Fyrsta framherjaparið í áratug sem skorar þrennu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júní 2015 08:00 Kristján Flóki skoraði þrennu gegn ÍBV í síðustu umferð. vísir/ernir FH-ingar eru á toppi Pepsi-deildar karla eftir þrjá sigra í röð og tvær þrennur framherja liðsins í undanförnum þremur leikjum. Það boðar gott fyrir toppliðið og framherjar liðsins ættu að spila með sjálfstraustið í botni í næstu leikjum liðsins. Kristján Flóki Finnbogason skoraði þrennu í 4-1 sigri á ÍBV í Eyjum í 8. umferð og Steven Lennon skoraði þrjú mörk í 4-2 heimasigri á Leikni í 6. umferð. Báðir voru þeir að skora sína fyrstu þrennu í efstu deild í þessum leikjum. Þetta er fyrsta framherjaparið í áratug sem skorar þrennu í úrvalsdeildinni eða síðan þeir Tryggvi Guðmundsson og Allan Borgvardt skoruðu báðir tvær þrennur fyrir FH-liðið sumarið 2005. Sama lið hefur jafnframt ekki átt tvo leikmenn með þrennu síðan Óskar Örn Hauksson og Björgólfur Takefúsa skoruðu þrennur í tveimur síðustu umferðunum haustið 2009 en Óskar Örn lék þá á kantinum í 4-4-2 leikkerfinu og Björgólfur var í framlínunni með Guðmundi Benediktssyni. Tryggvi og Allan voru báðir komnir með þrennu eftir áttundu umferð alveg eins og þeir Kristján Flóki og Lennon en samtals skoruðu þeir Tryggvi og Borgvardt 29 af 53 mörkum FH-liðsins um sumarið og voru tveir markahæstu leikmenn deildarinnar. Kristján Flóki og Lennon hafa skorað 9 mörk saman og eru nú í öðru (Lennon, 5 mörk) og þriðja sæti (Kristján Flóki, 4 mörk) listans yfir markahæstu leikmenn Pepsi-deildarinnar. FH-liðið á nú fjórtán leiki eftir í Pepsi-deildinni og því næg tækifæri til að bæta við mörkum í sumar. FH er reyndar aðeins fjórða félagið á þessari öld (frá og með 2000) sem hefur tvo leikmenn sem skora þrennu en framherjinn Sævar Þór Gíslason og miðjumaðurinn Sverrir Sverrisson skoruðu báðir þrennu fyrir nýliða Fylkis sumarið 2000. Það þarf að fara allt til sumarsins 1997 til að finna fleiri liðsfélaga með þrennu en þá áttu Leiftur, KR og ÍBV öll tvo menn sem skoruðu þrjú mörk í leik í deildinni. Hjá öllum voru menn að skora þrennu af miðjunni. Til að finna annað framherjapar með þrennu þurfum við því að fara 19 ár aftur í tímann eða til þess að þeir Bjarni Guðjónsson og Mihajlo Bibercic skoruðu báðir þrennur fyrir ÍA Íslandsmeistarasumarið 1996. Þeir voru báðir komnir með þrennu eftir 5. umferðina 24. júní og enduðu á því að skora saman 20 af mörkum Skagamanna í deildinniSteven Lennon gerði þrennu gegn Leikni.vísir/stefán Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Sjá meira
FH-ingar eru á toppi Pepsi-deildar karla eftir þrjá sigra í röð og tvær þrennur framherja liðsins í undanförnum þremur leikjum. Það boðar gott fyrir toppliðið og framherjar liðsins ættu að spila með sjálfstraustið í botni í næstu leikjum liðsins. Kristján Flóki Finnbogason skoraði þrennu í 4-1 sigri á ÍBV í Eyjum í 8. umferð og Steven Lennon skoraði þrjú mörk í 4-2 heimasigri á Leikni í 6. umferð. Báðir voru þeir að skora sína fyrstu þrennu í efstu deild í þessum leikjum. Þetta er fyrsta framherjaparið í áratug sem skorar þrennu í úrvalsdeildinni eða síðan þeir Tryggvi Guðmundsson og Allan Borgvardt skoruðu báðir tvær þrennur fyrir FH-liðið sumarið 2005. Sama lið hefur jafnframt ekki átt tvo leikmenn með þrennu síðan Óskar Örn Hauksson og Björgólfur Takefúsa skoruðu þrennur í tveimur síðustu umferðunum haustið 2009 en Óskar Örn lék þá á kantinum í 4-4-2 leikkerfinu og Björgólfur var í framlínunni með Guðmundi Benediktssyni. Tryggvi og Allan voru báðir komnir með þrennu eftir áttundu umferð alveg eins og þeir Kristján Flóki og Lennon en samtals skoruðu þeir Tryggvi og Borgvardt 29 af 53 mörkum FH-liðsins um sumarið og voru tveir markahæstu leikmenn deildarinnar. Kristján Flóki og Lennon hafa skorað 9 mörk saman og eru nú í öðru (Lennon, 5 mörk) og þriðja sæti (Kristján Flóki, 4 mörk) listans yfir markahæstu leikmenn Pepsi-deildarinnar. FH-liðið á nú fjórtán leiki eftir í Pepsi-deildinni og því næg tækifæri til að bæta við mörkum í sumar. FH er reyndar aðeins fjórða félagið á þessari öld (frá og með 2000) sem hefur tvo leikmenn sem skora þrennu en framherjinn Sævar Þór Gíslason og miðjumaðurinn Sverrir Sverrisson skoruðu báðir þrennu fyrir nýliða Fylkis sumarið 2000. Það þarf að fara allt til sumarsins 1997 til að finna fleiri liðsfélaga með þrennu en þá áttu Leiftur, KR og ÍBV öll tvo menn sem skoruðu þrjú mörk í leik í deildinni. Hjá öllum voru menn að skora þrennu af miðjunni. Til að finna annað framherjapar með þrennu þurfum við því að fara 19 ár aftur í tímann eða til þess að þeir Bjarni Guðjónsson og Mihajlo Bibercic skoruðu báðir þrennur fyrir ÍA Íslandsmeistarasumarið 1996. Þeir voru báðir komnir með þrennu eftir 5. umferðina 24. júní og enduðu á því að skora saman 20 af mörkum Skagamanna í deildinniSteven Lennon gerði þrennu gegn Leikni.vísir/stefán
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Sjá meira