Himneskir jólasöngvar við tindrandi kertaljós í kirkju Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 8. desember 2016 09:00 Þau Hallveig Rúnarsdóttir, Lenka Mátéová, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir og Sigurður Halldórsson koma fram á tónleikunum Sígild jól í kvöld klukkan 20. Fréttablaðið/Ernir Við stefnum að því að koma gestum í sannkallað hátíðaskap með himneskum jólasöngvum við tindrandi kertaljós,“ segir Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzosópransöngkona glaðlega. Þar er hún að tala um jólatónleikana Sígild jól sem verða í kvöld í Seltjarnarneskirkju og hefjast klukkan 20. Sigríður Ósk syngur þar ásamt Hallveigu Rúnarsdóttur sópransöngkonu og með þeim leika þau Lenka Mátéova organleikari og Sigurður Halldórsson sellóleikari. Níels T. Girerd, betur þekktur sem Nilli, verður kynnir kvöldsins. Á dagskránni er blanda af íslenskum og erlendum einsöngslögum og dúettum, sálmum og aríum, allt frá barokktímabilinu fram til dagsins í dag að sögn Sigríðar Óskar. Tónlistin er falleg, hátíðleg og þjóðleg,“ segir hún og nefnir nokkur dæmi. „Flutt verða sígild verk í anda jólanna meðal annars eftir Purcell og Mozart, einnig Kvöldbæn úr óperunni Hans og Grétu eftir Humperdinck og Pie Jesu, dúett eftir Webber. Svo eru verk eftir íslensk tónskáld eins og Snorra Sigfús Birgisson sem samdi undurfagra Vocalisu sérstaklega fyrir Hallveigu, sem sagt fyrir háan sópran og selló, og þar er líka jólaþulan Það á að gefa börnum brauð í útsetningu Jórunnar Viðar, já, og Jólin alls staðar eftir Jón Sigurðsson, Jón bassa, svo eitthvað sé nefnt. Semsagt blanda af sígildum einsöngslögum og dúettum í anda jólanna í bland við íslensk og erlend jólalög og sálma. Sigríður Ósk kveðst telja þessa tónleika ólíka mörgum öðrum sem eru í boði fyrir jólin og er ekki í vafa um að mikill hátíðleiki skapist í kirkjunni við kertaljós og þessa gullfallegu tónlist. Þess má geta að Sigríður Ósk var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2016 fyrir hlutverk Rosinu í Rakaranum frá Sevilla í uppfærslu Íslensku óperunnar og fyrir hlutverk í óratoríunni Salómon sem flutt var á Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju og Hallveig var valin söngkona ársins árið 2014 fyrir hlutverk Mikaelu í óperunni Carmen í uppfærslu Íslensku óperunnar. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. desember 2016. Jólafréttir Menning Mest lesið Borða með góðri samvisku Jól Lögreglufylgd fyrir jólasveininn Jól Mömmukökur bestar Jólin Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Psy og Wham saman í jólasmell Jólin Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 12. desember Jól Hátíðleiki nær hámarki í kirkjunni Jólin Svona gerirðu graflax Jól Táknmyndir jólatrésins Jól Með gleðiraust og helgum hljóm Jól
Við stefnum að því að koma gestum í sannkallað hátíðaskap með himneskum jólasöngvum við tindrandi kertaljós,“ segir Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzosópransöngkona glaðlega. Þar er hún að tala um jólatónleikana Sígild jól sem verða í kvöld í Seltjarnarneskirkju og hefjast klukkan 20. Sigríður Ósk syngur þar ásamt Hallveigu Rúnarsdóttur sópransöngkonu og með þeim leika þau Lenka Mátéova organleikari og Sigurður Halldórsson sellóleikari. Níels T. Girerd, betur þekktur sem Nilli, verður kynnir kvöldsins. Á dagskránni er blanda af íslenskum og erlendum einsöngslögum og dúettum, sálmum og aríum, allt frá barokktímabilinu fram til dagsins í dag að sögn Sigríðar Óskar. Tónlistin er falleg, hátíðleg og þjóðleg,“ segir hún og nefnir nokkur dæmi. „Flutt verða sígild verk í anda jólanna meðal annars eftir Purcell og Mozart, einnig Kvöldbæn úr óperunni Hans og Grétu eftir Humperdinck og Pie Jesu, dúett eftir Webber. Svo eru verk eftir íslensk tónskáld eins og Snorra Sigfús Birgisson sem samdi undurfagra Vocalisu sérstaklega fyrir Hallveigu, sem sagt fyrir háan sópran og selló, og þar er líka jólaþulan Það á að gefa börnum brauð í útsetningu Jórunnar Viðar, já, og Jólin alls staðar eftir Jón Sigurðsson, Jón bassa, svo eitthvað sé nefnt. Semsagt blanda af sígildum einsöngslögum og dúettum í anda jólanna í bland við íslensk og erlend jólalög og sálma. Sigríður Ósk kveðst telja þessa tónleika ólíka mörgum öðrum sem eru í boði fyrir jólin og er ekki í vafa um að mikill hátíðleiki skapist í kirkjunni við kertaljós og þessa gullfallegu tónlist. Þess má geta að Sigríður Ósk var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2016 fyrir hlutverk Rosinu í Rakaranum frá Sevilla í uppfærslu Íslensku óperunnar og fyrir hlutverk í óratoríunni Salómon sem flutt var á Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju og Hallveig var valin söngkona ársins árið 2014 fyrir hlutverk Mikaelu í óperunni Carmen í uppfærslu Íslensku óperunnar. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. desember 2016.
Jólafréttir Menning Mest lesið Borða með góðri samvisku Jól Lögreglufylgd fyrir jólasveininn Jól Mömmukökur bestar Jólin Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Psy og Wham saman í jólasmell Jólin Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 12. desember Jól Hátíðleiki nær hámarki í kirkjunni Jólin Svona gerirðu graflax Jól Táknmyndir jólatrésins Jól Með gleðiraust og helgum hljóm Jól