Formúla 1

Ungstirnið gerir fimm ára samning við Ferrari

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lecrec vann tvær keppnir á síðasta tímabili.
Lecrec vann tvær keppnir á síðasta tímabili. vísir/getty

Charles Leclerc hefur skrifað undir nýjan fimm ára samning við Ferrari. Þar á bæ binda menn miklar vonir við hinn 22 ára Leclerc sem er frá Mónakó.

Hann ók fyrir Sauber 2018 en tók sæti Kimi Räikkönen hjá Ferrari fyrir síðasta tímabil.

Leclerc vann tvær keppnir í ár, í Belgíu og á Ítalíu, og komst tíu sinnum á verðlaunapall. Þá var hann sjö sinnum á rásspól, oftar en nokkur annar.

Leclerc endaði í 4. sæti í keppni ökuþóra, einu sæti ofar en samherji sinn á Ferrari, Sebastian Vettel.

Síðustu ár hafa verið erfið hjá Ferrari en ítalska liðið fagnaði síðast sigri í keppni bílasmiða 2007. Sama ár varð Räikkönen heimsmeistari ökuþóra á Ferrari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×