Fréttir

Víðast hvar þung­búið á þjóð­há­tíðar­daginn

Það er útlit fyrir hægan vind á landinu í dag. Heilt yfir verður nokkuð þungbúið á Suður- og Vesturlandi og dálítil væta gæti látið á sér kræla öðru hvoru. Á Norður- og Austurlandi ætti að verða þurrt með einhverjum sólarköflum. 

Veður

Eldur kviknaði í iðnaðar­hús­næði í Hafnar­firði

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í gærkvöldi og í nótt, meðal annars var tilkynnt um eldsvoða í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði. Áberandi var fjöldi hávaðakvartana en svo virðist sem mikið af samkvæmum hafi verið í heimahúsum á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent

„Þetta var bara eins og hryðju­verk“

Altjón varð í tíu verslunum Kringlunnar í gær þegar það kviknaði í þaki hennar. Eigandi verslunarinnar sem kom verst út úr brunanum segir Kringluna hafa litið hryllilega út í nótt.

Innlent

„Hvernig getur sama fólk snúist svona í skoðunum sínum?“

Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, segir flokkinn vera veikari án Þorbjargar Þorvaldsdóttur, bæjarfulltrúa í Garðabæ, sem tilkynnti fyrr í dag að hún væri hætt í Samfylkingunni. Það segir hún í færslu á Facebook þar sem hún beinir jafnframt spjótum sínum að Samfylkingunni.

Innlent

Odd­viti Garðarbæjarlistans hættir í Sam­fylkingunni

Þorbjörg Þorvaldsdóttir, bæjarfulltrúi í Garðarbæ, hefur sagt sig úr Samfylkingunni vegna áherslu flokksins í útlendingamálum. Kornið sem virðist hafa fyllt mælinn hjá Þorbjörgu var að þingflokkur Samfylkingarinnar hafi setið hjá þegar kosið var um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra í vikunni.

Innlent

Netanyahu vill ekki gera hlé á hernaði

Benjamin Natanyahu forsætisráðherra Ísraels er ósáttur með ákvörðun ísraelska hersins um að gera daglegt hlé á hernaði meðfram stofnbraut á Gasa til að hleypa neyðarbirgðum inn á svæðið.

Erlent

Neita að borga tjón eftir að hafa mokað snjó yfir bíl

Þórir Brynjúlfsson varð fyrir miklu óláni fyrir rúmlega ári síðan, þegar hann kom heim til Íslands eftir að hafa lagt bíl sínum á bílastæði ISAVIA á Keflavíkurflugvelli. Snjó hafði verið mokað upp að og undir bílinn, sem fraus og þrýstist upp í undirvagninn. Bíllinn varð fyrir nokkru tjóni, en ISAVIA og verktakinn sem sá um snjómoksturinn neita að borga tjónið.

Innlent

„Þetta er stór­tjón fyrir okkur“

Svava Johansen eigandi og forstjóri NTC sem rekur sex verslanir í Kringlunni, segir að staðan sé alls ekki góð í verslunum hennar. Um stórtjón sé að ræða í verslun hennar Gallerí sautján.

Innlent

Parísarhjól sprettur upp við höfnina

Verið er að leggja lokahönd á byggingu parísarhjóls á Miðbakka í Reykjavíkurhöfn. Samkvæmt heimildum Vísis á byggingarvinnu að ljúka í dag og fyrsta ferðin farin á morgun, á lýðveldisdaginn.

Innlent

Isavia stefnir að því að hefja gjald­töku í vikunni

Isavia stefnir að því að hefja gjaldtöku af bílastæðum á þremur innanlandsflugvöllum í vikunni, annaðhvort á miðvikudag eða á fimmtudag. Það að Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra hafi ekki skrifað upp á þjónustusamning Svandísar Svavarsdóttur innviðaráðherra og Isavia virðist engu breyta þar um.

Innlent

Það verði „drullu­erfitt“ að rífa VG úr lægðinni

Guðmundur Ingi Guðbrandsson formaður Vinstri grænna segir að flokkurinn þurfi að fara í innra uppgjör og leita í ræturnar, en flokkurinn mælist aðeins með um þriggja prósenta fylgi í skoðanakönnunum og myndi því detta út af þingi ef kosið yrði í dag. Hann er ekki svartsýnn á framhaldið þó það verði „drulluerfitt“ að rífa sig upp úr lægðinni. Guðmundur var í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.

Innlent

Jarðaberjarækt í grænum iðngarði í Helgu­vík

Framkvæmdastjóri Kadeco á Ásbrú á Keflavíkurflugvelli segir það draumaverkefni að fá að stýra allri uppbyggingunni, sem mun eiga sér stað á næstu árum á Ásbrú og svæðinu í kringum Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hann segir mikið kallað eftir því að fá starfsfólk Kadeco á erlendan vettvang til að kynna verkefnið.

Innlent

Flúðu vett­vang eftir harðan á­rekstur

Fólksbifreið var ekið í veg fyrir jeppa á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði í gærkvöldi með þeim afleiðingum að jeppinn valt nokkra hringi. Ökumaður og farþegi fólksbifreiðarinnar flúðu vettvang en lögreglu tókst að handtaka þá skömmu síðar.

Innlent

Slökkvi­starf í Kringlunni og staða Vinstri grænna

Slökkvistarfi við Kringluna lauk klukkan eitt í nótt eftir að eldur kom upp í þaki verslunarmiðstöðvarinnar síðdegis í gær. Slökkviliðsstjóri segir vel hafa gengið að ráða niðurlögum eldsins og vettvangur sé nú í höndum tryggingafélaganna. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Innlent

Sumar­veður fyrir sunnan en annars staðar skýjað

Í dag er spáð norðvestan og norðan 3-8 m/s. Víða skýjað og nokkuð þungbúið með smásúld eða þokumóðu á köflum og hita 7 til 12 stig. Bjartara og þurrt á Suður- og Suðausturlandi og þar gæti hiti náði upp undir 20 stig þegar best lætur.

Veður

Myndir: Allt á floti í Kringlunni

Greint hefur verið frá því að mikið vatn sé nú á gólfum Kringlunnar vegna slökkvistarfs slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu sem barðist við eld á þaki verslunarmiðstöðvarinnar í kvöld.

Innlent