Eldgos og jarðhræringar

Fréttamynd

Ofan í auga gígsins

Hundruð ef ekki þúsundir lögðu leið sína til Grindavíkur í dag og áfram Suðurstrandarveginn í átt að gosstöðvunum. Göngufólk hefur upplifað sólskin og haglél en áfram kraumar í gígnum í Geldingadal.

Innlent
Fréttamynd

Ótrúlegt að dróninn hafi lifað þetta af

Myndir og myndbönd frá gosinu á Reykjanesskaga hafa vakið mikla athygli síðustu daga, bæði hér á landi og langt út fyrir landsteinana. Björn Steinbekk hefur farið tvær ferðir til að mynda gosið.

Lífið
Fréttamynd

Ætti að vera í lagi að fara að gos­stöðvunum fyrri part dags

Eins og veðurspáin er núna þá ætti að vera í lagi að fara að gosstöðvunum fyrri partinn í dag en ekki er mælt með því að fólk sé mikið á ferðinni seinni partinn í dag, það er eftir klukkan fjögur, eða þá að leggja af stað seinni partinn að svæðinu vegna hættu á gasmengun.

Innlent
Fréttamynd

Birta hita­mynd af sólar­hrings­gömlu gosi

Veðurstofa Íslands birtir á Facebook-síðu sinni í morgun hitamynd af eldgosinu í Geldingadal sem tekin var rúmum sólarhring eftir að það hófst, það er á laugardagskvöldið 20. mars klukkan 22:38.

Innlent
Fréttamynd

Að­stoðuðu á annað hundrað manns í gær­kvöldi og í nótt

Þrátt fyrir lokanir björgunarsveita og lögreglu að eldgosinu reyndi fólk að komast að svæðinu í dag. Björgunarsveitir og lögregla aðstoðuðu vel á hundrað manns sem reyndu að berja eldgosið augum í gærkvöldi og í nótt. Fjörutíu leituðu á fjöldahjálparstöð í Grindavík.

Innlent
Fréttamynd

Stika langstystu leiðina inn á gossvæðið

Björgunarsveitarmenn eru þessa stundina að hefjast handa við að stika gönguleið frá Suðurstrandarvegi upp að Nátthagakrika sem er talin vera besta leiðin inn á gossvæðið í Geldingadal.

Innlent
Fréttamynd

Vaknaði í Grindavík og fattaði að líklega væri verið að leita að honum

Daniel Höhne, þýskur karlmaður búsettur á Íslandi, er eigandi bíls sem fannst mannlaus austan við Grindavíkurveg til móts við Bláa lónið í morgun. Hann lagði upp í göngu klukkan tólf á hádegi á sunnudag og í stað þess að fara aftur að bíl sínum ákvað hann að gista í Grindavík og sækja bílinn daginn eftir.

Innlent
Fréttamynd

Hleypa þurfi fólki nær og stika leiðina

Tómas Guðbjartsson, hjartalæknir og útvistarmaður, segir mikilvægt að auðvelda fólki aðgang að eldgosi á borð við það sem hófst í Geldingadal á föstudaginn. Auðvitað verði að virða lokun nú þegar veður er vont og hætta á gasmengun en í framhaldinu þurfi að hugsa strax í hvaða farveg eigi að beina straumi fólks svo gróðurinn verði ekki fyrir skakkaföllum.

Innlent
Fréttamynd

Þyrla Gæslunnar kölluð út til leitar

Lögreglan á Suðurnesjum óskaði eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar upp úr klukkan hálfátta í morgun til að aðstoða við leit að fólki í nágrenni gosstöðvanna í Geldingadal.

Innlent
Fréttamynd

Útsýni úr tjaldinu yfir gosstöðvarnar

Aðfaranótt sunnudags lögðu margir leið sína að gosstöðvunum í Geldingardal. Svæðið er sérlega erfitt yfirferðar í myrkri og gangan oft upp í móti svo hún getur tekið á. Þá gerði þokan í nótt mörgum erfitt fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Eigi frekar að auðvelda fólki að komast að eldgosinu

Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, sýnir því fullan skilning að fólk leggi leið sína að eldgosinu í Geldingadal en þó verði að nálgast það af virðingu. Hann er þeirrar skoðunar að það eigi frekar að auðvelda fólki förina frekar en að láta það ganga langar og torfærar leiðir.

Innlent
Fréttamynd

Á göngu í níu klukkustundir án þess að komast að gosinu: „Strákurinn minn var orðinn virkilega hræddur og var að örmagnast“

Níu ára drengur og faðir hans villtust af leið á leið sinni til að skoða eldgosið í Geldingadal í gær. Feðgarnir voru á göngu í um níu klukkutíma, matarlausir, með rafmagnslausan síma og hefðu mátt vera betur búnir. Feðgarnir komust heim heilir á húfi um miðnætti í gær en drengurinn var að sögn móður hans orðinn mjög hræddur og þreyttur. Svekktastur var hann yfir því að hafa ekki náð að komast alla leið að eldgosinu og sjá það með berum augum.

Innlent
Fréttamynd

Nánast engar spennubreytingar

Spennubreytingar hafa ekki fylgt gosinu í Geldingadal. Gasmengunin er talsverð við gosstöðvarnar og getur fólk lagt sig í mikla hættu við að vera þar.

Innlent