De Ligt með sjálfsmark í fyrsta byrjunarliðsleiknum með Juve en Ronaldo og Buffon komu til bjargar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2019 13:45 Matthijs de Ligt. EPA/WALLACE WOON Juventus og Internazionale gerðu 1-1 jafntefli í International Champions Cup æfingarmótinu en leikurinn fór fram í Nanjing í Kína. Juventus vann síðan 4-3 í vítakeppni þar sem Gianluigi Buffon varði þrjú víti. Bæði ítölsku liðin tefla fram nýjum ítölskum stjórum sem höfðu báðir reynt fyrir sér í enska boltanum. Þetta eru þeir Maurizio Sarri hjá Juventus og Antonio Conte hjá Internazionale. Bæði lið töpuðu fyrsta leik sínum í International Champions Cup og eru því án sigurs eftir tvo fyrstu leiki undirbúningstímabilsins. Cristiano Ronaldo tryggði Juventus liðinu jafntefli með marki beint úr aukaspyrnu 22 mínútum fyrir leikslok. Það var mikill hiti og raki í Nanjing sem gerði leikmönnum mjög erfitt fyrir. Hinn 41 árs gamli Gianluigi Buffon kom í mark Juventus í hálfleik fyrir Wojciech Szczesny og hélt marki sínu hreinu. Buffon varði síðan þrjú víti frá leikmönnum Inter í vítakeppninni. Hollenski táningurinn Matthijs de Ligt var í fyrsta sinn í byrjunarliði Juventus og varð fyrir því óláni að senda boltann í eigið mark eftir tíu mínútna leik. De Ligt sendi þá boltann í eigið mark út markteignum eftir að Roberto Gagliardini hafði skallað áfram hornspyrnu Stefano Sensi. Internazionale var 1-0 yfir í hálfleik en það var líf í Juve mönnum í upphafi seinni hálfleik og í framhaldinu var kínverski dómarinn við það að missa stjórn á leiknum. Hann fékk þó menn til að halda áfram að spila fótbolta. Cristiano Ronaldo jafnaði síðan metin á 68. mínútu með skoti beint úr aukaspyrnu. Ronaldo var við vinstri horn vítateigsins en skot hans fór af varnarmanni og datt niður í fjærhornið. Cristiano Ronaldo hefur þar með skorað í tveimur fyrstu leikjum undirbúningstímabilsins því hann skoraði einnig í 2-3 tapinu á móti Tottenham. Juventus ferillinn er ekki að byrja allt of vel hjá Hollendingnum Matthijs de Ligt. De Ligt hafði komið inn á móti Tottenham þegar liðið var 2-1 yfir og aðeins 27 mínútur eftir. Tottenham skoraði tvö mörk á þessum mínútum og vann leikinn 3-2. Að þessu sinni spilaði Matthijs de Ligt aðeins fyrri hálfleikinn og Juventus tapaði honum 1-0. De Ligt var tekinn af velli í hálfleik. Juventus spilar næst á föstudaginn á móti stjörnuliði úr suður-kóresku deildinni en þriðji leikur liðsins í International Champions Cup verður á móti Atlético Madrid 10. ágúst. Internazionale tapaði 1-0 á móti Manchester United í fyrsta leik sínum í ICC en mætir næst Tottenham Hotspur 4. ágúst næstkomandi.Vítaspyrnukeppnin: 1-0 Joao CanceloGianluigi Buffon varði víti frá Andrea Ranocchia 2-0 Cristiano Ronaldo 2-1 George PușcașGianluigi Buffon víti frá Samuele Longo 3-1 Emre Can 3-2 João Mário Adrien Rabiot skaut yfir 3-3 Nicolo Barella Federico Bernardeschi skaut í sláGianluigi Buffon varði víti frá Borja Valero 4-3 Merih Demiral Ítalski boltinn Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Fleiri fréttir Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Sjá meira
Juventus og Internazionale gerðu 1-1 jafntefli í International Champions Cup æfingarmótinu en leikurinn fór fram í Nanjing í Kína. Juventus vann síðan 4-3 í vítakeppni þar sem Gianluigi Buffon varði þrjú víti. Bæði ítölsku liðin tefla fram nýjum ítölskum stjórum sem höfðu báðir reynt fyrir sér í enska boltanum. Þetta eru þeir Maurizio Sarri hjá Juventus og Antonio Conte hjá Internazionale. Bæði lið töpuðu fyrsta leik sínum í International Champions Cup og eru því án sigurs eftir tvo fyrstu leiki undirbúningstímabilsins. Cristiano Ronaldo tryggði Juventus liðinu jafntefli með marki beint úr aukaspyrnu 22 mínútum fyrir leikslok. Það var mikill hiti og raki í Nanjing sem gerði leikmönnum mjög erfitt fyrir. Hinn 41 árs gamli Gianluigi Buffon kom í mark Juventus í hálfleik fyrir Wojciech Szczesny og hélt marki sínu hreinu. Buffon varði síðan þrjú víti frá leikmönnum Inter í vítakeppninni. Hollenski táningurinn Matthijs de Ligt var í fyrsta sinn í byrjunarliði Juventus og varð fyrir því óláni að senda boltann í eigið mark eftir tíu mínútna leik. De Ligt sendi þá boltann í eigið mark út markteignum eftir að Roberto Gagliardini hafði skallað áfram hornspyrnu Stefano Sensi. Internazionale var 1-0 yfir í hálfleik en það var líf í Juve mönnum í upphafi seinni hálfleik og í framhaldinu var kínverski dómarinn við það að missa stjórn á leiknum. Hann fékk þó menn til að halda áfram að spila fótbolta. Cristiano Ronaldo jafnaði síðan metin á 68. mínútu með skoti beint úr aukaspyrnu. Ronaldo var við vinstri horn vítateigsins en skot hans fór af varnarmanni og datt niður í fjærhornið. Cristiano Ronaldo hefur þar með skorað í tveimur fyrstu leikjum undirbúningstímabilsins því hann skoraði einnig í 2-3 tapinu á móti Tottenham. Juventus ferillinn er ekki að byrja allt of vel hjá Hollendingnum Matthijs de Ligt. De Ligt hafði komið inn á móti Tottenham þegar liðið var 2-1 yfir og aðeins 27 mínútur eftir. Tottenham skoraði tvö mörk á þessum mínútum og vann leikinn 3-2. Að þessu sinni spilaði Matthijs de Ligt aðeins fyrri hálfleikinn og Juventus tapaði honum 1-0. De Ligt var tekinn af velli í hálfleik. Juventus spilar næst á föstudaginn á móti stjörnuliði úr suður-kóresku deildinni en þriðji leikur liðsins í International Champions Cup verður á móti Atlético Madrid 10. ágúst. Internazionale tapaði 1-0 á móti Manchester United í fyrsta leik sínum í ICC en mætir næst Tottenham Hotspur 4. ágúst næstkomandi.Vítaspyrnukeppnin: 1-0 Joao CanceloGianluigi Buffon varði víti frá Andrea Ranocchia 2-0 Cristiano Ronaldo 2-1 George PușcașGianluigi Buffon víti frá Samuele Longo 3-1 Emre Can 3-2 João Mário Adrien Rabiot skaut yfir 3-3 Nicolo Barella Federico Bernardeschi skaut í sláGianluigi Buffon varði víti frá Borja Valero 4-3 Merih Demiral
Ítalski boltinn Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Fleiri fréttir Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Sjá meira