Íslensku strákarnir rúlluðu upp Ungverjum og sæti í 8 liða úrslitum ætti að vera þeirra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2019 16:34 Hilmar Smári Henningsson var frábær í dag og skoraði 25 stig. Mynd/FIBA Íslenska 20 ára landslið karla í körfubolta vann frábæran 37 stiga sigur á Ungverjum, 78-41, í B-deild Evrópukeppninnar í Portúgal í dag. Íslensku strákarnir áttu frábæran dag og rúlluðu ungverska liðinu upp í leik sem okkar menn urðu að vinna stórt til að komast í átta liða úrslitin. Nafnarnir úr Haukum, Hilmar Smári Henningsson og Hilmar Pétursson, voru allt í öllu í leik íslenska liðsins. Hilmar Smári var stigahæstur með 25 stig og 12 fráköst en Hilmar bætti við 16 stigum, 9 fráköstum og 6 stoðsendingum. Bjarni Guðmann Jónsson var með 13 stig og 9 fráköst. Ágúst S. Björgvinsson, þjálfari íslenska liðsins, stillti spennustigið heldur betur rétt í dag því liðið spilaði sinn langbesta leik á mótinu þegar mest var undir. Þetta var fjórði og síðasti leikur liðanna í riðlakeppninni. Íslenska liðið hafði unnið Íra en tapað á móti Rússum og Hvít-Rússum. Þar sem Ungverjar unnu Hvít-Rússa skipti miklu máli að vinna þennan leik nógu stórt ætluðu strákarnir að ná sætinu í átta liða úrslitunum. Ungverjar voru búnir að vinna tvo af fyrstu þremur leikjum sínum en þeir áttu engin svör á móti baráttuglöðum og vel spilandi íslenskum strákum. Íslenska liðið tapaði með fimm stigum á móti Hvít-Rússum sem töpuðu síðan með tólf stigum á móti Ungverjum. Þessi 37 stiga sigur þýðir að Ísland verður efst af þessum þremur þjóðum og tryggir sér sæti í átta liða úrslitum svo framarlega sem Hvít-Rússar taka ekki upp á því að vinna Rússa á eftir. Rússar hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína með talsverðum yfirburðum og ættu að öllu eðlilegu að klára leikinn á móti Hvíta Rússlandi seinna í kvöld. Tvö efstu lið riðilsins komast áfram í átta liða úrslit en hin tvö liðin keppa um níunda til sextánda sæti. Íslensku strákarnir töku öll völd í öðrum leikhlutanum sem íslenska liðið vann 21-9 og komst þar með þrettán stigum stigum yfir fyrir hálfleik, 33-20. Frábær vörn íslenska liðsins hélt Ungverjum í 20 stigum og 30 prósent skotnýtingu í fyrri hálfleik og íslenska liðið vann líka fráköstin 27-17 í hálfleiknum. Hilmar Smári Henningsson skoraði 11 stig í fyrri hálfleiknum og svo fjögur stig til viðbótar á upphafsmínútum seinni hálfleiks þegar íslenska liðið komst átján stigum yfir 41-23. Ungverjarnir átti engin svör og munurinn var kominn up í 23 stig, 48-25, þegar þrjár mínútur voru eftir af þriðja leikhlutanum. Íslenska liðið vann þriðja leikhlutann á endanum, 22-9 og var því 55-29 forystu fyrir lokaleikhlutann. Hilmar Smári endaði leikhlutann á þristi og var kominn með tuttugu stig eða aðeins níu stigum minna en allt ungverska liðið. Íslensku strákarnir voru þá einnig búnir að vinna síðustu tuttugu mínúturnar í leiknum 43-18. Fjórði og síðasti leikhlutinn var aðeins formsatriði en strákarnir gáfu ekkert eftir og unnu hann 23-21 og þar með leikinn með 37 stiga mun.Stig íslenska liðsins í leiknum: Hilmar Smári Henningsson 25 (12 fráköst) Hilmar Pétursson 16 (9 fráköst, 6 stoðsendingar) Bjarni Guðmann Jónsson 13 (9 fráköst) Arnór Sveinsson 8 Orri Hilmarsson 5 Hlynur Logi Ingólfsson 4 Egill Agnar Októsson 4 Gabríel Sindri Möller 3 Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Körfubolti Fleiri fréttir LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Sjá meira
