Fótbolti

Jón Daði verður með A-landsliðinu á móti Lettlandi og Hollandi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jón Daði Böðvarsson fór á kostum í sínum fyrsta mótsleik með íslenska landsliðinu á móti Tyrklandi.
Jón Daði Böðvarsson fór á kostum í sínum fyrsta mótsleik með íslenska landsliðinu á móti Tyrklandi. vísir/afp
Jón Daði Böðvarsson, leikmaður norska úrvalsdeildarliðsins Viking frá Stavanger, verður í hópi A-landsliðsins sem mætir Lettum og Hollendingum í næstu leikjum liðsins í undankeppni EM 2016, samkvæmt öruggum heimildum Vísis.

U21 árs landsliðið á fyrir höndum tvo risa leiki gegn Dönum heima og að heiman á sama tíma í umspili um sæti á EM 2015 í Tékklandi, og þurfti að taka ákvörðun um hvoru liðinu Jón Daði myndi spila með. Hóparnir fyrir bæði verkefnin verða kynntir á blaðamannafundi á morgun.

Jón Daði spilaði sjö leiki af tíu í riðlakeppninni með U21 árs landsliðinu, en var ekki með í síðasta leiknum gegn Frakklandi þar sem liðið tryggði sér sæti í umspilinu.

Hann hafði þá verið valinn í A-landsliðið og spilaði sinn fyrsta mótsleik gegn Tyrkjum á Laugardalsvellinum síðasta mánuði. Þar sló hann í gegn; skoraði eitt mark og fékk átta í einkunn hjá Fréttablaðinu.

Jón Daði er búinn að spila 24 leiki fyrir Viking á tímabilinu og skora fimm mörk, en liðinu hefur gengið illa að undanförnu og aðeins unnið einn af síðustu átta leikjum.

Selfyssingurinn ungi lét í sér heyra vegna gengis liðsins og skammaði þjálfara sína rækilega í norsku dagblaði í gær. Þá frétt má lesa hér.

Ísland mætir Lettlandi ytra 10. október og Hollandi á Laugardalsvellinum mánudaginn 13. október. U21 árs liðið spilar við Dani ytra 10. október, en heimaleikurinn fer fram þriðjudaginn 14. október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×