Eurovísir Útlit Loreen sláandi líkt persónu Sæmundar Þórs Listamaðurinn Sæmundur Þór Helgason klórar sér nú í kollinum því eins og Loreen birtist á Eurovision-sviðinu í Liverpool var hún útlits nánast eins og persóna hans. Sæmundur Þór skoðar nú réttarstöðu sína. Lífið 15.5.2023 13:25 Vikudvöl á „versta hóteli Bretlandseyja“ Þegar ljóst varð að Eurovision yrði haldið í Liverpool nú í maí sáu markaðsöflin í borginni sér leik á borði. Verð á gistingu var á meðal þess sem rauk upp úr öllu valdi yfir nýliðna Eurovision-helgi og herbergi bókuðust hratt. Fulltrúar Eurovísis lentu þannig á vægast sagt umdeildum gististað í fréttaferð sinni til Liverpool: hinu sögufræga Hótel Adelphi, því ódýrasta sem bauðst í hjarta borgarinnar. Lífið 15.5.2023 09:01 Sjáðu langþráðan Eurovision-flutning Daða Freys Daði Freyr Pétursson flutti í fyrsta sinn lag á Eurovision-sviði í kvöld, þrátt fyrir að hafa í tvígang verið valinn fulltrúi Íslands í keppninni. Daði Freyr heillaði áhorfendur á úrslitakvöldi keppninnar í Liverpool með lagi úr smiðju bresku stúlknasveitarinnar Atomic Kitten. Lífið 13.5.2023 22:46 Graham Norton kallaði Einar „svifaseinasta strippara heims“ „Hatari er eins og svifaseinasti strippari heims,“ sagði Eurovision-kynnirinn Graham Norton í Liverpool í kvöld, þegar Hatarinn Einar Hrafn Stefánsson hafði kynnt dómnefndarstig okkar Íslendinga í kvöld. Lífið 13.5.2023 22:44 Eurovisionvaktin: Sænskur eða finnskur sigur í kvöld? Sigurvegari Eurovision 2023 verður krýndur í Liverpool í kvöld. Allra augu beinast að framlögum Svíþjóðar og Finnlands sem þykja líklegust til sigurs. Eurovisionvaktin fylgist með gangi mála í allt kvöld, beint frá Liverpool. Lífið 13.5.2023 17:08 Varð vitni að verstu martröð lýsandans á seinna undankvöldinu Gísli Marteinn Baldursson íslenski lýsandi Eurovision er kominn í stellingar fyrir úrslitin sem fram fara í Liverpool í kvöld. Hann segist enn eiga eftir fáeina góða brandara í handraðanum fyrir kvöldið – og lýsir sannri martröð Eurovision-lýsandans sem kollegi hans hér úti í Liverpool lenti í á seinna undankvöldinu á fimmtudag. Lífið 13.5.2023 15:23 Bjóst við því að komast áfram „Þetta eru náttúrulega vonbrigði. Ég bjóst við því að komast áfram en þetta gekk ógeðslega vel og ég er bara mjög góð,“ segir Diljá Pétursdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision, innt eftir viðbrögðum við niðurstöðu kvöldsins. Lífið 11.5.2023 23:30 Íslendingar sárir, svekktir og súrir: „Evrópa er ekki með eyru“ Þrátt fyrir fagmannlega frammistöðu hlaut Diljá Pétursdóttir ekki brautargengi hjá Evrópubúum á seinna undanúrslitakvöldi Eurovision í kvöld. Íslendingar flykktust á samfélagsmiðla til að lýsa yfir vonbrigðum með niðurstöðuna. Lífið 11.5.2023 22:30 Íslendingar ánægðir með flutning Diljár Íslendingar voru yfir sig hrifnir af flutningi Diljár Pétursdóttur á Power á seinna undanúrslitakvöldi Eurovision í kvöld. Forsætisráðherrann, borgarstjórinn og fjöldi annarra lýstu yfir stuðningi og aðdáun sinni á Diljá á samfélagsmiðlum. Lífið 11.5.2023 20:57 Eurovisionvaktin: