Fréttir

Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað

Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins kom saman til fundar nú í hádeginu þar sem tekin verður afstaða til þess hvort landsfundur flokksins fari fram samkvæmt áætlun um mánaðamótin febrúar-mars, eða hvort fundinum verði frestað. Bjarni Benediktsson formaður flokksins hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til endurkjörs og að segja jafnframt af sér þingmennsku.

Innlent

„Ég man ekki eftir á­líka far­aldri“

Fjöldi tilkynninga hefur borist vegna veikra og dauðra fugla sökum fuglaflensu um helgina. Um skæðan faraldur virðist vera að ræða að mati deildarstjóra hjá dýraþjónustu Reykjavíkur sem sinnir veikum dýrum, tekur sýni og hirðir hræ sem fundist hafa á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent

Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá

Karlmaður á fimmtugsaldri, sem grunaður um að hafa framið stunguárás í húsnæði Matfugls á Kjalarnesi á nýársnótt, fær að dúsa í gæsluvarðhaldi til 4. febrúar næstkomandi. Eftir handtöku greindi hann lögreglu frá því að hann hefði stungið þrjá menn í neyðarvörn. Á meðan á frásögn hans stóð grét hann og kvað líf sitt vera búið.

Innlent

Suð­lægur vindur og væta sunnan- og vestan­til

Landið er nú í morgunsárið á milli tveggja lægða þar sem aðra er að finna skammt suðaustur af Jan Mayen og veldur allhvassri vestanátt á norðaustanverðu landinu. Lægðin fjarlægist nú óðum og er vindur því á niðurleið.

Veður

Fann ní­tján dauðar gæsir í Vatns­mýrinni

Gunnar Þór Hallgrímsson, prófessor í dýrafræði, fann nítján dauðar grágæsir í Vatnsmýrinni í dag. Hann telur það hafið yfir allan vafa að fuglaflensa hafi verið banamein þeirra. Möguleikinn á að smit berist í mannfólk er alltaf til staðar á meðan ástandið varir.

Innlent

Völlurinn geti orðið ó­not­hæfur á köflum

Flugrekstrarstjóri segir alvarlegt ef aðeins ein flugbraut verður opin á Reykjavíkurvelli vegna trjáa í Öskjuhlíð. Við ákveðið veðurskilyrði geti völlurinn orðið ónothæfur. Framkvæmdir við brúarsmíði geti ógnað einu brautinni sem eftir standi. Ríki og borg verði að finna lausn.

Innlent

Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu

Jarðskjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu upp úr fimm í dag sem var 2,9 að stærð. Að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands er þetta með stærri skjálftum sem riðið hafa yfir á svæðinu á undanförnum árum.

Innlent

Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum

Pia Hansson forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar segir nauðsynlegt að tryggja aukna greiningargetu og þekkingu á Íslandi á alþjóðakerfinu og áhrif breytinga þar á á Ísland sem smáríki. Albert Jónsson alþjóðastjórnmálafræðingur segir Ísland verða að ræða það hvaða áhrif það hefur á Ísland verði samið um vopnahlé í Úkraínu.

Innlent

Styrktartónleikar á Hvols­velli fyrir mikið slasaðan bónda

Það stendur mikið til á Hvolsvelli í dag því þar verða haldnir styrktartónleikar fyrir ungan bónda undir Eyjafjöllum og fjölskyldu hans en bóndinn slasaðist alvarlega í umferðarslysi undir Eyjafjöllum í síðasta mánuði. Þrír hryggjarliðir og fjórir hálsliðir brotnuðu meðal annars í bóndanum.

Innlent