Íslenska 20 ára landslið karla í körfubolta vann frábæran 37 stiga sigur á Ungverjum, 78-41, í B-deild Evrópukeppninnar í Portúgal í dag. Íslensku strákarnir áttu frábæran dag og rúlluðu ungverska liðinu upp í leik sem okkar menn urðu að vinna stórt til að komast í átta liða úrslitin. Nafnarnir úr Haukum, Hilmar Smári Henningsson og Hilmar Pétursson, voru allt í öllu í leik íslenska liðsins. Hilmar Smári var stigahæstur með 25 stig og 12 fráköst en Hilmar bætti við 16 stigum, 9 fráköstum og 6 stoðsendingum. Bjarni Guðmann Jónsson var með 13 stig og 9 fráköst. Ágúst S. Björgvinsson, þjálfari íslenska liðsins, stillti spennustigið heldur betur rétt í dag því liðið spilaði sinn langbesta leik á mótinu þegar mest var undir. Þetta var fjórði og síðasti leikur liðanna í riðlakeppninni. Íslenska liðið hafði unnið Íra en tapað á móti Rússum og Hvít-Rússum. Þar sem Ungverjar unnu Hvít-Rússa skipti miklu máli að vinna þennan leik nógu stórt ætluðu strákarnir að ná sætinu í átta liða úrslitunum. Ungverjar voru búnir að vinna tvo af fyrstu þremur leikjum sínum en þeir áttu engin svör á móti baráttuglöðum og vel spilandi íslenskum strákum. Íslenska liðið tapaði með fimm stigum á móti Hvít-Rússum sem töpuðu síðan með tólf stigum á móti Ungverjum. Þessi 37 stiga sigur þýðir að Ísland verður efst af þessum þremur þjóðum og tryggir sér sæti í átta liða úrslitum svo framarlega sem Hvít-Rússar taka ekki upp á því að vinna Rússa á eftir. Rússar hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína með talsverðum yfirburðum og ættu að öllu eðlilegu að klára leikinn á móti Hvíta Rússlandi seinna í kvöld. Tvö efstu lið riðilsins komast áfram í átta liða úrslit en hin tvö liðin keppa um níunda til sextánda sæti. Íslensku strákarnir töku öll völd í öðrum leikhlutanum sem íslenska liðið vann 21-9 og komst þar með þrettán stigum stigum yfir fyrir hálfleik, 33-20. Frábær vörn íslenska liðsins hélt Ungverjum í 20 stigum og 30 prósent skotnýtingu í fyrri hálfleik og íslenska liðið vann líka fráköstin 27-17 í hálfleiknum. Hilmar Smári Henningsson skoraði 11 stig í fyrri hálfleiknum og svo fjögur stig til viðbótar á upphafsmínútum seinni hálfleiks þegar íslenska liðið komst átján stigum yfir 41-23. Ungverjarnir átti engin svör og munurinn var kominn up í 23 stig, 48-25, þegar þrjár mínútur voru eftir af þriðja leikhlutanum. Íslenska liðið vann þriðja leikhlutann á endanum, 22-9 og var því 55-29 forystu fyrir lokaleikhlutann. Hilmar Smári endaði leikhlutann á þristi og var kominn með tuttugu stig eða aðeins níu stigum minna en allt ungverska liðið. Íslensku strákarnir voru þá einnig búnir að vinna síðustu tuttugu mínúturnar í leiknum 43-18. Fjórði og síðasti leikhlutinn var aðeins formsatriði en strákarnir gáfu ekkert eftir og unnu hann 23-21 og þar með leikinn með 37 stiga mun.Stig íslenska liðsins í leiknum: Hilmar Smári Henningsson 25 (12 fráköst) Hilmar Pétursson 16 (9 fráköst, 6 stoðsendingar) Bjarni Guðmann Jónsson 13 (9 fráköst) Arnór Sveinsson 8 Orri Hilmarsson 5 Hlynur Logi Ingólfsson 4 Egill Agnar Októsson 4 Gabríel Sindri Möller 3
Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Körfubolti Fleiri fréttir LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti