Eldgos og jarðhræringar

Fréttamynd

Engar sýni­legar breytingar á virkni í Gríms­vötnum

Engar sýnilegar breytingar eru á virkni í Grímsvötnum en frá áramótum hafa um tíu til þrjátíu skjálftar mælst þar í hverjum mánuði. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands en árleg vorferð Jöklarannsóknarfélags Íslands á Vatnajökul var farin fyrstu vikuna í júní.

Innlent
Fréttamynd

Land heldur á­fram að rísa í Öskju

Land­ris heldur á­fram í Öskju á stöðugum hraða líkt og verið hefur síðan í lok septem­ber árið 2021. Þetta sýna nýjustu af­lögunar­mælingar Veður­stofu Ís­lands en engar vís­bendingar eru um aukna virkni um­fram það.

Innlent
Fréttamynd

Ó­vissu­stigi vegna jarð­skjálfta í Mýr­dals­jökli af­lýst

Óvissustigi vegna jarðskjálfta í Mýrdalsjökli hefur verið aflýst. Síðastliðinn fimmtudag hófst kröftug jarðskjálftahrina á svæðinu og fór fólk þá að velta því fyrir sér hvort Katla væri byrjuð að rumska. Hrinan gekk þó hratt yfir og var að mestu yfirstaðin síðar sama dag.

Innlent
Fréttamynd

Flug­lita­kóðinn aftur grænn en ó­vissu­stig á­fram í gildi

Mælingar Veðurstofnnar benda til þess að virknin í Kötluöskju teljist nú til eðlilegrar bakgrunnsvirkni eldstöðvarinnar. Ákveðið hefur verið að færa fluglitakóðann aftur niður á grænan. Óvissustig almannavarna er þó áfram í gildi og náið verður fylgst með þróun mála í Mýrdalsjökli.

Innlent
Fréttamynd

„Við erum bara róleg ennþá“

Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshreppur, segir einhverja íbúa í Vík og annars staðar í Mýrdalshreppi hafa fundið fyrir skjálftunum í Kötluöskju í morgun. Hann sé þó ekki einn þeirra. „Við erum bara róleg ennþá og ýmsu vön.“

Innlent
Fréttamynd

Íslenskar björgunarsveitir fengu viðurkenningu frá Erdogan

Tyrkir héldu í dag athöfn til að þakka erlendum og tyrkneskum björgunarsveitum sem sinntu björgunarstarfsemi í kjölfar jarðskjálftanna sem riðu yfir í Tyrklandi sjötta febrúar. Fulltrúi íslenskra björgunarsveita var meðal þeirra sem tóku við heiðursorðu frá Tyrklandsforseta á athöfninni.

Innlent
Fréttamynd

Stærsti skjálftinn síðan í desember

Skjálfti 3,3 að stærð mældist klukkan 15:15 í dag um 3,4 kílómetrum norðaustur af Grímsfjalli. Síðast mældist svo stór skjálfti við Grímsvötn fyrir fjórum mánuðum síðan, í desember. Jörð hefur einnig nötrað í Bárðarbungu.

Innlent
Fréttamynd

4,2 stiga skjálfti vestur af Gríms­ey

Stór jarðskjálfti varð tæplega 35 kílómetra vestur af Grímsey klukkan átta í morgun. Skjálftinn varð á tíu kílómetra dýpi og hafa þó nokkrir eftirskjálftar yfir tveimur að stærð mælst.

Innlent
Fréttamynd

Endur­mat náttúru­vár

Eldgos verða með 3 til 4 ára bili hér á landi. Jarðskjálftar eru mjög algengir. Tekist hefur að byggja upp stórt og öflugt vöktunarkerfi frammi fyrir þessum náttúrufyrirbærum þótt vafalaust þurfi enn að bæta það.

Skoðun
Fréttamynd

Eldgos á Kamtsjaka gæti raskað flugi

Eldgos er hafið í eldfjallinu Shiveluch á Kamtsjaka, austast í Rússlandi, og hefur öskustrókurinn náð tíu kílómetra hæð. Búist er við að gosið gæti raskað flugsamgöngum í heimshlutanum, en síðat gaus í Shiveluch árið 2007 og leiddi það til mikilla samgöngutruflana.

Erlent
Fréttamynd

Fyrstu merkin um að Venus sé enn eld­virk

Reikistjörnufræðingar hafa í fyrsta skipti fundið beinar jarðfræðilegar vísbendingar um að eldvirkni sé enn til staðar á yfirborði nágrannareikistjörnunnar Venusar. Uppgötvunin getur hjálpað vísindamönnum að skilja hvernig Venus og jörðin þróuðust hvor í sína áttina.

Erlent
Fréttamynd

Skjálfti upp á 3,8 austan Grímseyjar

Jarðskjálfti upp á 3,8 varð fjórtán kílómetra austnorðaustur af Grímsey rétt fyrir klukkan fjögur síðdegis í dag. Skjálftahrina hefur verið á svæðinu síðan í nótt og hafa rúmlega sextíu skjálftar mælst.

Innlent