Vísir

Mest lesið á Vísi

Stjörnuspá

25. mars 2025

Einhver breyting verður á dagskrá morgundagsins og þú ert síður en svo hrifinn af henni. Þú kemst þó að því seinna að hún er alls ekki svo slæm.



Fréttamynd

Fag­aðilar gefa ó­um­beðin ráð um út­lits­breytingar: „Frú, þú hefur þyngst“

Kristbjörg Jónasdóttir, einkaþjálfari og athafnakona, deilir í einlægum pistli á Instagram-síðu sinni reynslu sinni af óumbeðnum athugasemdum frá fagfólki í fegrunar- og heilbrigðisgeiranum. Hún útskýrir hvernig slíkar athugasemdir, sem oft fela í sér ráðleggingar um útlitsbreytingar undir yfirskini faglegs ráðs eða sölutals, hafa haft neikvæð áhrif á sjálfsmynd hennar og vellíðan, þrátt fyrir að hún hafi aldrei óskað eftir slíkum ábendingum.

Lífið
Fréttamynd

Helgi fær ekki á­heyrn Hæsta­réttar

Helgi Hermannsson, áður stærsti hluthafi og framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins Sling, fær ekki áheyrn Hæstaréttar eftir að Landsréttur dæmdi hann til að greiða fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins 67 milljónir króna. Starfsmennirnir stefndu Helga, sem þeir töldu hafa svikið sig um gerða samninga þegar Sling var selt fyrir fleiri milljarða króna. Fyrirtæki sem þeir hefðu tekið þátt í að byggja upp og átt kauprétt í.

Viðskipti innlent

Fréttamynd

First Wa­ter klárar um sex milljarða hluta­fjáraukningu frá inn­lendum fjár­festum

Eftir að hafa lokið núna hlutafjáraukningu upp á nærri sex milljarða króna, leidd af núverandi hluthöfum, hefur landeldisfyrirtækið First Water sótt sér samtals um 24 milljarða í hlutafé frá innlendum fjárfestum á allra síðustu árum. Til stóð að ganga frá umtalsverðri fjármögnun frá erlendum sjóðum á fyrri hluta þessa árs, með aðstoð fjárfestingabankans Lazard, en ljóst er að einhver bið verður á aðkomu þeirra að félaginu.

Innherji