Kemst Diljá áfram í úrslit? Seinna undankvöld Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2023 verður haldið í M&S-höllinni í Liverpool í kvöld. Eurovisionvaktin á Vísi fylgist náið með, beint frá Liverpool, þar til yfir lýkur. Lífið 11.5.2023 18:02 „Ef Diljá kemst ekki áfram er Eurovision dauðadæmt“ Einn stærsti aðdáandi Diljár, fulltrúa Íslands í Eurovision í ár, heldur til í blaðamannahöllinni í Liverpool um þessar mundir. Hann heitir Helio Roque og er spænskur Eurovision-blaðamaður. Lífið 11.5.2023 18:01 Sjáðu hvernig Diljá og keppinautum hennar gekk á rennsli Framlögin sextán sem keppa í seinni undankeppni Eurovision í kvöld voru öll flutt á búningarennsli síðdegis í Eurovision-höllinni í gær að viðstöddum blaðamönnum. Í myndskeiðunum hér fyrir neðan má sjá búta úr vel völdum atriðum, þar á meðal íslenska atriðið, sem Helena Rakel Jóhannesdóttir, framleiðandi Eurovísis tók upp. Lífið 11.5.2023 16:23 Var vöruð við Íslendingum eftir að hún vann Diljá Pétursdóttir fulltrúi Íslands í Eurovision er gríðarvel stemmd fyrir undankvöld keppninnar sem fram fer í Liverpool í kvöld. Hún segist ekkert hugsa út í veðbanka og hafi raunar ekki hugmynd um hvernig henni sé spáð. Þá hafi hún eingöngu fundið fyrir stuðningi frá Íslendingum þrátt fyrir viðvaranir um annað. Lífið 11.5.2023 12:00 Snúningspallurinn klikkaði á ögurstundu í kvöld Tæknilegir örðugleikar gerðu vart við sig í framlagi Íslands á dómararennsli í Eurovision-höllinni í Liverpool í kvöld. Snúningspallur sem Diljá notar á sviðinu hætti að virka en verður kominn í lag fyrir stóru stundina annað kvöld, að sögn Diljár sjálfrar. Lífið 10.5.2023 22:04 Varð að breyta förðuninni þegar hún sá nýja búninginn „Þegar ég sá búninginn þá hugsaði ég að við þyrftum að gera eitthvað aðeins meira kúl,“ segir Lilja Dís Smáradóttir, sem sér um förðun og hár fyrir íslenska Eurovision-atriðið. Eins og sjá má af myndum frá æfingum Diljár hefur búningur hennar tekið talsverðum breytingum frá því sem var í Söngvakeppninni heima. Lífið 10.5.2023 20:12 Diljá fagnað einna mest á rennsli í höllinni Diljá Pétursdóttur fulltrúa Íslands í Eurovision var gríðarvel tekið á blaðamannarennsli í Eurovision-höllinni í dag. Kliður fór um salinn eftir að Diljá lauk sér af; blaðamenn í grennd við undirritaða létu sérstaklega vel af kraftmikilli rödd Diljár. Lífið 10.5.2023 13:35 Lýsa „mögnuðu mómenti“ með Loreen: „Hún talaði um Diljá eins og hún væri í guðatölu“ Tvær af bakröddum íslenska Eurovision-framlagsins í ár lýsa óvæntum fundi sænsku stórstjörnunnar Loreen og Diljár, fulltrúa Íslands, sem miklum hápunkti Eurovision-dvalarinnar hingað til. Loreen hafi ausið Diljá lofi; dáðst mjög að söng hennar og hreyfingum á sviði – og hreinlega óskað þess í heyranda hljóði að hún byggi sjálf yfir jafnmiklum hæfileikum og hin íslenska starfssystir hennar. Lífið 10.5.2023 11:50 Þessi komust áfram í úrslit Eurovision Svíþjóð, Finnland og Noregur komust öll áfram á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovison sem haldið var í Liverpool í kvöld. Sjö lönd til viðbótar hlutu brautargengi og munu eiga fulltrúa á Eurovision-sviðinu á laugardag. Lífið 9.5.2023 21:22 Bretar sannfærðir um að Diljá fljúgi áfram Bretar sem Eurovísir hitti á förnum vegi í Liverpool, þar sem Eurovision fer nú fram, eru flestir á því að Diljá, fulltrúi okkar Íslendinga í keppninni, komist áfram í úrslit keppninnar. Lífið 9.5.2023 19:09 Eurovisionvaktin: Allt látið flakka á fyrra undankvöldinu Fyrra undankvöld Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2023 verður haldið í M&S-höllinni í Liverpool í kvöld. Eurovisionvaktin á Vísi fylgist náið með, beint frá Liverpool, þar til yfir lýkur. Lífið 9.5.2023 17:16 Slaufuðu umdeildum breytingum á síðustu stundu eftir hávær mótmæli Hætt var í gær við umdeildar breytingar á kynningu úrslita á undankvöldum Eurovision, eftir hávær mótmæli aðdáenda og annarra tengdra keppninni. Úrslit undankeppnanna í kvöld og á fimmtudag verða þannig kynnt með sama fyrirkomulagi og síðustu ár. Lífið 9.5.2023 09:54 Ekki endilega viss um að símakosningin fari vel með Loreen Eurovision-sérfræðingur segir sænskan sigur í Eurovision í ár alls ekki meitlaðan í stein; Finnar gætu vel hreppt hnossið ef dómnefndir verða þeim hliðhollar. Nú þegar stóra stundin nálgast óðfluga gæti hagur Íslands jafnframt vænkast í veðbönkum en hann hefur þó ekki trú á að framlagið hafni ofar en í 15. sæti. Lífið 6.5.2023 10:01 Ekki talið öruggt fyrir hana að vera á almannafæri Ágústa Eva Erlendsdóttir söng- og leikkona, sem fór fyrir Íslands hönd í Eurovision í gervi Silvíu Nætur árið 2006, lýsir algjöru fjölmiðlafári kringum atriðið á sínum tíma. Skapofsi Silvíu Nætur kom henni ítrekað í klandur, bæði gagnvart skipuleggjendum Eurovision og grísku þjóðinni. Skömmu eftir keppnina var henni beinlínis ráðið frá því að vera á almannafæri, slík var heiftin úti í Grikklandi. Lífið 5.5.2023 09:01 Leiðarvísir að Eurovision-partíi Þá er hin eina sanna Eurovision-helgi gengin í garð og þó að Greta okkar stígi ekki á svið í kvöld þá þýðir það ekki að það verði engin Eurovision-partí. Hóaðu í búningapartí, klæddu þig upp sem uppáhalds Eurovision-keppandinn þinn og keyrðu þetta í gang! Lífið 13.5.2016 18:55 Fylgstu með viðbrögðum tístara við söngvakeppninni Eurovision-áhugafólk er vant að kasta fram ýmsum pælingum og dómum um frammistöðu keppenda. Lífið 20.2.2016 14:46 Aldrei hafa fleiri keppt í Eurovision og munu gera á næsta ári Metárin 2008 og 2011 jöfnuð í Stokkhólmi á næsta ári þegar 43 þjóðir keppast um sigur í Eurovision. Lífið 26.11.2015 10:23 Ástralía aftur í Eurovision Keppnin verður þó haldin í Evrópu, fari svo að Ástralar vinni keppnina. Lífið 17.11.2015 09:19 Eurovision í beinni: Fylgstu með Twitter-umræðunni Eurovision fer fram í Stadhalle í Vínarborg í Austurríki klukkan sjö í kvöld. Lífið 23.5.2015 18:21 Áfengar bollakökur í Eurovision-partýið Mojito og Gin&tonic bollakökur. Matur 23.5.2015 11:10 Þetta eru bestu lög kvöldsins að mati sérfræðinga Eurovísis Steinunn Björk Bragadóttir, Heiður Maríudóttir og Charles Gittins fóru yfir lögin og gáfu þeirra sérfræðiálit. Lífið 21.5.2015 16:34 « ‹ 1 2 3 … 3 ›
Útlit Loreen sláandi líkt persónu Sæmundar Þórs Listamaðurinn Sæmundur Þór Helgason klórar sér nú í kollinum því eins og Loreen birtist á Eurovision-sviðinu í Liverpool var hún útlits nánast eins og persóna hans. Sæmundur Þór skoðar nú réttarstöðu sína. Lífið 15.5.2023 13:25
Vikudvöl á „versta hóteli Bretlandseyja“ Þegar ljóst varð að Eurovision yrði haldið í Liverpool nú í maí sáu markaðsöflin í borginni sér leik á borði. Verð á gistingu var á meðal þess sem rauk upp úr öllu valdi yfir nýliðna Eurovision-helgi og herbergi bókuðust hratt. Fulltrúar Eurovísis lentu þannig á vægast sagt umdeildum gististað í fréttaferð sinni til Liverpool: hinu sögufræga Hótel Adelphi, því ódýrasta sem bauðst í hjarta borgarinnar. Lífið 15.5.2023 09:01
Sjáðu langþráðan Eurovision-flutning Daða Freys Daði Freyr Pétursson flutti í fyrsta sinn lag á Eurovision-sviði í kvöld, þrátt fyrir að hafa í tvígang verið valinn fulltrúi Íslands í keppninni. Daði Freyr heillaði áhorfendur á úrslitakvöldi keppninnar í Liverpool með lagi úr smiðju bresku stúlknasveitarinnar Atomic Kitten. Lífið 13.5.2023 22:46
Graham Norton kallaði Einar „svifaseinasta strippara heims“ „Hatari er eins og svifaseinasti strippari heims,“ sagði Eurovision-kynnirinn Graham Norton í Liverpool í kvöld, þegar Hatarinn Einar Hrafn Stefánsson hafði kynnt dómnefndarstig okkar Íslendinga í kvöld. Lífið 13.5.2023 22:44
Eurovisionvaktin: Sænskur eða finnskur sigur í kvöld? Sigurvegari Eurovision 2023 verður krýndur í Liverpool í kvöld. Allra augu beinast að framlögum Svíþjóðar og Finnlands sem þykja líklegust til sigurs. Eurovisionvaktin fylgist með gangi mála í allt kvöld, beint frá Liverpool. Lífið 13.5.2023 17:08
Varð vitni að verstu martröð lýsandans á seinna undankvöldinu Gísli Marteinn Baldursson íslenski lýsandi Eurovision er kominn í stellingar fyrir úrslitin sem fram fara í Liverpool í kvöld. Hann segist enn eiga eftir fáeina góða brandara í handraðanum fyrir kvöldið – og lýsir sannri martröð Eurovision-lýsandans sem kollegi hans hér úti í Liverpool lenti í á seinna undankvöldinu á fimmtudag. Lífið 13.5.2023 15:23
Bjóst við því að komast áfram „Þetta eru náttúrulega vonbrigði. Ég bjóst við því að komast áfram en þetta gekk ógeðslega vel og ég er bara mjög góð,“ segir Diljá Pétursdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision, innt eftir viðbrögðum við niðurstöðu kvöldsins. Lífið 11.5.2023 23:30
Íslendingar sárir, svekktir og súrir: „Evrópa er ekki með eyru“ Þrátt fyrir fagmannlega frammistöðu hlaut Diljá Pétursdóttir ekki brautargengi hjá Evrópubúum á seinna undanúrslitakvöldi Eurovision í kvöld. Íslendingar flykktust á samfélagsmiðla til að lýsa yfir vonbrigðum með niðurstöðuna. Lífið 11.5.2023 22:30
Íslendingar ánægðir með flutning Diljár Íslendingar voru yfir sig hrifnir af flutningi Diljár Pétursdóttur á Power á seinna undanúrslitakvöldi Eurovision í kvöld. Forsætisráðherrann, borgarstjórinn og fjöldi annarra lýstu yfir stuðningi og aðdáun sinni á Diljá á samfélagsmiðlum. Lífið 11.5.2023 20:57
Eurovisionvaktin: Kemst Diljá áfram í úrslit? Seinna undankvöld Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2023 verður haldið í M&S-höllinni í Liverpool í kvöld. Eurovisionvaktin á Vísi fylgist náið með, beint frá Liverpool, þar til yfir lýkur. Lífið 11.5.2023 18:02
„Ef Diljá kemst ekki áfram er Eurovision dauðadæmt“ Einn stærsti aðdáandi Diljár, fulltrúa Íslands í Eurovision í ár, heldur til í blaðamannahöllinni í Liverpool um þessar mundir. Hann heitir Helio Roque og er spænskur Eurovision-blaðamaður. Lífið 11.5.2023 18:01
Sjáðu hvernig Diljá og keppinautum hennar gekk á rennsli Framlögin sextán sem keppa í seinni undankeppni Eurovision í kvöld voru öll flutt á búningarennsli síðdegis í Eurovision-höllinni í gær að viðstöddum blaðamönnum. Í myndskeiðunum hér fyrir neðan má sjá búta úr vel völdum atriðum, þar á meðal íslenska atriðið, sem Helena Rakel Jóhannesdóttir, framleiðandi Eurovísis tók upp. Lífið 11.5.2023 16:23
Var vöruð við Íslendingum eftir að hún vann Diljá Pétursdóttir fulltrúi Íslands í Eurovision er gríðarvel stemmd fyrir undankvöld keppninnar sem fram fer í Liverpool í kvöld. Hún segist ekkert hugsa út í veðbanka og hafi raunar ekki hugmynd um hvernig henni sé spáð. Þá hafi hún eingöngu fundið fyrir stuðningi frá Íslendingum þrátt fyrir viðvaranir um annað. Lífið 11.5.2023 12:00
Snúningspallurinn klikkaði á ögurstundu í kvöld Tæknilegir örðugleikar gerðu vart við sig í framlagi Íslands á dómararennsli í Eurovision-höllinni í Liverpool í kvöld. Snúningspallur sem Diljá notar á sviðinu hætti að virka en verður kominn í lag fyrir stóru stundina annað kvöld, að sögn Diljár sjálfrar. Lífið 10.5.2023 22:04
Varð að breyta förðuninni þegar hún sá nýja búninginn „Þegar ég sá búninginn þá hugsaði ég að við þyrftum að gera eitthvað aðeins meira kúl,“ segir Lilja Dís Smáradóttir, sem sér um förðun og hár fyrir íslenska Eurovision-atriðið. Eins og sjá má af myndum frá æfingum Diljár hefur búningur hennar tekið talsverðum breytingum frá því sem var í Söngvakeppninni heima. Lífið 10.5.2023 20:12
Diljá fagnað einna mest á rennsli í höllinni Diljá Pétursdóttur fulltrúa Íslands í Eurovision var gríðarvel tekið á blaðamannarennsli í Eurovision-höllinni í dag. Kliður fór um salinn eftir að Diljá lauk sér af; blaðamenn í grennd við undirritaða létu sérstaklega vel af kraftmikilli rödd Diljár. Lífið 10.5.2023 13:35
Lýsa „mögnuðu mómenti“ með Loreen: „Hún talaði um Diljá eins og hún væri í guðatölu“ Tvær af bakröddum íslenska Eurovision-framlagsins í ár lýsa óvæntum fundi sænsku stórstjörnunnar Loreen og Diljár, fulltrúa Íslands, sem miklum hápunkti Eurovision-dvalarinnar hingað til. Loreen hafi ausið Diljá lofi; dáðst mjög að söng hennar og hreyfingum á sviði – og hreinlega óskað þess í heyranda hljóði að hún byggi sjálf yfir jafnmiklum hæfileikum og hin íslenska starfssystir hennar. Lífið 10.5.2023 11:50
Þessi komust áfram í úrslit Eurovision Svíþjóð, Finnland og Noregur komust öll áfram á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovison sem haldið var í Liverpool í kvöld. Sjö lönd til viðbótar hlutu brautargengi og munu eiga fulltrúa á Eurovision-sviðinu á laugardag. Lífið 9.5.2023 21:22
Bretar sannfærðir um að Diljá fljúgi áfram Bretar sem Eurovísir hitti á förnum vegi í Liverpool, þar sem Eurovision fer nú fram, eru flestir á því að Diljá, fulltrúi okkar Íslendinga í keppninni, komist áfram í úrslit keppninnar. Lífið 9.5.2023 19:09
Eurovisionvaktin: Allt látið flakka á fyrra undankvöldinu Fyrra undankvöld Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2023 verður haldið í M&S-höllinni í Liverpool í kvöld. Eurovisionvaktin á Vísi fylgist náið með, beint frá Liverpool, þar til yfir lýkur. Lífið 9.5.2023 17:16
Slaufuðu umdeildum breytingum á síðustu stundu eftir hávær mótmæli Hætt var í gær við umdeildar breytingar á kynningu úrslita á undankvöldum Eurovision, eftir hávær mótmæli aðdáenda og annarra tengdra keppninni. Úrslit undankeppnanna í kvöld og á fimmtudag verða þannig kynnt með sama fyrirkomulagi og síðustu ár. Lífið 9.5.2023 09:54
Ekki endilega viss um að símakosningin fari vel með Loreen Eurovision-sérfræðingur segir sænskan sigur í Eurovision í ár alls ekki meitlaðan í stein; Finnar gætu vel hreppt hnossið ef dómnefndir verða þeim hliðhollar. Nú þegar stóra stundin nálgast óðfluga gæti hagur Íslands jafnframt vænkast í veðbönkum en hann hefur þó ekki trú á að framlagið hafni ofar en í 15. sæti. Lífið 6.5.2023 10:01
Ekki talið öruggt fyrir hana að vera á almannafæri Ágústa Eva Erlendsdóttir söng- og leikkona, sem fór fyrir Íslands hönd í Eurovision í gervi Silvíu Nætur árið 2006, lýsir algjöru fjölmiðlafári kringum atriðið á sínum tíma. Skapofsi Silvíu Nætur kom henni ítrekað í klandur, bæði gagnvart skipuleggjendum Eurovision og grísku þjóðinni. Skömmu eftir keppnina var henni beinlínis ráðið frá því að vera á almannafæri, slík var heiftin úti í Grikklandi. Lífið 5.5.2023 09:01
Leiðarvísir að Eurovision-partíi Þá er hin eina sanna Eurovision-helgi gengin í garð og þó að Greta okkar stígi ekki á svið í kvöld þá þýðir það ekki að það verði engin Eurovision-partí. Hóaðu í búningapartí, klæddu þig upp sem uppáhalds Eurovision-keppandinn þinn og keyrðu þetta í gang! Lífið 13.5.2016 18:55
Fylgstu með viðbrögðum tístara við söngvakeppninni Eurovision-áhugafólk er vant að kasta fram ýmsum pælingum og dómum um frammistöðu keppenda. Lífið 20.2.2016 14:46
Aldrei hafa fleiri keppt í Eurovision og munu gera á næsta ári Metárin 2008 og 2011 jöfnuð í Stokkhólmi á næsta ári þegar 43 þjóðir keppast um sigur í Eurovision. Lífið 26.11.2015 10:23
Ástralía aftur í Eurovision Keppnin verður þó haldin í Evrópu, fari svo að Ástralar vinni keppnina. Lífið 17.11.2015 09:19
Eurovision í beinni: Fylgstu með Twitter-umræðunni Eurovision fer fram í Stadhalle í Vínarborg í Austurríki klukkan sjö í kvöld. Lífið 23.5.2015 18:21
Þetta eru bestu lög kvöldsins að mati sérfræðinga Eurovísis Steinunn Björk Bragadóttir, Heiður Maríudóttir og Charles Gittins fóru yfir lögin og gáfu þeirra sérfræðiálit. Lífið 21.5.2015 16:34