1 tsk. malaður engifer (ef vill)1 hnífsoddur af múskati½ – 1 tsk. kanill1 hnífsoddur af kardimommu1 tsk. lyftiduftSíróp50 ml appelsínusafi175 g sykur30 valhnetuhelmingar Hitið ofninn í 180°C, Stráið möndlum í ofnskúffu. Hitið í potti hunang, sykur og rjóma þar til sykurinn er bráðinn. Látið kólna. Þeytið smjör með hunangsblöndunni og hrærið egg saman við. Blandið saman hveiti, kakói, möluðum og hökkuðum valhnetum, kryddi og lyftidufti og bætið út í fyrri blönduna. Smyrjið deiginu á plötu og bakið í ca. 45 mín. eða þar til ekkert festist við prjón sem stungið er í. Látið kólna. Hitið appelsínusafa og sykur í potti og látið malla í 10 mín. Dýfið valhnetum í sírópið og setjið ofan á kökuna. Afganginum má dreifa yfir. Skerið í bita. Jólafréttir Mest lesið Hrærður yfir viðtökunum Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 9. desember Jól Eggjalaus jólabakstur er leikur einn Jól Ein um jólin - Alveg hryllileg tilhugsun Jólin Á jólunum er gleði og gaman Jól Dýfist í mjólk - Rúsínukökur ömmu Jólin Jólin í fyrri daga Jól Elíza: Ilmurinn af greni og smákökum jólalegur Jólin Jólapappír endurnýttur Jólin Ferðatæki, tölvupopp og fótanuddtæki Jólin
Carina heillaðist af Íslandi þegar hún sá heimildarmynd um landið sextán ára gömul. "Þá ákvað ég að ferðast þangað eftir útskrift úr menntaskóla,“ segir hún glaðlega en hér hefur hún verið í tólf ár. Carina segist vera töluvert jólabarn og þó hún kunni vel við íslenska siði hafi hún alltaf haldið mikið upp á þýskar jólahefðir enda iðulega heimsótt heimalandið um hátíðirnar. „Við erum til dæmis alltaf með lifandi kerti á jólatrénu og svo á ég þýskt skraut sem ég fékk frá mömmu minni og frænku.“Carina heldur mikið upp á jólin og þýskar jólasmákökur eru ómissandi hluti af jólahaldinu.Í Þýskalandi er sterk jólakökuhefð. „Frænkur mínar baka yfirleitt í kringum tuttugu til þrjátíu sortir fyrir jólin. Ég hef lítið verið í bakstri og hringdi því í mömmu til að spyrja hvað væri best að baka fyrir Jólablaðið,“ segir hún glettin. Carina valdi fjórar týpískar þýskar kökur. „Ég valdi þær sem hægt var að fá allt hráefni í hér á Íslandi,“ segir hún en bendir á að það eina sem erfitt hafi verið að nálgast hafi verið valhnetumjöl en það bjó hún til sjálf. KanilstjörnurDeig500 g malaðar möndlur300 g flórsykur2 tsk. kanill2 eggjahvítur2 msk. vatn eða appelsínusafi eða möndlulíkjörflórsykur á borðplötunaGlassúr1 eggjahvíta125 g flórsykurBlandið möndlum, flórsykri og kanil saman. Bætið 2 eggjahvítum og vatni/appelsínusafa/möndlulíkjör út í blönduna og hnoðið allt saman þar til deigið verður slétt. Skiptið deiginu í tvennt (eða þrennt eftir stærð borðplötu), fletjið út á flórsykursstráðri borðplötunni (1 cm á þykkt). Setjið pappír á bökunarplötu og raðið útstungnum stjörnum á hana. Dýfið forminu af og til í flórsykur. Þeytið eggjahvítu. Haldið áfram að þeyta á meðan flórsykrinum er bætt út í smám saman. Dreifið glassúrnum á stjörnurnar með pensli, skeið eða sprautu. Bakað við 140°C á neðstu rim í 10-15 mín.Jólablað 2015 Carina Kramer jólasmákökur þýskar kökurEplabrauð1 kg epli350 g sykur375 g rúsínur200 g möndlur eða heslihnetur, heilar670 g hveiti30 g lyftiduft1 msk. kúfuð kakó100 ml epla- eða appelsínusafi eða romm1 tsk. kanill Afhýðið eplin, raspið þau gróft og blandið saman við sykurinn. Látið bíða í 4-6 klst. Blandið öllu öðru út í og fyllið í tvö brauðform (ca. 30 cm á lengd). Bakið við 175°C í 90 mín. VanillukipferlDeig560 g hveiti160 g sykur400 g smjör200 g heslihnetur, malaðarÍdýfa100 g sykur8 tsk. vanillusykur Blandið hveiti, sykri og smjöri (í litlum bitum) saman, bætið heslihnetum út í og hnoðið allt saman þangað til deigið verður slétt og fallegt. Kælið í 1 klst., rúllið deiginu upp eftir endilöngu, skerið fingurþykkar sneiðar og búið til litla hálfmána (Kipferl). Því minni sem kökurnar eru, þeim mun síður brotna þær. Setjið pappír á bökunarplötu, raðið hálfmánunum á og bakið við 175°C í ca. 15 mín. á næstneðstu rim eða þar til þeir eru gullbrúnir. Rúllið enn vel heitum kökunum upp úr sykur-vanillusykurblöndunni og látið þær kólna. Hunangskökur með jólakryddi og hnetumHunangskakaSmjör og malaðar möndlur til að strá í formið120 g hunang80 g púðursykur100 ml rjómi100 g valhnetur, malaðar100 g valhnetur, hakkaðar200 g smjör, mjúkt3 egg400 g hveiti1 msk. kakó1 hnífsoddur vanillufræ, skafin úr vanillustöng1 tsk. malaður engifer (ef vill)1 hnífsoddur af múskati½ – 1 tsk. kanill1 hnífsoddur af kardimommu1 tsk. lyftiduftSíróp50 ml appelsínusafi175 g sykur30 valhnetuhelmingar Hitið ofninn í 180°C, Stráið möndlum í ofnskúffu. Hitið í potti hunang, sykur og rjóma þar til sykurinn er bráðinn. Látið kólna. Þeytið smjör með hunangsblöndunni og hrærið egg saman við. Blandið saman hveiti, kakói, möluðum og hökkuðum valhnetum, kryddi og lyftidufti og bætið út í fyrri blönduna. Smyrjið deiginu á plötu og bakið í ca. 45 mín. eða þar til ekkert festist við prjón sem stungið er í. Látið kólna. Hitið appelsínusafa og sykur í potti og látið malla í 10 mín. Dýfið valhnetum í sírópið og setjið ofan á kökuna. Afganginum má dreifa yfir. Skerið í bita.
Jólafréttir Mest lesið Hrærður yfir viðtökunum Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 9. desember Jól Eggjalaus jólabakstur er leikur einn Jól Ein um jólin - Alveg hryllileg tilhugsun Jólin Á jólunum er gleði og gaman Jól Dýfist í mjólk - Rúsínukökur ömmu Jólin Jólin í fyrri daga Jól Elíza: Ilmurinn af greni og smákökum jólalegur Jólin Jólapappír endurnýttur Jólin Ferðatæki, tölvupopp og fótanuddtæki Jólin