Umfjöllun: Þór Þorl. - Stjarnan 85-77 | Emil kveikti í sínum mönnum í seinni Sindri Freyr Ágústsson skrifar 27. október 2017 20:45 vísir/anton Þórsarar úr Þorlákshöfn fögnuðu sínum fyrsta sigri í Domino´s deildinni í vetur þegar liðið vann átta stiga endurkomu sigur á Stjörnunni, 85-77, í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn. Stjarnan var sjö stigum yfir í hálfleik (40-33) en fyrirliði Þórsara, Emil Karel Einarsson, skoraði 14 af 19 stigum sínum í seinni hálfleik sem Þórsliðið vann með 15 stigum.Af hverju vann Þór? Heimamenn áttu erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik, hittu illa og brutu klaufalega af sér. Baráttan í seinni hálfleik hjá Þórsörum var án nokkurs vafa ástæðan fyrir þessum fyrsta sigri Þórsara á þessu tímabili. Emil Karel og fleiri menn stigu upp í seinni hálfleik og hittu virkilega vel í seinni hálfleik. Garðbæingar misstu baráttuandann og áttu fá svör við fínum sóknarleik hjá heimamönnum.Bestu menn vallarins? Hjá heimamönnum var Jesse Pellot Rosa frábær og skoraði hann 20 stig á tæpum 28 mínútum, hann er að jafna sig af ökkla meiðslum svo þetta var virkilega vel gert hjá honum. Emil Karel var ekki síðri og endaði hann með 19 stig flest allar körfurnar sem hann skoraði voru á mikilvægum tíma og sýndi hann í kvöld af hverju hann er fyrirlið liðsins. Halldór Garðar, Ólafur Helgi og Snorri Hrafnkelsson voru einnig virkilega mikilvægir fyrir heimamenn. Hjá Gestunum var Arnþór Freyr stigahæstur með 18 stig og nokkrar virkilega huggulegar körfur. Hlynur Bæringsson var einnig virkilega flottur í kvöld með 16 stig og 13 fráköst.Hvað gekk illa? Í fyrri hálfleik gekk lítið sem ekkert hjá heimamönnum og stefndi allt í sigur hjá Stjörnumönnum. En allt breyttist í þriðja leikhluta, vantaði alla baráttu í Garðbæinga og náðu þá Þórsarar yfirhöndinni. Heimamönnum gekk illa að hitta í fyrri hálfleik, í seinni hálfleik snérist það við og áttu Stjörnumenn erfitt með að koma boltanum ofan í körfuna.Mikilvæg atriði í leiknum Um miðjan þriðja leikhluta voru Stjörnumenn með átta stig og forskot en þá steig fyrirliði Þórsara Emil Karel upp og setti niður tvö risa stóra þrista sem byrjaði endurkomu heimamann. Eftir þetta komust Þórsarar í fyrsta skipti yfir í leiknum og náðu þeir að halda því út leikinn. Þegar það var tæp mínúta eftir leiddu heimamenn aðeins með 6 stigum og það var kominn smá kraftur í Garðbæinga enn þá steig Jesse Pellot Rosa upp og setti niður þrist sem gerði nánast endanlega út um vonir Stjörnumanna. Dominos-deild karla
Þórsarar úr Þorlákshöfn fögnuðu sínum fyrsta sigri í Domino´s deildinni í vetur þegar liðið vann átta stiga endurkomu sigur á Stjörnunni, 85-77, í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn. Stjarnan var sjö stigum yfir í hálfleik (40-33) en fyrirliði Þórsara, Emil Karel Einarsson, skoraði 14 af 19 stigum sínum í seinni hálfleik sem Þórsliðið vann með 15 stigum.Af hverju vann Þór? Heimamenn áttu erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik, hittu illa og brutu klaufalega af sér. Baráttan í seinni hálfleik hjá Þórsörum var án nokkurs vafa ástæðan fyrir þessum fyrsta sigri Þórsara á þessu tímabili. Emil Karel og fleiri menn stigu upp í seinni hálfleik og hittu virkilega vel í seinni hálfleik. Garðbæingar misstu baráttuandann og áttu fá svör við fínum sóknarleik hjá heimamönnum.Bestu menn vallarins? Hjá heimamönnum var Jesse Pellot Rosa frábær og skoraði hann 20 stig á tæpum 28 mínútum, hann er að jafna sig af ökkla meiðslum svo þetta var virkilega vel gert hjá honum. Emil Karel var ekki síðri og endaði hann með 19 stig flest allar körfurnar sem hann skoraði voru á mikilvægum tíma og sýndi hann í kvöld af hverju hann er fyrirlið liðsins. Halldór Garðar, Ólafur Helgi og Snorri Hrafnkelsson voru einnig virkilega mikilvægir fyrir heimamenn. Hjá Gestunum var Arnþór Freyr stigahæstur með 18 stig og nokkrar virkilega huggulegar körfur. Hlynur Bæringsson var einnig virkilega flottur í kvöld með 16 stig og 13 fráköst.Hvað gekk illa? Í fyrri hálfleik gekk lítið sem ekkert hjá heimamönnum og stefndi allt í sigur hjá Stjörnumönnum. En allt breyttist í þriðja leikhluta, vantaði alla baráttu í Garðbæinga og náðu þá Þórsarar yfirhöndinni. Heimamönnum gekk illa að hitta í fyrri hálfleik, í seinni hálfleik snérist það við og áttu Stjörnumenn erfitt með að koma boltanum ofan í körfuna.Mikilvæg atriði í leiknum Um miðjan þriðja leikhluta voru Stjörnumenn með átta stig og forskot en þá steig fyrirliði Þórsara Emil Karel upp og setti niður tvö risa stóra þrista sem byrjaði endurkomu heimamann. Eftir þetta komust Þórsarar í fyrsta skipti yfir í leiknum og náðu þeir að halda því út leikinn. Þegar það var tæp mínúta eftir leiddu heimamenn aðeins með 6 stigum og það var kominn smá kraftur í Garðbæinga enn þá steig Jesse Pellot Rosa upp og setti niður þrist sem gerði nánast endanlega út um vonir Stjörnumanna.
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti