Lífið

Eurovisionvaktin: Allt látið flakka á fyrra undankvöldinu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Fyrra undankvöld Eurovision hefst klukkan 19 að íslenskum tíma. Á mynd má sjá framlög Moldóvíu, Svíþjóðar, Króatíu, Ísrael og Finnlands.
Fyrra undankvöld Eurovision hefst klukkan 19 að íslenskum tíma. Á mynd má sjá framlög Moldóvíu, Svíþjóðar, Króatíu, Ísrael og Finnlands. Grafík/Sara Rut

Fyrra undankvöld Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2023 verður haldið í M&S-höllinni í Liverpool í kvöld. Eurovisionvaktin á Vísi fylgist náið með, beint frá Liverpool, þar til yfir lýkur.

Eurovisionvaktina má finna neðst í fréttinni. Í henni verður lagt mat á atriði kvöldsins, þau rýnd, dæmd - og jafnvel sett í sögulegt samhengi. Ekkert er Eurovision-vaktinni óviðkomandi og engum verður hlíft.

En þá að praktískum atriðum. Útsending hefst klukkan 19 að íslenskum tíma og framlög fimmtán landa eru um hituna. Þau eru eftirfarandi, í þessari röð: Noregur, Malta, Serbía, Lettland, Portúgal, Írland, Króatía, Sviss, Ísrael, Moldóvía, Svíþjóð, Aserbaíjan, Tékkland, Holland og Finnland.

Þau tíu lönd sem hljóta náð fyrir augum Evrópubúa og dómnefndar komast áfram á úrslitakvöld keppninnar, sem fram fer á laugardag.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×