Íslenski boltinn

Komið að leiðarlokum hjá Páli Viðari og Magna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Páll Viðar tók við Magna fyrir tímabilið 2017.
Páll Viðar tók við Magna fyrir tímabilið 2017. vísir/stefán
Páll Viðar Gíslason er hættur sem þjálfari Magna á Grenivík. Þetta kemur fram á Fótbolta.net.

Magni er í tólfta og neðsta sæti Inkasso-deildarinnar með tíu stig, fjórum stigum frá öruggu sæti.

Páll Viðar kom Magna upp úr 2. deildinni 2017 og í fyrra hélt liðið sér í Inkasso-deildinni með sigri á ÍR, 2-3, í lokaumferðinni. Magnamenn voru nánast allt tímabilið í fallsæti en björguðu sér fyrir horn á ævintýralegan hátt.

Í sumar hefur gengið illa hjá Magna. Liðið hefur aðeins unnið tvo af 15 deildarleikjum sínum og fengið á sig 41 mark, langflest allra í Inkasso-deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×